A-Húnavatnssýsla

Fræðslufundaröðin - Ræktun gegn riðu - byrjar í næstu viku

Dagana 30. október - 2. nóvember mun riðusérfræðingurinn Dr. Vincent Béringue taka þátt í fræðslufundaröðinni Ræktun gegn riðu sem haldin verður víðs vegar um landið ásamt sérfræðingum frá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, Matvælastofnun, Landbúnaðarháskóla Íslands, Keldum og Bændasamtökum Íslands. Ástæðan fyrir þessum fundum er sú að niðurstöður úr brautryðjandi rannsóknum á næmi arfgerða gegn riðu liggja nú fyrir og á að kynna þær. 
Meira

Alexandra Chernyshova með tónleika í Hannesarholti í Reykjavík í kvöld, 26. október

Hin glæsilega Alexandra Chernyshova verður með tónleika í Hannersarholti í Reykjavík fimmtudaginn 26. október og byrja þeir kl. 20. Þessi tónleikar eru tileinkaðir 20 ára ævintýri hennar á Íslandi. Þá segir hún að þar sem stór partur hennar óperu og söngverkefnum áttu sér stað í Skagafirði væri gaman að sjá Skagfirðinga á svæðinu.
Meira

Leiðari: Hvar er krummi?

Leiðari vikunnar er meira svona hugleiðing um hvað varð af krummanum hér á Króknum því á tal við Feykisfólkið kom ágætur áskrifandi sem hafði áhyggjur, já eða skildi ekki hvað hefði orðið af krumma. Þannig vill til að þar sem maðurinn heldur til við sín störf hafa yfirleitt verið nokkuð mörg krummapör í gegnum árin og hann fylgst með þeim og taldi, þegar mest var, um 17 pör.
Meira

Uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings

Á Facebook- síðu Hestamannafélagsins Skagfirðings segir að uppskeruhátíð æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram sunnudaginn 22. október, þar sem veitt voru verðlaun fyrir tímabilið og farið yfir næsta vetur. Pollarnir þeirra fengu öll þátttökuverðlaun fyrir flottan árangur. 
Meira

Jól í skókassa

Feykir sagði frá verkefninu Jól í skókassa ekki margt fyrir löngu, nú er að verða komið að þessu. Skila þarf inn skókössunum mánudaginn 30. október í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki frá 17:00-20:00.
Meira

Sjónhorn vikunnar er komið út eins og alla miðvikudaga:)

Það er margt skemmtilegt hægt að lesa í Sjónhorni vikunnar. Nú fer t.d. hver að verða síðastur í að sjá bráðskemmtilega leikritið um Benedikt Búálf, Dagskrá fyrir málþing til heiðurs Jóni Bjarnasyni, Tónleikar hjá Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps og hreppamanna, hrekkjavaka í Glaumbæ og ýmislegt fleira....
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir upp samningi við Stephen Domingo

Í tilkynningu á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að samningnum við Stephen Domingo hafi verið sagt upp. Samið var við Domingo í september og spilaði því aðeins nokkra leiki með Tindastól. Sem áhorfandi sýndist mér Domingo ekki alveg ná að smella inn í það hlutverk sem honum var ætlað. Þá þakkar Körfuknattleiksdeild Tindastóls Stephen Domingo fyrir veru sína hjà félaginu og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur. 
Meira

Við leggjum niður störf í heilan dag

Á vefnum kvennafri.is segir að þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. Við sem samfélag virðumst orðin samdauna stöðunni og teljum að jafnrétti komi með tímanum — jafnvel þó vitað sé að það muni a.m.k. taka heila ævi.
Meira

Laun fyrir lífi – ungra bænda og íslenskra sveita

Næstkomandi fimmtudag kl. 13:00 efna Samtök ungra bænda til baráttufundar fyrir lífi sínu og sveitanna í Salnum í Kópavogi. Átta ungir bændur munu taka til máls auk þriggja gestafyrirlesara auk þess sem málin verða rædd í pallborði með þátttöku gesta í sal. Vonast er eftir troðfullu húsi og góðri mætingu ráðherra og þingmanna sem halda á fjöreggi þjóðarinnar í matvælaframleiðslu, landbúnaðinum, sem fjöldi ungs fólks er um þessar mundir að flýja eða forðast. Þeir sem ekki eiga heimangegnt geta fylgst með fundinum í streymi.
Meira

Tveir sigrar sömu helgi

Meistaraflokkur karla í körfubolta lék leik í Subway-deildinni föstudaginn 20. október þegar Tindastóll sótti Grindavík heim. Frábær leikur sem endaði með sigri Tindastóls eftir að leikurinn fór í framlengingu. Lokatölur í leiknum voru 96 stig Grindvíkinga á móti 106 stigum hjá Tindastól.
Meira