Valentínusardagurinn er í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
14.02.2025
kl. 14.12
Valentínusardagurinn er í dag en hann er helgaður ástinni á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert og á uppruna sinn að rekja til Evrópu á 14. öld. Meðal þess sem hefðbundið er að gera þennan dag er að senda sínum heittelskaða, eða sinni heittelskuðu, gjafir á borð við blóm og konfekt og láta valentínusarkort fylgja með. Á Wikipedia kemur fram að þessar hefðir eigi uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í öðrum löndum gilda aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.