V-Húnavatnssýsla

Fimm lið frá Tindastól á Rey Cup í Reykjavík

Það var stuð og stemning í stúkunni á Laugardalsvelli í gær þegar Rey Cup fótboltamótið var formlega sett í fínasta veðri. Alls eru 148 lið skráð til leiks og þar af eru 136 lið frá 29 félögum á Íslandi en einnig má sjá lið frá Danmörku, Þýskalandi, Malawi, Bretlandi og Bandaríkjunum spila á mótinu. Keppt er í bæði U14 og U16 í drengja og stúlknaflokki og sendi Tindastóll frá sér fimm lið á mótið, þrjú í drengjaflokki (tvö í U14 og eitt í U16) og tvö í stúlknaflokki (bæði í U14). Til gamans má geta að innan raða Tindastóls á þessu móti má finna krakka frá öllu Norðurlandi vestra vegna samstarfs milli Tindastóls, Fram á Skagaströnd, Hvatar á Blönduósi og Kormáks á Hvammstanga. 
Meira

Nýtt trampólín á leikskólalóðinni

Krakkarnir á Leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd verða örugglega mjög kátir með viðbótina á leikskólalóðinni en nýtt trampólín var staðsett þar í vikunni. Þá segir á Facebook-síðu Skagastrandar að Villi með hjálp frá Ingvari og Sibba hafi komið fyrir trampólíni á leikskólalóðinni ásamt því að snyrta svæðið fyrir framan girðinguna. Flokkur vinnuskólans kom svo og gerði fínt eftir gröfukallana.
Meira

Eldur í Húnaþingi er eins og Hawaii pizza

Magnús Eðvaldsson býr á Hvammstanga, er að dunda sér við að vera í sumarfríi, en hann stefnir ótrauður á virka þátttöku í Eldi á Húnaþingi. Það er eins gott að hann sé í toppformi því hann ætlar að taka hátíðina með trukki og dýfu!
Meira

Arctic Coast Open var haldið sl. helgi á skotsvæði Skotfélags Markviss

Á Facebook-síðu Skotfélags Markviss segir að vel heppnuðu Arctic Coast Open mót á skotsvæði Skotfélags Markviss lauk sl. helgi. Ekki er hægt að segja að veðurguðirnir hafi lagt margt jákvætt til málanna þessa helgi, en þrátt fyrir úrhelli og kulda gengu hlutirnir eins og í sögu. Keppendur frá fjórum skotfélögum auk Markviss mættu til keppnis. Skotið var eftir hefðbundnu fyrirkomulagi, skipt var í A og B flokk eftir keppni á laugardeginum (3 umferðir) og svo skotnar tvær síðustu umferðirnar auk úrslita í báðum flokkum á sunnudeginum.
Meira

Kvennamót GÓS til minningar um Evu Hrund

Sunnudaginn 28. júlí ætlar Golfklúbburinn Ós að halda opið kvennamót til minningar um Evu Hrund á Vatnahverfisvelli fyrir ofan Blönduós. Keppt verður í þremur flokkum í punktakeppni með forgjöf og verða verðlaun veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti. Nándarverðlaun verða á tveimur par 3 holum (á flöt) ásamt því að dregið verður úr skorkortum viðstaddra í lokin. Mæting er klukkan 9:30 og verður ræst út af öllum teigum klukkan 10:00. Mótsgjaldið er 5.000 krónur. Innifalið er vöfflukaffi að móti loknu.
Meira

Eftirminnilegir tónleikar með Jet Black Joe sem breyttust í ball

„Ég bý á Hvammstanga og vinn í Landsbankanum en þessa dagana er ég í sumarfríi og í hestaferð um báðar Húnavatnssýslurnar með góðum vinum – fátt sem toppar það,“ segir Halldór Sigfússon en hann ætlar þó ekki að missa af Eldi á Húnaþingi.
Meira

Síðsumarsball í Árgarði 17. ágúst

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði stendur fyrir Síðsumarsballi í Árgarði laugardaginn 17. ágúst frá kl. 21:00 - 01:00. Norðlensku molarnir leika fyrir dansi. Aðgangseyrir er 4000 kr. og allir eru velkomnir. Því miður þá er ekki posi en hægt að greiða með pening eða millifærslu á staðnum. 
Meira

Eldur í Húnaþingi er eins og sæt og góð hjónabandssæla

„Ég mun að öllum líkindum reyna að sækja sem flesta viðburði, ýmist með barnabörnum og eða með fjölskyldu og vinum, enda úr mörgum frábærum viðburðum að velja,“ segir Eydís Bára Jóhannsdóttir þegar Feykir platar hana til að svara hvað hún ætli að gera á Eldi í Húnaþingi.
Meira

Diskódísir eru í forsvari fyrir Eld í Húnaþingi 2024 sem hefst í dag

Íbúar í Húnaþingi vestra taka við kætikeflinu af vinum sínum í austrinu sem hafa nýlokið við að skemmta sér og sínum á Húnavöku. Nú er það Eldur í Húnaþingi sem tekur yfir, fær örugglega sólina lánaða, en dagskráin í Húnaþingi vestra hefst í dag, þriðjudaginn 23. júlí, og stendur fram til sunnudagsins 28. júlí. Það er búið að tilkeyra þessa hátíð og rúmlega það en 21 ár er síðan sú fyrsta fór fram 2003 og hefur verið haldin árlega síðan. Að þessu sinni eru það Diskódísirnar, vinkvennahópur í Húnaþingi, sem hafði veg og vanda af því að setja saman dagskrá DiskóElds í Húnaþingi.
Meira

Glæsilegir jazztónleikar í Heimilisiðnaðarsafninu

Það er fastur liður í starfsemi Heimilisiðnaðarsafnins að halda Stofutónleika og í nokkur undanfarin ár hafa þeir farið fram á síðasta degi Húnavöku. Í þetta sinn heimsóttu okkur Blönduósingurinn Haraldur Ægir Guðmundsson, kontrabassaleikari, sonur Erlu Evensen og Guðmundar Haraldssonar. Með honum í för voru þau Rebekka Blöndal, söngkona og Daði Birgisson sem lék á píanó. Haraldur (Halli Jazz) gaf áheyrendum innsýn í hvað á daga hans hefur drifið undanfarin ár í tali og tónum, en hann er allt í senn tónskáld og textahöfundur, framleiðandi og kontra- og rafbassaleikari.
Meira