A-Húnavatnssýsla

Rafmagnslaust frá Vestfjörðum til Húsavíkur

Rafmagnslaust varð allt frá Vestfjörðum til Húsavíkur um hádegisbilið. Óhappið má rekja til Norðuráls en svo virðist sem óhapp þar hafi aukið þannig álagið á rafkerfi Landsnets að rafmagnið sló út óvenju víða.
Meira

Fullt hús með ráðningu Sigríðar Ingu

Sigríði Ingu Viggósdóttur hefur verið ráðin í starf svæðisfulltrúa á svæðisstöð íþróttahreyfingarinnar á Norðurlandi vestra. Þetta er ein af átta svæðisstöðvum íþróttahreyfingarinnar um allt land.
Meira

Byggðastofnun eykur fjárframlög til Brothættra byggða verulega

Stjórn Byggðastofnunar samþykkti á fundi sínum þann 26. september sl. að veita 135 m.kr. viðbótarfjárframlagi inn í verkefnið Brothættar byggðir til að auka viðspyrnu í byggðarlögum sem eru í vörn. Framlagið skiptist á þrjú ár, 2025-2027.
Meira

Opið hús listafólks

Vissir þú að í samfélaginu okkar eru ótrúlegir listamenn? Allt frá áhugafólki til atvinnulistamanna, þá er mikið af listaverkum að verða til á Norðurlandi. Við vonumst til að listamenn sýni hæfileika sína þann 19. október frá klukkan 16:00- 19:00 í Krúttinu á Blönduósi.
Meira

Kennari frá FNV dæmdi á Worldskills 2024

Hrannar Freyr Gíslason, kennari við tréiðnadeild FNV, fór til Lyon í Frakklandi á dögunum og var einn af dómurum í trésmíði (carpentry) á Worldskills 2024, heimsmeistaramóti iðngreina, sem haldið var daganna 10 til 15 september sl. Þetta kemur fram á heimasíðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þar sem Hrannar Freyr er kennari.
Meira

Heilbrigðisstofnun Norðurlands 10 ára í dag

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, HSN á 10 ára starfsafmæli í dag, en stofnunin varð til við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Heilsugæslunnar á Akureyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks og Heilbrigðisstofnunar Blönduóss, þann 1. október 2014.
Meira

Skólabörn frá Blönduósi heimsóttu Borealis Data Center

Í tilefni af Norrænu gagnaversvikunni heimsóttu 12-13 ára nemendur Húnaskóla ásamt kennurum sínum gagnaver Borealis Data Center á Blönduósi. Var þetta tækifæri fyrir nemendur að fá innsýn í heim gagnavera og kynna sér hlutverk þeirra í hinum stafræna heimi.
Meira

Ferðaþjónustan, ráðherra ferðamála og þingmenn NV funda á Blönduósi

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Markaðsstofa Norðurlands (MN) standa fyrir opnum fundi og bjóða þingmönnum Norðurlands vestra til samtals um uppbyggingu, ástand og horfur í ferðaþjónustu á svæðinu. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 1. október á veitingastaðnum Teni, Húnabraut 4 á Blönduósi, og stendur á milli kl. 16 og 18. meðfylgjandi er hlekkur Skráning á fundinn!  SAF og MN hvetja leika og lærða til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum um ferðaþjónustu í sínu nærsamfélagi.
Meira

Stóru bankarnir hækka vexti á sama tíma um nánast sömu tölur | Bjarni Jónsson skrifar

Þegar stóru bankarnir þrír hækka allir vexti um nánast sömu tölur á sama tíma, vekur það upp áleitnar spurningar um starfsemi þeirra. Vitandi að þjóðin stendur frammi fyrir afarkostum og hefur ekkert annað að leita.
Meira

September kveður með hvítri jörð

Króksarar vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun og sennilega hafa einhverjir gripið í kreditkortið til að skafa af bílrúðunum. Víða er hálka á vegum á Norðurlandi vestra og jafnvel snjór og krapi á Þverárfjallsvegi. Það eru bara blessaðir malarvegirnir sem eru greiðfærir – í það minnsta svona fram eftir morgni. Eftir dumbung og raka helgarinnar stefnir í smá birtu og pínu aukinn yl í dag og vonandi nóg til að hálkan gefi eftir.
Meira