Pósturinn hættir fjöldreifingu á landsbyggðinni 1. janúar 2024
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.11.2023
kl. 17.31
Í tölvupósti sem barst áðan til Nýprents segir að pósturinn hættir alfarið að dreifa fjölpósti frá og með 1. janúar 2024. Fjöldreifingu var hætt á suðvesturhorni landsins árið 2020 en fjölpósti var hins vegar áfram dreift á landsbyggðinni, einkum þar sem ekki var kostur á öðrum dreifingaraðila. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hætta þeirri dreifingu einnig. Þessar breytingar eiga eftir að hafa umtalsverða þýðingu fyrir útgáfu Sjónhornsins og sérblöðum Feykis eins og Fermingarblaðinu og Jólablaðinu því sá póstur flokkast sem fjölpóstur þar sem hann er ekki merktur viðtakanda og dreift í öll hús á tilteknum svæðum á Norðurlandi vestra.
Meira