Tveimur mótum af sex lokið í Meistaradeild KS
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
29.03.2025
kl. 12.00
Meistaradeild KS í hestaíþróttum hóf göngu sína á ný í Svaðastaðahöllinni á Króknum þann 26. febrúar sl. Sjö lið eru skráð til leiks með fimm úrvals knöpum í hverju liði og var byrjað á að keppa í fjórgangi. Einnig var/verður keppt í gæðingalist, fimmgangi F1 (11. apríl), Slaktaumatölti T2 (25. apríl), 150m og gæðingaskeið (26. apríl) og Tölt T1 og flugskeið (2. maí). Liðin í ár eru Hrímnir/Hestaklettur, Hofstorfan/66°Norður, Team Lífland, Íbishóll, Þúfur, Storm Rider og Uppsteypa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.