A-Húnavatnssýsla

Allt er breytingum háð | Leiðari 40. tölublaðs Feykis

Framundan eru breytingar á netmiðlinum okkar, Feyki.is. Nútíminn kallar á nokkrar breytingar og þó sumum finnist nútíminn trunta þá er nú jafnan betra að mæta honum með opnum huga og gera sitt besta til að aðlagast breyttum aðstæðum.
Meira

Frá oddvita lýðræðisflokksins í Norðvestur | Eldur Smári Kristinsson skrifar

Nú hefur það verið kunngjört að ég skipa oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkinn – samtök um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Ég þakka stofnendum flokksins það traust sem mér hefur verið sýnt að fá að leiða listann í kjördæminu þar sem ég er fæddur og á ættir að rekja. Ég hlakka mikið til þess að ferðast vítt og breitt um kjördæmið okkar á næstu dögum og hitta sem flesta.
Meira

Eldur Smári fer fyrir Lýðræðisflokknum í Norðvesturkjördæmi

Lýðræðisflokkurinn, sem stofnaður var nýverið af forsetaframbjóðandanum Arnari Þór Jónssyni, kynnti í morgun þrjá efstu menn á lista flokksins í hverju kjördæmi fyrir sig ásamt nokkrum af stefnumálum sínum. Hér í Norðvesturkjördæmi er það Eldar Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, sem skipar efsta sæti listans.
Meira

Hálka á vegum og víða þoka vestan Þverárfjalls

Vegir eru færir á Norðurlandi vestra en í dag má reikna með slyddu og snjókomu á svæðinu. Það er hálka á flestum vegum sem stendur og því vissara fyrir ferðalanga að fylgjast með veðri og færð á vegum áður en lagt er í hann. Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðvestan 10-15 m/sek með slyddu eða snjókomu framan af degi en lægir smám saman og rofar til seinnipartinn. Hiti nálægt frostmarki.
Meira

María Rut leiðir lista Viðreisnar

Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi landshlutaráðs flokksins í kvöld, 23. október, með öllum greiddum atkvæðum. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Þriðja sætið skipar Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar og í fjórða sæti er Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
Meira

Sveitarfélög ársins 2024 útnefnd

Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur fékk hæstu einkunn í vali á sveitarfélögum sem hljóta nafnbótina Sveitarfélag ársins 2024 en sú útnefning var nú þriðja árið í röð. Fjögur sveitarfélög hlutu nafnbótina í ár og eru þessi: Skeiða- og Gnúpverjahreppur 4.448 stig, Sveitarfélagið Skagaströnd 4.397 stig, Bláskógabyggð 4.275 stig og Sveitarfélagið Vogar 4.142 stig.
Meira

Haustfundur Heimilisiðnaðarsafnsins

Hinn árlegi haustfyrirlestur Heimilisiðnaðarsafnsins verður haldinn laugardaginn 26. október nk. kl. 14:00 og að þessu sinni er það Jón Torfason, sagnfræðingur sem mun flytja fyrirlestur um fatnað íslensks almúgafólks á 18. og 19. öld.
Meira

Ugla Stefanía hlutskörpust í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi

Píratar hafa skipað sína framboðslista að afloknu prófkjöri. Í Norðvesturkjördæmi var það Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem bar sigur úr býtum og leiðir því lista Pírata í komandi kosningum. Ugla Stefanía er frá Stóra-Búrfelli í Austur-Húnavatnssýslu en hún er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
Meira

Bleiki dagurinn er í dag

Á Bleika deginum hvetjum við alla til að vera bleik - fyrir okkur öll, bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.
Meira

Álfhildur fer fyrir lista VG í Norðvesturkjördæmi

Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. Eins og greint var frá í síðustu viku hafði oddviti VG í kjördæmi, Bjarni Jónsson, sagt skilið við flokkinn og því ljóst að nýr oddviti færi fyrir lista VG. Það kom svo í ljós í gær að það er Álfhildur Leifsdóttir, kennari og sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, sem leiðir listann.
Meira