A-Húnavatnssýsla

Karólína í Hvammshlíð fær styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt

Matvælaráðuneytið úthlutaði nýverið rúmum 172 milljónum króna til 51 þróunarverkefnis á árinu 2024. Um er að ræða 23 verkefni í sauðfjárrækt, 16 í nautgriparækt og níu í garðyrkju.
Meira

Forsendur nærandi ferðaþjónustu og framtíðarsýn atvinnugreinarinnar

Dagana 11.-13. mars fer fram ráðstefna á Siglufirði og Hólum í Hjaltadal, á vegum Nordic Regenerative Tourism, sem er samstarfsverkefni fimm Norðurlanda, fjármagnað af norrænu ráðherranefndinni og stýrt af Íslenska Ferðaklasanum, þar sem þátttakendur fá innsýn í forsendur nærandi ferðaþjónustu og framtíðarsýn atvinnugreinarinnar.
Meira

Skáksamband Íslands gaf Húnaskóla taflsett og skákklukkur

Skáksamband Íslands kom færandi hendi í Húnaskóla þriðjudaginn var en heimsóknin er liður í undirbúningi fyrir 100 ára afmæli Skáksambandsins sem verður þann 23. júní í Húnabyggð. Það voru þeir Gunnar Björnsson og Björn Ívar Karlsson sem komu fyrir hönd Skáksambandsins með tíu taflsett og tíu skákklukkur sem nemendur skólans geta nú notað í frítíma sínum í skólanum.
Meira

Myndasamkeppni Húnaþings vestra

Húnaþing vestra óskar eftir myndum til að birta í kynningarefni, á heimasíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins. Markmið keppninnar er að auka flóru myndefnis sem birt er í skýrslum, fréttum og öðru á vegum Húnaþings vestra. Frestur til að senda inn er til 28. febrúar 2025 og er því um að gera að fara yfir bæði gamlar og nýjar myndir eða taka upp myndavélina og byrja að mynda strax í dag. 
Meira

Guðrún Hafsteinsdóttir kynnir framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund um næstu mánaðamót. Það má búast við spennandi fundi enda munu Sjálfstæðismenn velja sér nýjan formann þar sem Bjarni Benediktsson hyggst ekki gefa kost á sér og hefur þegar látið af þingstörfum. Tveir frambjóðendur eru um hituna þegar hér er komið sögu en það eru þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir.
Meira

Viðgerðir við erfiðar aðstæður

Starfsfólk Vegagerðarinnar og verktakar vinnur nú að því að gera við holur og aðrar skemmdir sem hafa myndast á vegum víða um land eftir umhleypingasamt veður. Unnið er við erfiðar aðstæður, þar sem umferð ökutækja er mikil, jafnvel dimmt í veðri, mikil rigning og bleyta. Erfitt getur verið fyrir ökumenn að sjá fólk að störfum sem skapar hættu á slysum. Vegagerðin biður vegfarendur að sýna sérstaka varkárni og draga úr hraða þegar ekið er hjá viðgerðarsvæðum segir á heimasíðu Vegagerðarinnar. 
Meira

Byggðarráð Húnabyggðar vill tvo rannsóknarlögreglumenn í umdæmið

Fréttavefurinn huni.is segir frá því að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra hefur sent erindi til dómsmálaráðuneytisins þar sem farið er fram á að ráðuneytið fjármagni tvö stöðugildi rannsóknarlögreglumanna í umdæminu.
Meira

Borealis Data Center tryggði sér fjármögnun og fékk heiðursverðlaun á UT-messunni

Gagna­vers­fyr­ir­tækið Bor­eal­is Data Center, sem rek­ur gagna­ver á Finnlandi og á Íslandi, nánartiltekið á Blönduósi, Fitj­um í Reykja­nes­bæ og á Korpu­torgi í Reykja­vík, hef­ur tryggt sér um 21 millj­arðs króna fjár­mögn­un til að styðja við frek­ari vöxt á Íslandi og á Norður­lönd­un­um. Þá var fyrirtækinu veitt heiðursverðlaun UT-verðlauna Ský árið 2025 um sl. helgi á UT messunni sem haldin var í Hörpunni.
Meira

Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Vel heppnaður og fjölmennur fundur fór fram í Salnum í Kópavogi á laugardaginn þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti yfir framboði sínu til formennsku í flokknum á landsfundi hans um næstu mánaðarmót. Fólk bæði alls staðar að af landinu og alls staðar úr Sjálfstæðisflokknum mætti á staðinn og féll ræða Guðrúnar ljóslega í afar góðan jarðveg hjá viðstöddum sem klöppuðu ákaft og ítrekað á meðan á henni stóð.
Meira

Hjólaferðaþjónusta - viðburður

Hjólreiðar eru að verða sífellt vinsælli ferðamáti, bæði hvað varðar ferðalög til og frá vinnu en einnig í frístundum. Hjólaferðamennsku hefur einnig vaxið fiskur um hrygg undanfarið og þann 24. febrúar næstkomandi býður Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra upp á spennandi viðburð þar sem skoðaðir eru möguleikar í hjólaferðaþjónustu og hvernig hægt er að nýta hjólreiðar sem hluta af öflugri ferðaþjónustu, segir á heimasíðu Húnþings vestra.
Meira