A-Húnavatnssýsla

Sláturgerð og samvera

Nú er búið að efna til hópsláturgerðar í Félagsheimilinu á Blönduósi nk. sunnudag 20. október frá klukkan 13:00-16:00.
Meira

Við erum á allt öðrum stað | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér
Meira

FNV hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Þorkell. V. Þorsteinsson, settur skólameistari, tók á móti viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fyrir hönd FNV, á árlegri viðurkenningarathöfn sem haldin var 3. október sl. 
Meira

Ríkisstjórnarsamstarfinu slitið og kosningar væntanlega í nóvember

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem á annað borð hefur fylgst með dramatíkinni á stjórnarheimilinu að samstarfið hefur um tíma hangið á bláþræði. Í dag kallaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra til fundar í Stjórnarráðinu þar sem hann tilkynnti að rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna hafi verið slitið.
Meira

Regus opnar á Skagaströnd

„Landvinningar Regus á Íslandi halda áfram – núna er það Skagaströnd, segir í frétt á vef Skagastrandar.“ Skagaströnd er næsti staðurinn á Íslandskortinu hjá alþjóðlegu skrifstofukeðjunni Regus sem stefnir að enn frekari fjölgun starfsstöðva sinna og vinnurýma á Íslandi. Kaup Regus á húsnæði á Skagaströnd að Túnbraut 1-3 er einn liður í því að stækka og þétta netið á Íslandi.
Meira

Tímamótasamningar um svæðisbundin farsældarráð í öllum sveitarfélögum landsins

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði í gær samninga við sjö landshlutasamtök sveitarfélaga um ráðningu verkefnisstjóra sem leiða mun undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs í hverjum landshluta fyrir sig. Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að með samningunum hafi öll sveitarfélög landsins skuldbundið sig til þess að hefja vinnu við að hrinda 5. grein laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í framkvæmd. Markmiðið er að börn og foreldrar geti fengið aðgang að samþættri þjónustu við hæfi, án hindrana.
Meira

Vindmyllur | Steinar Skarphéðinsson skrifar

Nýlega birtist í Feyki grein eftir Bjarna Jónsson alþingismann og varaformann utanríkismálanefndar Alþingis. Bjarni fjallar um vindmyllur og vindmyllugarða sem koma til með að koma í andlit fólks. Ég get fallist á það að það verði að gæta mikils hófs varðandi uppsetningu á vindmyllum.
Meira

Kvöldopnun á Aðalgötunni í kvöld

Í kvöld verður árlega kvöldopnun hjá fyrirtækjunum á Aðalgötunni á Sauðárkróki og óhætt að segja að það verður margt spennandi í boði.
Meira

Ert þú með lausa skrúfu? | Frá Grófin Geðrækt

Oft er grínast með það að fólk sem glímir við andleg veikindi séu með lausa skrúfu, jafnvel fleiri en eina. Hugmyndin að nafni á vitundarvakningu til að auka meðvitund okkar allra um að gæta vel að andlegri heilsu, efla forvarnir og minnka fordóma gagnvart andlegum veikindum, er einmitt sótt í þetta saklausa grín. Það eru notendur Grófarinnar Geðræktar á Akureyri sem standa að baki Lausu Skrúfunni og er það eitt valdeflandi nýsköpunarverkefna sem þar er unnið. Því er ætlað að bæta samfélagslega vitund okkar allra um mikilvægi þess að hugsa vel um sína andlegu heilsu, hlúa að og rækta sem forvörn. Einnig að hjálpa fólki að leita sér aðstoðar þegar þess er þörf og í því samhengi að berjast gegn sínum innri fordómum ekki síður en ytri.
Meira

Árlegt góðgerðarverkefni

Verkefnið „Jól í skókassa“er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Ladies Circle í Skagafirði tekur á móti pökkum fyrir góðgerðarverkefnið „Jól í skókassa“ og í ár verður tekið á móti kössum í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 24. október nk. milli klukkan 18:00 og 20:00. Kassarnir eiga að vera tilbúnir til afhendingar þegar þeim er skilað inn.
Meira