A-Húnavatnssýsla

Króksbíó sýnir myndina SIGURVILJI... í kvöld

Sigurvilji er íslensk heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara og verður hún sýnd í kvöld, fimmtudaginn 26. febrúar, í Króksbíói kl. 20:00. Þeir sem vilja panta miða á myndina er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðunni Króksbíós.
Meira

Ráðherra í hlekkjum hugarfarsins | Gunnlaugur Sighvatsson skrifar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra skrifaði pistil í Morgunblaðið fyrir stuttu þar sem hún tilkynnti að hún muni á næstunni leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða í því skyni að auka á gagnsæi eigna- og stjórnunartengsla í sjávarútvegi, breyta reglum um hámarkshlutdeild og þrengja skilgreiningar um yfirráð og tengda aðila. Hún byrjaði grein sína á að vitna til sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar og gat maður ekki skilið þann inngang öðruvísi en að þar væru komin helstu rökin fyrir að grípa þyrfti til aðgerða
Meira

Bíósýningar vikunnar í Króksbíói

Það geta ekki öll bæjarfélög státað sig af því að boðið sé upp á bíósýningar nokkrum sinnum í viku en það er hinsvegar reyndin á Króknum. Alla jafna birtast bíóauglýsingarnar í Sjónhorni vikunnar sem kemur út alla miðvikudaga. En því miður uðru þau leiðu mistök þessa vikuna að auglýsingin fyrir bíóið birtist ekki í prentútgáfu Sjónhornsins en er í rafræna eintakinu.
Meira

Kjarasamningar kennara undirritaðir

Kjarasamningur Kennarasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara laust fyrir miðnættið í gærkvöld. Samningurinn er mjög svipaður þeim sem sveitarfélögin höfnuðu síðastliðinn föstudag.
Meira

Raðhúsið nýja á Blönduósi til sýnis á föstudaginn

Á Blönduósi er nú risið vandað sex íbúða viðhaldslétt raðhús við Flúðabakka 5, (63-98 m2), sérhannað fyrir eldri borgara. Framkvæmdaaðilar eru vel sáttir með hvernig til hefur tekist og nú er komið að því að sýna áhugasömum íbúðirnar því það verður opið hús nk. föstudag 28. febrúar milli 14-16 að Flúðabakka 5 og söluferlið því að hefjast.
Meira

Lögreglan á Norðurlandi vestra kynnir niðurstöður úr könnun

Á heimasíðu Lögreglunnar voru nýlega birtar niðurstöður könnunar um reynslu almennings af afbrotum og viðhorf til lögreglu, sem framkvæmd var síðasta sumar. Úrtakið var 4482 einstaklingar sem voru af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Má þar lesa að rúmlega 90% íbúa á Norðurlandi vestra telja lögreglu sinna mjög góðu eða frekar góðu starfi og er sýnileiki lögreglu með ágætum segja um 87% íbúa, þ.e. að þeir sjá lögreglu vikulega eða oftar í sínu hverfi eða byggðalagi samanborið við 44% allra landsmanna.
Meira

Söngurinn lengir lífið!

Kórastarf er nú í fullum gangi á Norðurlandi vestra og hver kórinn af öðrum hótar nú tónleikahaldi eftir stífar æfingar vetrarins. Kvennakórinn Sóldís tróð upp fyrir stútfullu Menningarhúsi í Miðgarði á konudaginn og flutti fjölbreytta dagskrá undir gestastjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar sem alla jafna stjórnar Sinfóníuhljómsveit Suðurlands.
Meira

Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu | Hjörtur J. Guðmundsson

Fjöldi þeirra sem vilja sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins í röðum landsmanna hefur fjórfaldast undanfarinn mánuð miðað við niðurstöður skoðanakannana Gallups. Farið úr 12% í janúar í 48% samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar fyrirtækisins sem birtar voru í gær. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem vilja sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur taka við flokknum farið úr 24% í 42% sem nær þannig ekki tvöföldun.
Meira

„Við mæðgur erum byrjaðar að grandskoða Pinterest“

María Eymundsdóttir sem býr í Huldulandi í Hegranesi ásamt eiginmanni, fimm börnum, alls konar fuglum, býflugum og öðrum gæludýrum er viðmælandi í handverksþætti Feykis að þessu sinni. María ætlaði sér alltaf að verða handavinnukennari eftir að hún setti arkitektadrauminn á hilluna, enda búin að hafa áhuga á alls konar handavinnu frá blautu barnsbeini. Eftir að María tók óvænt að sér afleysingar í smíðakennslu í nokkrar vikur áttaði hún sig allt í einu á því hvað það er skemmtilegt að kenna smíðar og fór í framhaldi í húsgagnasmíðanám í FNV og er nú smíðakennari í Árskóla.
Meira

Þróttarar úr Vogunum höfðu betur gegn Kormáki/Hvöt

Knattspyrnuliðin hér á Norðurlandi vestra eru komin á fullt í Lengjubikarnum. Þó var frí hjá liðum Tindastóls þessa helgina; stelpurnar eiga leik gegn Val um næstu helgi og leik strákanna sem átti að vera nú um helgina var frestað um viku. Húnvetningar voru aftur á móti í eldlínunni í gær og mættu liði Þróttar úr Vogum í Akraneshöllinni og máttu þola 0-3 tap.
Meira