Aðeins Vatnsdalsá sem skilar fleiri löxum á land en í fyrra
Húnahornið er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að veiði í Húnavatnssýslum. Samkvæmt miðlinum er laxveiði dræm það sem af er sumri en Miðfjarðará er aflamest laxveiðiáa í Húnavatnssýslum og litlar líkur á að það breytist á næstu vikum. Veitt er á tíu stangir í Miðfjarðará og hafa nú veiðst 680 laxar.
„Laxá á Ásum er næst aflamest með 420 laxa á fjórar stangir. Víðidalsá kemur þar á eftir með 361 lax á átta stangir, jafnmargar og eru í Blöndu en þar hafa 318 laxar komið á land. Vatnsdalsá er komin í 212 laxa á sex stangir, Hrútafjarðará í 57 á þrjár stangir og Svartá í 43 á þrjár stangir.
Laxveiði í þessum sjö helstu laxveiðiám sýslunnar í sumar er heldur minni en í fyrra. Sem af er sumri hafa veiðst 2.091 laxar en á sama tíma í fyrra var fjöldinn 2.664 og munar um 573 laxa. Í Miðfjarðará er veiðin 157 löxum minni og 115 löxum minni í Laxá á Ásum. Í Víðidalsá munar um 61 lax og í Blöndu um 172 laxa. Í Vatnsdalsá er veiðin nú aftur á móti fimm löxum meiri en á sama tíma í fyrra. Í Hrútafjarðará er veiðin 38 löxum minni og í Svartá er hún 35 löxum minni,“ segir í frétt á Húni.is.
Veiðitölur úr helstu laxveiðiám landsins má finna á www.angling.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.