Ruslatunnur sem gleðja augað

Ein af nýjustu tunnunum sem Gígja Heiðrún málaði. Myndir teknar af Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagastrandar.
Ein af nýjustu tunnunum sem Gígja Heiðrún málaði. Myndir teknar af Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagastrandar.

Sumarið 2023 fór Sveitarfélagið Skagaströnd af stað með nokkur bráðskemmtilegt verkefni með krökkunum í Vinnuskólanum. Verkefnið sem hefur vakið hve mesta eftirtekt eru listaverkin sem máluð voru á ruslatunnur bæjarins. Það er ekki furða því ruslatunnur eru yfirleitt í hefðbundum grænum lit sem enginn er að spá í nema sá sem þarf að losa sig við eitthvað í þær. 

Hæfileikaríku listamennirnir á bak við ruslatunnulistaverkin eru Anna Marie Gruenberger, Arnrún Hildur Hrólfsdóttir og Gígja Heiðrún Óskarsdóttir. Í vikunni bættust svo við nokkrar fallegar í safnið og var það Gígja Heiðrún sem á heiðurinn af þeim. 

Feykir er ofsalega hrifinn af þessu flotta uppátæki og langar að óska Skagaströnd til hamingju með vel heppnað verkefni sem gefur af sér bros og gleði allt árið um kring. Er svo ekki tilvalið að skella sér i göngutúr og skoða þessi fallegu listaverk og plokka smá rusl í leiðinni? 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir