LNV óskar eftir upplýsingum vegna umferðarslyss í Langadal
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.08.2024
kl. 13.43
Lögreglan á Norðurlandi vestra óskar eftir upplýsingum um umferðarslys sem varð á þjóðvegi 1 (Norðurlandsvegi) í Langadal, á vegarkafla skammt frá bænum Auðólfsstöðum, sunnudaginn 30. júní síðastliðinn um kl. 18:30. Í þágu rannsóknar málsins óskar lögreglan eftir upplýsingum um bifreið sem ekið var í átt að Blönduósi, fram úr nokkrum bifreiðum, með þeim afleiðingum að ökumaður bifhjóls, sem ekið var úr gagnstæðri átt, í átt að Varmahlíð, slasaðist.
Meira