A-Húnavatnssýsla

Sveitarfélagið Skagaströnd tekur við rekstri Tónlistarskóla A-Hún

Á heimasíðu Sveitarfélags Skagastrandar segir að nú um áramótin hafi verið breyting á rekstri Tónlistarskóla Austur Húnvetninga. Áður hafi hann verið rekinn af byggðasamlagi Húnabyggðar og Skagastrandar en er nú rekinn eingöngu af Sveitarfélaginu Skagaströnd. Skólinn mun áfram þjónusta sama starfssvæði og rekstur fer fram með mjög svipuðum hætti.
Meira

Gula viðvörunin nær aðeins fram á morgundaginn

Í gærmorgun var gul veðurviðvörun fyrir allt landið um helgina en eitthvað hefur útlitið breyst. komin appelsínugul viðvörun á sumum landsvæðum í dag og fram yfir hádegi á morgun. Það er helst Breiðafjörðurinn sem fær þennan skell en í dag verður einnig bálhvasst á miðhálendinu og suðausturlandi. Gul viðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra kl. 16 í dag og stendur til kl. fimm í nótt – annars er helgin litlaus á svæðinu þegar kemur að viðvörunum.
Meira

Gul veðurviðvörun yfir alla helgina

Það er boðið upp á gula veðurviðvörun á Vestur-, Suðvesturlandi og miðhálendinu í dag. Norðurland vestra virðist sleppa nokkuð vel en þó gæti hvesst nokkuð í Húnavatnssýslunum. Gengur í suðaustan 13-18 m/s með snjókomu eða slyddu öðru hvoru, segir í veðurspá Veðurstofunnar fyrir daginn í dag, en snýst í suðvestan 8-13 með stöku éljum í kvöld. Hiti kringum frostmark. Suðaustan 18-25 og dálítil rigning á morgun en hiti 3 til 10 stig.
Meira

Aldrei flutt skattkortið sitt af Skagaströndinni

„Okkar ástsæli – og ekki síður farsæli – skipstjóri Guðjón Guðjónsson, sem flestir þekkja væntanlega ekki nema sem Jonna, hoppaði alkominn í land í [gær] eftir rúmlega hálfa öld á sjó.“ Svo segir í frétt á vef FISK Seafood en umræddur Jonni hefur lengst af verið skipstjóri á frystitogaranum Arnari HU-1 og hefur á þessum árum gert víðreist um sjóinn en „...stærir sig af því um leið að hann hafi aldrei flutt skattkortið sitt af Skagaströndinni enda hafi líf hans verið í föstum skorðum alla tíð.“
Meira

BBQ rif og skyrkaka | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 11, 2024, voru Eyrún Helgadóttir og eiginmaður hennar Bjarni Kristmundsson. Eyrún og Bjarni eru bændur á Akurbrekku en Eyrún er einnig nuddfræðingur og Bjarni alltmuligman. Þau fluttu á Akurbrekku lok árs 2023 en bjuggu áður á Borðeyrarbæ og eru búin að koma sér vel fyrir með 420 kindur, ellefu hænur og einn hund á bænum.
Meira

Lífið er núna dagurinn er á morgun

Í tilefni af Vitundarvakningu Krafts verður Lífið er núna dagurinn haldinn hátíðlega fimmtudaginn 30. janúar. „Þennan dag hvetjum við almenning og fyrirtæki í landinu til að halda hátíðlegan Lífið er núna daginn en tilgangur hans er að minna fólk á að staldra við og njóta líðandi stundar“, segir Þórunn Hilda Jónasdóttir, viðburða- og þjónustustjóri Krafts.
Meira

Sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga undirritaðir

Sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga til fimm ára (2025-2029) voru undirritaðir í gær. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna undirrituðu samningana í Norræna húsinu. Það er samdóma álit þeirra sem koma að sóknaráætlunum að þær hafi sannað gildi sitt fyrir byggðir landsins en verkefnið byggir á tólf ára sögu.
Meira

Vilja bæta skipulag snjómoksturs út á Skaga

Húnahornið greinir frá því að snjómokstur í fyrrum Skagabyggð hafi ekki verið eins og hann á að vera það sem af er vetri. Ástæðan mun vera sú að skipulag Vegagerðarinnar fyrir Húnabyggð er þannig skipt að starfsstöð hennar á Hvammstanga þjónar svæðinu að Laxá á Refasveit en starfsstöðin á Sauðárkróki þjónar svæðinu norðan árinnar.
Meira

Nemendur Höfðaskóla heimsóttu BioPol

Í síðustu viku fóru nemendur í 5. og 6. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd í heimsókn í BioPol, rannsóknarstofu sem sérhæfir sig í örverufræði og líftækni og er einmitt staðsett á Skagaströnd. Í frétt á vef skólans segir að þar hafi Judith, einn af vísindamönnum rannsóknarstofunnar, tekið á móti nemendunum og kynnti þau fyrir heillandi heimi baktería og rannsókna.
Meira

Súkkulaðibitakökur | Feykir mælir með....

Ég veit ekki með ykkur en alltaf þegar ég fer á Subway þá kaupi ég súkkulaðibitakökurnar til að taka með heim því þær eru alveg geggjaðar. En nú er kominn tími til að reyna að finna uppskrift sem er nokkuð keimlík þeim og ætla ég að prufa þessa uppskrift næst.
Meira