V-Húnavatnssýsla

Jón Oddur stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins

Fjórða mótið í Kaffi Króks mótaröð Pílukastfélags Skagafjarðar fór fram í gærkvöldi. Alls voru það 16 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni og var keppt í tveimur deildum. Fyrstu deildina sigraði Jón Oddur Hjálmtýsson en í öðru sæti varð Arnar Már Elíasson.
Meira

Veisluís í páskabúningi með makkarónubotni og karamellusósu að hætti GRGS

Veisluísinn er kominn aftur í verslanir! Hafðu páskadesertinn einfaldan og bragðgóðan – Páskarnir eru til að njóta, þetta þarf ekki að vera flókið.
Meira

Byggðarráð leggst alfarið gegn breytingu á rekstri póstþjónustu í Húnaþingi vestra

Byggðarráð Húnaþings vestra fundaði í gærdag og sendi frá sér bókun í kjölfar ákvörðunar Póstsins að loka pósthúsinu á Hvammstanga í byrjun sumars. Þar kemur fram að byggðarráð harmar einhliða ákvörðun Íslandspósts um skerðingu starfsemi sinnar í Húnaþingi vestra. Auk þess að breytingin feli í sér niðurlagningu 2,5 stöðugilda á pósthúsinu þá sé með ákvörðuninni gengið gegn tveimur meginmarkmiðum stjórnvalda í byggðamálum; annars vegar að innviðir mæti þörfum samfélagsins og hins vegar að byggðir og sveitarfélög um land allt verði sjálfbær.
Meira

Að gefnu tilefni – tekið undir réttmæta ádeilu

Sá ágæti maður Steinar Skarphéðinsson fer nokkrum vel völdum orðum um hækkun fasteignagjalda á Sauðárkróki í aðsendri grein í 8. tbl. Feykis nú nýverið. Ég vil í öllu taka undir málflutning hans, því nýlegar hækkanir fasteignagjalda á Skagaströnd eru að mínu mati hreint og beint óásættanlegar sem slíkar.
Meira

Birgitta, Elísa og Laufey semja við Tindastól

Nú síðustu vikurnar hefur knattspyrnudeild Tindastóls verið með samningspennann á lofti og stutt er síðan þrjár stúlkur skrifuðu undir samning og munu sýna leikni sína í Bestu deild kvenna með liði Tindastóls í sumar. Þetta eru þær stöllur frá Skagaströnd, Birgitta Rún og Elísa Bríet sem eru bráðefnilegar og svo Króksarinn Laufey Harpa sem komin er í hóp reynslubolta. Þetta verða teljast hinar bestu fréttir.
Meira

Loka á pósthúsinu á Hvammstanga í byrjun sumars

Fyrir helgi tilkynnti Pósturinn að fyrirhugaðar væru breytingar á póstþjónustu á tíu stöðum á landinu. Til stendur að loka fimm samstarfspósthúsum og jafn mörgum pósthúsum í eigin rekstri. Hér á Norðurlandi vestra mun pósthúsinu á Hvammstanga verða lokað og á Tröllaskaganum verður pósthúsunum á Siglufirði og Dalvík lokað sem og samstarfspósthúsinu á Ólafsfirði.
Meira

Leikflokkur Húnaþings vestra framúrskarandi á sviði menningar 2023

Á vef Húnaþing segir að leikflokkur Húnaþings vestra hefur fengið viðurkenningu SSNV fyrir framúrskarandi verkefni á sviði menningar fyrir söngleikinn Himinn og jörð.
Meira

Nýtt starf tengslafulltrúa laust til umsóknar hjá Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra leitar að öflugum og drífandi einstaklingi í nýtt starf tengslafulltrúa á fjölskyldusviði sveitarfélagsins. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að leitað er að aðila með brennandi áhuga á að starfa með ungmennum og ýta undir velferð þeirra og vellíðan.
Meira

Fögnum alþjóðlega vöffludeginum í dag, 25. mars

Áskorun til allra í tilefni dagsins! Skelltu í vöfflur því það er alþjóðlegi vöffludagurinn í dag. Ekki flækja hlutina og náðu þér í Vilko þurrefnablöndu og dassaðu smá vatn við. Ef þú vilt setja í þína eigin uppskrift þá er ég með eina góða...
Meira

Veturinn mun enda þegar vorið flæðir inn um gluggana

Það var talsverður veðurhvellur sem íbúar á Norðvesturhorninu máttu þola undir lok vikunnar með tilheyrandi ófærð og veseni. Dagurinn í dag var hins vegar hinn fallegasti þó kalt væri og næstu daga verður boðið upp á meiri kulda og norðanátt en allt útlit er þó fyrir skaplegt veður að öðru leiti.
Meira