V-Húnavatnssýsla

Sýning Nemendafélags FNV komin á YouTube

Leikhópur Nemendafélags FNV setti fyrr í vetur upp leiksýninguna og söngleikinn Með allt á hreinu og var verkið byggt á hinni klassísku kvikmynd Stuðmanna sem fjallaði um samkeppni Stuðmanna og Gæra á sveitaballarúntinum og eitt og annað fleira. Nemendur á Kvikmyndabraut FNV tóku upp verkið og klipptu og nú er hægt að líta dýrðina á YouTube.
Meira

Lillý söng til sigurs

Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir gerði sér í kvöld lítið fyrir og sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í Stapanum á Selfossi og var sýnd í Sjónvarpinu í beinni útsendingu. Alls voru fulltrúar frá 25 framhaldsskólum sem tóku þátt í keppninni en Lillý var hreint mögnuð og söng af fádæma öryggi lagið Aldrei, íslenska útgáfu af laginu Never Enough – lag sem er ekki á hvers manns færi að koma frá sér. Til hamingju Lillý og til hamingju FNV!
Meira

Emelíana Lillý syngur í sjónvarpinu í kvöld

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á Selfossi í kvöld og þar á Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fulltrúa. Það er Emeliana Lillý Guðbrandsdóttir sem stígur á stokk fyrir FNV og syngur lagið Never Enough sem varð vinsælt í kvikmyndinni The Greatest Showman við íslenskan texta eftir Inga Sigþór Gunnarsson. Lillý er átjánda í röðinni og til að gefa henni atkvæði þarf að hringja í símanúmerið 900 9118.
Meira

Kormákur/Hvöt með góðan sigur í Laugardalnum

Lið Kormáks/Hvatar var í eldlínunnni í Mjólkurbikarnum í dag en Húnvetningar skelltu sér í Laugardalinn þar sem græðlingur úr starfi Þróttar, SR, beið þeirra. Liðin höfðu áður mæst nokkrum sinnum í gömlu 4. deildinni og bæði unnið tvo leiki. Í dag náðu Húnvetningar yfirhöndinni í þessari baráttu því þeir köstuðu SR úr keppni með sterkum 2-4 sigri.
Meira

Samningur um byggingu nýs verknámshúss FNV undirritaður

Nú í dag var undirritaður samningur um byggingu nýs verknámshúss við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Undirritunin fór fram í verknámshúsi Fjölbrautaskólans að viðstöddu margmenni þ.á.m. nemendum, starfsfólki skólans og fulltrúum úr atvinnulífinu. Samningurinn gerir ráð fyrir stækkun verknámshúss um allt að 1.400 fermetra.
Meira

Aftur er veðrið að stríða áhugafólki um forystufé

Aftur er veðrið að stríða áhugafólki um forystufé. Fresta þarf aftur skemmti- og fræðslufundinum sem átti að vera næstkomandi sunnudag 7. apríl- og nú til að útiloka stórhríð, hefur verið ákveðið að halda viðburðinn sunnudaginn 9. júní í staðinn.
Meira

Gott að eldast í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga eru þátttakendur í þróunarverkefni sem gengur út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Fram kemur í frétt á heimasíðu Húnaþings vestra að opinn kynningarfundur um verkefnið verði haldinn mánudaginn 15. apríl kl. 16:15-17:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Meira

Heima í stofu á Sauðárkróki

Viðburðarséni okkar Skagfirðinga, Áskell Heiðar Ásgeirsson, stendur nú, ekki í fyrsta skipti, fyrir nýung í tónleikahaldi á Sauðárkróki í komandi Sæluviku. Um er að ræða svokallaða heimatónleika.
Meira

Leikirnir sem öllu ráða eru í kvöld!

Oft var þörf en nú er nauðsyn- að mæta í Síkið, spurning hvort þeir sem eru sunnan heiða skelli sér og hvetji Álftanes til sigurs í kvöld því ekki dugar fyrir Tindastól að vinna Hamar í kvöld til þess að komast í úrslitakeppnina í þessari síðustu umferð í deildarkeppni vetrarins.
Meira

Morðin á Sjöundá og Illugastöðum

Út er komin bókin Þessi frægu glæpamál: Morðin á Sjöundá og Illugastöðum. Það eru Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði HÍ og Jón Torfason, fyrrverandi skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands sem rita ítarlegan inngang og tóku saman heimildir sem eru gefnar út í heild sinni í fyrsta sinn í þessari bók. Útgefendur eru Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og Háskólaútgáfan.
Meira