A-Húnavatnssýsla

Með Sturlungu á heilanum

Á morgun laugardaginn 4. nóvember milli klukkan 16:00 og 18:00 verður útgáfuhóf í Kakalaskála sem staðsettur er á bænum Kringlumýri í Skagafirði. Tilefnið er útgáfa á vefnámskeiði þar sem Sturlungasérfræðingarnir Einar Kárason rithöfundur, Óttar Guðmundsson rithöfundur og geðlæknir, Sigríður Sigurðardóttir sagnfræðingur og fræðimaður og Sigurður Hansen eigandi Kakalaskála, rekja þráðinn í gegnum Sturlungu með sínu lagi. Þau segja frá því sem þeim þykir markverðast svona nokkurn veginn í tímaröð og taka í leiðinni ýmsa óvænta vinkla á menn og málefni.
Meira

Sala á Neyðarkalli Björgunarsveitanna hafin

Í gær fimmtudag, hleyptu Forseti Íslands, hr. Guðni TH. Jóhannesson og forsetafrúin Eliza Reid, sölu Neyðarkalls Björgunarsveitanna af stað með formlegum hætti. Forsetinn og Eliza Reid tóku við stórum Neyðarkalli við færanlega stjórnstöð björgunarsveita á SV horninu, við Perluna í gær.
Meira

Lumar þú á fallegri forsíðumynd á Jólablað Feykis?

Feykir, fréttablaðið á Norðurlandi vestra, efnir til myndasamkeppni fyrir forsíðu Jólablaðs Feykis sem kemur út 29. nóvember nk. en blaðinu er dreift frítt í öll hús á Norðurlandi vestra. Myndaval er frjálst en þó í anda jólanna og er frestur til að skila inn myndum er 15. nóvember. 
Meira

Fjölsóttur fundur um riðumál á Hvammstanga

Fundurinn um riðumál undir yfirskriftinni Ræktun gegn riðu - fyrstu skrefin, fór fram í Félagsheimilinu Hvammstanga miðvikudaginn 1. nóvember. Fundurinn var fjölsóttur segir á heimasíðu Húnaþings vestra. Á fundinum voru kynntar niðurstöður rannsókna Dr. Vincent Béringue á næmi arfgerða gegn riðu. Gefa þær til kynna að verndandi arfgerðir séu fleiri en haldið hefur verið fram að þessu. Gefa niðurstöðurnar tilefni til bjartsýni í baráttunni við þann vágest sem riðan er.
Meira

Betur fór en á horfðist

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að rétt upp úr kl. átta í gærmorgun, 1. nóvember 2023, barst slökkviliði Brunavarna Húnaþings vesta tilkynning um eld í iðnaðarhúsnæði á Hvammstanga. Fyrstu upplýsingar voru óljósar og óstaðfest hvort einhver væri í húsinu. Allt tiltækt lið var kallað út en alls tóku 15 manns frá slökkviliðinu þátt í verkefninu. Þegar á staðinn var komið lagði svartan reykjarmökk frá einu bili í húsinu. Kom strax í ljós að bilið var mannlaust en gaskútar og mikill eldsmatur voru í rýminu. Notaðar voru hitamyndavélar til þess að staðsetja eldinn og gekk greiðlega að slökkva. Farið var í að reykræsta rýmið og einnig annað rými við hliðina. Ljóst er að um töluvert tjón er að ræða vegna reyks og sóts.
Meira

Sigrún Erla valin í úrslitakeppnina um titilinn Jólastjarnan 2023

Sigrún Erla Snorradóttir söngnemandi Tónlistarskóla Austur Húnvetninga verður ein af tíu sem keppa til úrslita í þáttaröðinni Jólastjarnan 2023 sem sýnd verður á Rúv. Sá sem sigrar þessa keppni hlýtur titilinn Jólastjarnan 2023 sem mun svo spreyta sig á hinum árlegu jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins, ásamt aragrúa af stjörnum þann 16. desember.
Meira

Húsnæðiskosturinn sprunginn

Í vikunni sagði ruv.is frá því að aldrei fyrr hefði Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra staðið frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa að nýta gáma, skólaganga og kaffistofu kennara fyrir kennslu. En undanfarin ár hefur nemendum skólans fjölgað umtalsvert og þá sérstaklega í verknáminu.
Meira

Sjónhorn vikunnar kom út í gær - varst þú búin að skoða það?

Sjónhorn vikunnar kom út í gær og í því er alls konar sniðugt.... t.d. er 20% afsláttur af fötum og skóm í Kaupfélag Skagfirðinga og ýmsir viðburðir sem verða á næstunni auglýstir. Menningarfélagið Grána er með fullt á dagskrá hjá sér eins og tónleikana Jólin í Gránu og svo eru Jólin Heima í Miðgarði. Þá er dagskrá Skagafjarðarprestakalls fyrir nóvember auglýst svo fátt eitt sé nefnt. Mæli með að skrolla í gegnum blaðið svo það fari nú ekkert framhjá þér sem er að gerast á þessu svæði á næstunni.  
Meira

Minkur í hænsnakofa

Í síðustu viku réðist minkur til inngöngu í hænsnakofann á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði og drap þar fimm hænur og einn hana. Er þetta í annað skiptið á þessu ári sem minkur ræðst á hænsnin á bænum en fyrripart júlí sl. drap annar minkur fjórar hænur á bænum.
Meira

Halloween á Króknum - myndasyrpa

Halloween er yfirleitt fagnað þann 31. október en á Króknum var slegið í grikk og gott göngu seinnipartinn á laugardeginum í blíðskaparveðri með dass af smá kulda. Krakkarnir létu það að sjálfsögðu ekki á sig fá og fóru af stað alls konar skrímsli, draugar og furðuverur að sníkja smá gotterí. Feykir fór af stað á kústinum og tók nokkrar myndir ásamt því að fá í lið með sér Ragndísi Hilmarsdóttur sem var einnig með myndavélina á lofti.
Meira