A-Húnavatnssýsla

Búið er að opna fyrir umsóknir í Gulleggið 2024

Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni á Íslandi sem haldin er af KLAK – Icelandic Startups og hefur farið fram árlega síðan 2008. Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir nýjar hugmyndir og koma þeim á framfæri. Að keppninni koma reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og sérfræðingar til að veita leiðsögn og gefa endurgjöf. KLAK heldur norður á Akureyri þann 17. nóvember næstkomandi þar sem Háskólinn á Akureyri, í samstarfi við KLAK, mun kynna Gulleggið í Menningarhúsinu Hofi. Þar verða nokkrir bakhjarlar Gulleggsins með kynningarbása ásamt því að tónlistarmaðurinn HÚGÓ mun skemmta fólki.
Meira

Skáknámskeið fyrir 6-15 ára krakka í Húnabyggð 18. og 19. nóvember

Húnabyggð stendur fyrir skáknámskeiði helgina 18. og 19. nóvember fyrir krakka á aldrinum 6-15 ára. Allir krakkar, ekki bara úr Húnabyggð, eru velkomnir á þetta námskeið svo lengi sem það er pláss og kostar 5000 kr. Skráning fer fram með því að senda nafn og aldur þátttakanda á netfangið kristin@hunabyggd.is fyrir morgundaginn, þriðjudaginn 14. nóvember.
Meira

Jólamarkaður á Skagaströnd

Jólamarkaður verður haldinn laugardaginn 18. nóvember í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd frá klukkan 13:00-17:00. Markaðurinn verður hinn glæsilegasti og fjölbreytt úrval af gjafavöru, handverki og matvöru til sölu.
Meira

Ennþá laust á konfektnámskeiðin hjá Farskólanum

Er ekki tilvalið að fara á konfektnámskeið í vikunni svo það sé hægt að bjóða upp á heimagert konfekt um jólin. Farskólinn verður með námskeið í dag á Hvammstanga og á Blönduósi, á miðvikudaginn á Skagaströnd og á Sauðárkróki og á föstudaginn á Hofsósi. Skráning er í sími 455 6010 og á heimasíðu Farskólans www.farskolinn.is
Meira

Flugvél hjá Air Atlanta Icelandic þurfti að snúa við vegna óvenjulegs atviks

Þann 9. nóvember átti sér stað óvenjulegt atvik í háloftunum þegar íslensk fraktflugvél frá Air Atlanta, TF-AMM Boeing 747-400, var að fljúga frá John F. Kennedy flugvellinum í New York til Liege í Belgíu þegar hestur slapp úr stíu.
Meira

Lágkolvetna fiskisúpa og súkkulaðikaka án sykurs og hveiti

Það er Edda Hlíf Hlífarsdóttir sem var matgæðingur í tbl. 8 á þessu ári en hún fékk áskorun frá systur sinni Þyrey Hlífarsdóttur að taka við þættinum á eftir sér. Edda er fædd og uppalin í Víðiholti í Skagafirði og starfar sem prestur í Húnavatnsprestakalli. Edda er búsett á Blönduósi og er unnusti hennar, Þráinn Víkingur Ragnarsson verkfræðingur, búsettur í Austur-Landeyjum, þar sem þau reka hrossaræktarbú.
Meira

Gerð var tilraunarækt á graskerjum í Skagafirði sl. sumar

Á heimasíðu Bændablaðsins segir að í Skagafirði, nánar tiltekið á Reykjum, hafi verið tilraunaræktun á graskerjum. Sá sem kom því af stað er Helgi Sigfússon en hann náði að rækta upp 40 grasker en hefði með lagni getað ræktað um 200 stk. Helgi er sjálfur búsettur á Reyðarfirði og er búfræðingur að mennt og hefur alltaf haft áhuga á margvíslegri ræktun.
Meira

Ætlar að hlúa að sjálfri sér og sínu fólki

Ef viðmælandi í viðtali vikunnar hefur farið framhjá einhverjum síðastliðin ár þá er ég nokkuð viss um að sá aðili hefur búið í helli með ekkert rafmagn því Þuríður Harpa Sigurðardóttir hefur aldeilis látið í sér heyra hvað varðar baráttuna fyrir réttindum fatlaðs fólks á Íslandi. Harpa sat sem formaður ÖBÍ í þrjú kjörtímabil, eða sex ár, en var alltaf undir það búin að hætta eftir hvert tímabil því hún átti alveg eins von á því að einhver myndi sækjast eftir að fara í formannsslaginn á móti henni sem þó varð ekki.
Meira

Sigurður Bjarni Rafnsson nýr sláturhússtjóri

Fyrr á þessu ári var sagt frá því að Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, hefði ákveðið að láta af störfum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga eftir 27 ára starf fyrir félagið. Ágúst starfar til 1. desmeber næstkomandi. 
Meira

Jólamarkaðir í Lýdó

Jólamarkaðirnir verða tveir í Lýtingstaðahreppi hinum forna í Skagafirði laugardaginn 18. nóvember næstkomandi.
Meira