A-Húnavatnssýsla

Veiðileyfin í Blöndu lækka verulega

Félagið Fish Partner, nýr rekstraraðili Blöndu og Svartár, ætlar að lækka verð á veiðileyfum í Blöndu verulega. Sporðaköst, veiðivefur mbl.is, greinir frá þessu en laxveiði í Blöndu hefur verið dræm síðustu ár og þá sérstaklega í sumar og í fyrra. Veiðifélag Blöndu og Svartár samdi nýlega við Fish Partner um að taka að sér umboðssölu á veiðileyfum fyrir félagið.
Meira

Bjarni Jónsson segir skilið við VG

Í yfirlýsingu á Facebook hefur Bjarni Jónsson, oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, lýst því yfir að hann hafi ákveðið að segja sig úr VG og segja skilið við þingflokkinn. „Flestum hefur lengi verið ljóst að flokkurinn hefur sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum og væntingum þeirra sem stóðu að stofnun hans. Hann hefur brugðist mörgu því fólki sem hefur stutt hann,“ segir Bjarni í yfirlýsingunni.
Meira

Framboð og eftirspurn – sex vikur til kosninga

Nú eru rétt um sex vikur þar til landsmönnum gefst kostur á kjósa til Alþingis á ný í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra taldi að lengra yrði ekki komist í samstarfi Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Forseti Íslands féllst á lausnarbeiðni hans í vikunni og hefur verið ákveðið að Alþingiskosningar verði 30. nóvember. Flokkarnir eru því komnir á fullt í að setja saman lista og gera sig klára í baráttuna um Ísland.
Meira

Kálfshamarsvík númer eitt á forgangslista Húnabyggðar

Húnahornið segir frá því að Kálfshamarsvík sé efst á forgangslista sveitarstjórnar Húnabyggðar vegna styrkumsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025 en umsóknarfrestur rann út í gær. „Þrístapar eru númer tvö á forgangslistanum á eftir Kálfshamarsvík og þar á eftir er göngubrú yfir ós Blöndu, gamli bærinn á Blönduósi og Klifamýri og að lokum náttúruperlan Hrútey,“ segir í fréttinni.
Meira

Teitur Björn sækist eftir efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks

„Ég býð mig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að leggja til að þing verði rofið og þar með boðað til alþingiskosninga var hárrétt. Kyrrstaða í málum sem eru jafn mikilvæg framtíð þjóðarinnar og raun ber vitni er óásættanleg,“ segir í tilkynningu frá Teiti Birni Einarssyni, öðrum þingmanni Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Opnað fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir geta sótt um styrki til að ráða í óstaðbundin störf á þeirra vegum utan höfuðborgarsvæðisins. Veittar verða allt að 150 milljónir kr. í þessum tilgangi af byggðaáætlun.
Meira

Flunkunýr Feykir kominn út

Það klikkaði ekki í morgun frekar en allflesta miðvikudag1 að Feykir kom ylvolgur úr prentun í Hafnarfirði. Blaðið er í klassísku 12 síðna Feykis-broti og prentað í fjórlit. Að þessu sinni er opnuviðtalið við Óla Björn Pétursson sem auk þess að starfa í Mjólkursamlagi KS rekur filmufyrirtækið Filmbase á Króknum.
Meira

Tímalaus klassík í Bifröst

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi í gær þriðjudaginn 15. október, Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur en tónlistin í verkinu er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Ávaxtakarfan er orðin að tímalausri klassík á Íslandi og gaman frá því að segja að í ár eru 20 ár síðan Leikfélag Sauðárkróks setti Ávaxtakörfuna á svið.
Meira

Víða hálka á Norðurlandi vestra

Það voru kannski fleiri en blaðamaður Feykis sem trúði því ekki að skipta þyrfti um dekk á bílnum alveg strax og áttu jafnvel von á því að þetta tæki stutt af og færi jafn hratt og það kom. Skemmst er frá því að segja að bíllinn minn á tíma í dekkjaskipti á morgun og stóð tæpt að blaðamaður kæmist til vinnu í morgun, slík var hálkan að heiman til vinnu.
Meira

Áhrifaríkar sjálfbærniaðgerðir og auðveldari ákvarðanataka frumkvöðla

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) óskar eftir frumkvöðlum, fyrirtækjum og ráðgjöfum til að taka þátt í nýju, alþjóðlegu verkefni, sem miðar að því að hjálpa litlum og meðalstórum fyrirtækjum að innleiða áhrifaríkar sjálfbærniaðgerðir og auðvelda ákvarðanatöku.
Meira