A-Húnavatnssýsla

Skrímslahraðinn æfður fyrir Gettu betur

Spurningakeppni framhaldsskólanna er á fullu þessa dagana og átta liða úrslit hálfnuð í Sjónvarpinu. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafði ekki erindi sem erfiði í vetur, féll úr leik í fyrstu umferð. Það er þó í það minnsta einn fulltrúi Norðurlands vestra sem heldur heiðri norðvestlenskra ungspekinga á lofti en það er Sólveig Erla Baldvinsdóttir frá Tjörn í Húnabyggð (áður Skagabyggð) en hún er í Gettu betur-liði Menntaskólans á Akureyri.
Meira

Þremur frá Norðurlandi vestra veitt viðurkenning á Nýsveinahátíð IMFR

Þann 8. febrúar fór fram 19. Nýsveinahátíð IMFR á Reykjavík Natura Berjaya Iceland Hotels (áður Lofleiðahótelið) að viðstöddu forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, sem sá einnig um að afhenda viðurkenningarnar, ráðherra mennta- og barnamála, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmönnum, meisturum nýsveinanna, heiðursiðnaðarmönnum og öðrum góðum gestum.
Meira

Birgitta og Elísa Bríet áfram í landsliðshópi U17

Tindastólsstúlkurnar Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir hafa verið valdar í hóp U-17 sem tekur þátt í milliriðli sem fram fer á Spáni daganna 7. mars til 15. mars. Auk Íslands og Spánar eru Belgía og Úkraína í riðlinum.
Meira

Alþjóðlegi Rótarýdagurinn | Ómar Bragi Stefánsson skrifar

Rótarýhreyfingin fagnar 120 ára afmæli sínu hinn 23. febrúar n.k. og af því tilefni er Rótarýdagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér hvernig starf Rótarý fer fram og hvað í því felst.
Meira

Verði stórveldi með eigin her | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fram kemur meðal annars í bréfi sem Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, hefur sent Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, að tímabært sé að sambandið verði að stórveldi (e. superpower) og komi sér enn fremur upp eigin sjálfstæðri hernaðargetu. Með öðrum orðum eigin her. Þá er kallað eftir inngöngu Íslands og Noregs í Evrópusambandið.
Meira

Dísir og Dívur í Miðgarði

Í ár eru 15 ár síðan Kvennakórinn Sóldís í Skagafirði var stofnaður og hefð er fyrir því að kórinn haldi tónleika í menningarhúsinu Miðgarði á konudeginum sem að þessu sinni er næstkomandi sunndag 23. febrúar og hefjast tónleikarnir kl. 15:00. Að loknum tónleikunum verður boðið upp á veislukaffi.
Meira

Björgunarskipið Húnabjörg, dregur fiskibát með net í skrúfunni til hafnar

Upp úr klukkan 9 að morgni 18. febrúar, var áhöfn Húnabjargarinnar, björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Skagaströnd, kölluð út eftir að skipstjóri fiskibáts sem var þá staddur utarlega í Húnaflóa hafði haft sambandi við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskað aðstoðar. Net höfðu farið bæði í aðalskrúfu bátsins sem og hliðarskrúfu og ekki hægt að sigla bátnum fyrir eigin vélarafli.
Meira

Fortíð og nútíð mætast í nýjum kórverkum fyrir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

Tónlistarkonan Sigurdís Tryggvadóttir frá Ártúnum í Blöndudal hefur samið og útsett tvö ný kórverk fyrir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. Verkin eru við ljóð Jónasar Tryggvasonar sem var afabróðir Sigurdísar. Jónas stjórnaði kórnum í sjö ár og samdi og útsetti mörg lög fyrir kórinn, þar á meðal Ég skal vaka, hans þekktasta verk.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps 100 ára

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps verður hvorki meira né minna en 100 ára í ár og má segja að kórinn sé að hefja sannkallað afmælisár. Fyrstu tónleikar tilefnisins verða haldnir í Blönduóskirkju þriðjudaginn 25. febrúar nk. og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00.
Meira

Góður gangur í vinnu við slit byggðasamlaga

Húnahornið segir frá því að á fundi byggðarráðs Húnabyggðar í síðustu viku var lögð fram stöðuskýrsla KPMG þar sem fjallað er um slit þriggja byggðasamlaga, þ.e. um atvinnu- og menningarmál, tónlistarskóla og félags- og skólaþjónustu.
Meira