A-Húnavatnssýsla

„Átti fyrirmynd í mömmu og ömmu minni sem voru síprjónandi og saumandi,,

Guðbjörg Árnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík og Garðabæ. Hún fluttist á Krókinn árið 1992 og hefur unnið á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki í næstum tuttugu ár.
Meira

Pestó kjúklingaréttur og meðlæti

Sigrún Elva Benediktsdóttir var matgæðingur í tbl 5 á þess ári og er Sigrún fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti heim í fyrra sumar eftir að hafa búið síðustu tíu ár í Svíþjóð þar sem hún kynntist barnsföður sínum, Shaher, sem kemur frá Sýrlandi og eiga þau saman tvo stráka.
Meira

Sagnamaðurinn Einar Kárason í Kakalaskála í kvöld, 21. október

Sagnamaðurinn Einar Kárason fjallar um fólk og atburði frá Njálsbrennusögu ásamt Flugumýrartvisti eins og honum einum er lagið í Kakalaskála í kvöld, 21. október, kl. 20:00. Miðaverð á sýninguna er 3.900 kr. Opið á barnum og húsið er opnað kl. 18:30. Boðið verður upp á fiskisúpu eða grænmetissúpu að hætti Edu og Ingu Dóru fyrir sýninguna og kostar fiskisúpan 3.000 kr. og grænmetissúpan 2.500 kr á mann. Pantanir í síma 865-8227 eða á kakalaskali@gmail.com Verið Velkomin!
Meira

Fyrsti leikur Tindastóls í VÍS bikarnum á morgun, 22. október

Já nú er lag því ekki nóg með að strákarnir í mfl. hafi verið að spila í gær í deildinni þá byrjar VÍS bikarinn á morgun, 22. október, stuðningsmönnum Tindastóls til mikillar gleði. Leikurinn fer fram í Breiðholtinu á móti ÍR kl. 19:15 og hvetjum við enn og aftur alla þá sem halda með Tindastól að mæta á heimavöll ÍR og láta í sér heyra. Eins og Tindastóll hefur ÍR unnið alla sína leiki en þeir eru að spila í 1. deildinni þetta tímabilið en ég efast um að þeir ætli sér að leyfa Stólunum að valta yfir sig í þessum leik og má því búast við skemmtilegum körfubolta annaðkvöld. Áfram Tindastóll!
Meira

Skíðasamband Íslands heiðrar fimm aðila innan Skíðadeildar Umf. Tindastóls

Á þingi Skíðasambands Íslands sem haldið var á Króknum í gær, föstudaginn 20. október, voru fimm einstaklingar sem hafa unnið óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf fyrir hönd Skíðadeildar Umf. Tindastóls heiðraðir fyrir sitt framlag til deildarinnar. Þeir voru; Sigurður Bjarni Rafnsson, Magnús Hafsteinn Hinriksson, Helga Daníelsdóttir, Hildur Haraldsdóttir og Sigurður Hauksson.
Meira

Grindavík tekur á móti Stólunum í kvöld

Þeir sem ekki vita það vita það þá núna að Tindastóll á leik á móti Grindavík í HS orku höllinni kl. 19:15 í kvöld. Við hvetjum alla stuðningsmenn Tindastóls á stór Reykjavíkursvæðinu að bruna í Grindavík og styðja við strákana. Við hin þurfum bara að öskra á imbakassann eða fylgjast með stattinu og tökum svo við keflinu í næsta heimaleik sem verður ekki á verri endanum því Valur mætir á Krókinn 27. október. Sá leikur verður eflaust erfiðari fyrir okkar menn en leikurinn í kvöld því Grindavík hefur ekki unnið neinn leik, tapaði bæði á móti Álftanesi og Hetti. Það verður því alvöru stemning á Króknum eftir viku. Áfram Tindastóll!
Meira

Skagafjörður skartar sínu fegursta á bleika deginum

Já það hafa nokkrir í Skagafirði tekið andköf í morgun þegar þeir fóru út því veðrið var dásamlegt. Reyndar er það búið að vera frábært í nokkra daga en í tilefni af bleikum degi sem er í dag, 20. október, skartaði fjörðurinn sínu fegursta. Starfsmenn SSNV voru svo yndislegir að leyfa okkur að deila með ykkur myndbandi og myndum af fegurðinni og vonum við að þið njótið.
Meira

Starfsfólk Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands fundaði á Hvammstanga

Á heimasíðu Skagafjarðar segir að Starfsfólk Barnaverndarþjónustu Mið – Norðurlands hafi hist hjá fjölskyldusviði Húnaþings vestra á Hvammstanga nú í október en venjulega er fundað með vikulegum fjarfundum. Á fundinum var farið yfir samstarfið sem hófst 1. janúar sl. með samstarfi sex sveitarfélaga á Norðurlandi, frá Hrútafirði í vestri að Eyjafirði í austri. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag sem ber ábyrgð á barnavernd í nánu samstarfi við aðildarsveitarfélögin en undir þessa þjónustu tilheyra um 9.400 íbúar, þar af eru um 1.900 börn á þessu svæði. 
Meira

Bleikt boð til styrktar Krabbameinsfélagi Skagafjarðar

Bleika boðið verður haldið í Löngumýri, fimmtudaginn 26. október og opnar húsið kl. 19:30. Boðið verður upp á súpu og brauð og að sjálfsögðu verða skemmtiatriði úr héraði. Aðgangseyrir er 5000 kr. (posi ekki á staðnum) og væri gaman að sjá sem flesta í bleikum klæðum. Þá er óskað eftir því að þeir sem hafa áhuga á að mæta á viðburðinn skrái sig á Facebook-síðu Krabbameinsfélags Skagafjarðar.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Ifunanya Okoro

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að deildin hafi samið við Ifunanya Okoro um að leika með meistaraflokki kvenna í vetur. Ifunanya Okoro eða Ify eins og hún er kölluð er frá Nígeríu og fædd 1999 og er 183 cm á hæð. Ify hefur spilað fyrir nígeríska landsliðið og urðu þær álfumeistari í sumar og var Ify stigahæsti leikmaður liðsins í úrslitaleiknum.
Meira