feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.11.2023
kl. 16.15
siggag@nyprent.is
Miðvikudagskvöldið 8. nóvember sigldi inn í Skagafjarðarhöfn dragnótabáturinn Hafdís SK 4, sem FISK Seafood hefur tekið á leigu í eitt ár. „Báturinn er lítill og nettur 18 metra langur stálbátur, áður Hafborg EA 242, og er hann hagkvæmur í rekstri og eyðir lítilli olíu. FISK Seafood hefur undanfarin misseri verið að bæta við sig varanlegum aflaheimildum í skarkola, steinbít, þykkvalúru og langlúru. Með tilkomu nýs Fiskmarkaðs, sem opnaði á Króknum í apríl sl., hafa aukist möguleikar til löndunar á öðrum fisktegundum sem á að gera tilraun með að veiða í Skagafirðinum.“ segir Jón Kristinn Guðmundsson hjá FISK Seafood.
Meira