A-Húnavatnssýsla

Fræðsludagur UMSS

Fræðsludagur UMSS 2023 verður haldinn í Ljósheimum 16. nóvember og hefst hann kl. 17:30.
Meira

Eigið fé Green Highlander ehf. var 807 milljónir í árslok 2022

Á heimasíðu Viðskiptablaðsins segir að Green Highlander ehf., sem á og rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum, hafi hagnast um 103 milljónir króna í fyrra.
Meira

Opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða – C1

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.Veitt verður allt að 130 milljónum kr. fyrir árið 2024.
Meira

Jólamarkaður í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi

Dagana 24.-26. nóvember og 8.-10. desember verður jólamarkaður í gamla bænum á Blönduósi í Hillebrandtshúsinun. Markaðurinn verður opinn á föstudag frá 16:00-20:00 og laugardag og sunnudag frá 14:00-18:00.  
Meira

Íþróttir í sólarhring

Á heimasíðu Varmahlíðarskóla segir að 10. bekkur þreytir nú íþróttamaraþon í íþróttahúsinu. Löng hefð er fyrir þessu maraþoni og taka starfsmenn og foreldrar virkan þátt. Dagskráin er mjög fjölbreytt og hafa allir nemendur skólans tekið þátt í leikjum og dansi með þeim. 10. árgangur keppti einnig á móti starfsmönnum í bandí og bauð starfsfólki upp í dans. M.a. sem þau ætla að gera í maraþoninu er að spila fótbolta, synda, hjóla á þrekhjóli, dansa, gera teygjur og margt fleira.
Meira

Svekkjandi tap á móti Stjörnunni

Meistaraflokkur karla tók á móti Stjörnunni í Síkinu fimmtudaginn 9. nóvember. Stjarnan var búin að vera á blússandi siglingu fram að þessum leik og máttu því Stólarnir eiga vona á kröftugum leik þar sem fréttir bárust að Pétur Rúnar yrði með í leiknum.
Meira

Hvöt átti eitt lið á Goðamóti Þórs í 5. flokki drengja

Á Facebook-síðu Knattspyrnudeildar Hvatar segir að Hvöt hafi sent frá sér eitt lið í 5. flokki drengja á Goðamót Þórs sem haldið var í Boganum á Akureyri sl. helgi. Er þetta mót algjör veisla fyrir unga knattspyrnuiðkendur og gekk ýmislegt á eins og fylgir svona mótum. Liðið vann nokkra góða sigra, gerði eitt jafntefli en einnig nokkur svekkjandi töp í hörku leikjum en allt er þetta mjög lærdómsríkt fyrir liðið og fer því beint í reynslubankann. Flottir strákar hér á ferðinni sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Áfram Hvöt!
Meira

Nýr dragnótabátur í Skagafjarðarhöfn

Miðvikudagskvöldið 8. nóvember sigldi inn í Skagafjarðarhöfn dragnótabáturinn Hafdís SK 4, sem FISK Seafood hefur tekið á leigu í eitt ár. „Báturinn er lítill og nettur 18 metra langur stálbátur, áður Hafborg EA 242, og er hann hagkvæmur í rekstri og eyðir lítilli olíu. FISK Seafood hefur undanfarin misseri verið að bæta við sig varanlegum aflaheimildum í skarkola, steinbít, þykkvalúru og langlúru. Með tilkomu nýs Fiskmarkaðs, sem opnaði á Króknum í apríl sl., hafa aukist möguleikar til löndunar á öðrum fisktegundum sem á að gera tilraun með að veiða í Skagafirðinum.“ segir Jón Kristinn Guðmundsson hjá FISK Seafood.
Meira

Rithöfundakvöld í Skagafirði

Fjórir rithöfundar heimsækja Skagafjörð miðvikudagskvöldið 15.nóvember klukkan 20:00. Það er sennilega mest viðeigandi að taka á móti þessum flottu höfundum á Héraðsbókasafni okkar Skagfirðinga við Faxatorg.
Meira

Forystufé og fólkið í landinu

Forystufé og fólkið í landinu er ný bók þeirra Guðjóns Ragnars Jónassonar og Daníels Hansen. Útgáfuhóf bókarinnar verður í Kakalaskála í Skagafirði, næstkomandi sunnudag, 12. nóvember klukkan 15:00. Boðið verður upp á upplestur úr nýútkominni bókinni, spjall og sýndar verða myndir úr forystufjárræktinni á Laufhóli svo fátt eitt sé nefnt.
Meira