Búið er að opna fyrir umsóknir í Gulleggið 2024
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.11.2023
kl. 14.16
Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni á Íslandi sem haldin er af KLAK – Icelandic Startups og hefur farið fram árlega síðan 2008. Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir nýjar hugmyndir og koma þeim á framfæri. Að keppninni koma reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og sérfræðingar til að veita leiðsögn og gefa endurgjöf. KLAK heldur norður á Akureyri þann 17. nóvember næstkomandi þar sem Háskólinn á Akureyri, í samstarfi við KLAK, mun kynna Gulleggið í Menningarhúsinu Hofi. Þar verða nokkrir bakhjarlar Gulleggsins með kynningarbása ásamt því að tónlistarmaðurinn HÚGÓ mun skemmta fólki.
Meira