Einhverstaðar einhvern tímann aftur
Kvennakórinn Sóldís ætlar að halda suður yfir heiðar um helgina og halda tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 2. mars klukkan 15:00.
Sóldísir syngja lög eftir Magnús Eiríksson sem óhætt er að segja að sé einn af fremstu tónlistarmönnum íslenskrar tónlistarsögu þegar kemur að laga-og textasmíði. Magnús á líklega einhvers konar met þegar keur að stórsmellum og sígildum popplögum. Frumflutningur á prógramminu fór fram í Miðgarði á sjálfann konudaginn fyrir fullu húsi og frábærum undirtektum.
Undirleikari kórsins og hljómsveitarstjóri er Rögnvaldur Valbergsson og með honum eru þeir Steinn Leó Sveinsson á bassa, Sigurður Björnsson á trommum og Guðmundur Ragnarsson á gítar. Einsöngvarar með kórum eru, Elín Jónsdóttir, Helga Rós Indriðadóttir og Kristvina og Gunnhildur Gísladætur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.