V-Húnavatnssýsla

Þegar lítill hundur lagði af stað í leiðangur…

Það að meðalstór íslenskur fjárhundur gæti troðið sér í gegnum kattarlúgu taldi ég vera líffræðilega ómögulegt. En “þar sem hausinn kemst…” segir hún mamma mín og hefur nú ævinlega rétt fyrir sér. Þannig hófst ferðalag Snúðs frá Smáragrundinni á Sauðárkrók að morgni til í mildu veðri. Fljótlega uppgötvaðist að hundurinn væri horfinn og að hann myndi líklega ekki rata til baka, enda ekki lengi átt lögheimili á Smáragrundinni þó tveggja ára væri. En svona loðboltar eru sennilega fljótari að eignast stað í hjarta heimilismanna en að kortleggja nágrenni sitt. Áhyggjurnar okkar fjölskyldunnar voru miklar, það var mikið leitað og óskaplega erfitt að leggjast á koddann tvö kvöld í röð án þess að vita um afdrif Snúðs.
Meira

Viðburðaríkt ehf. með nýung í Sæluviku á Sauðárkróki - Heimatónleikar þann 30. apríl

Viðburðaríkt ehf. á Sauðárkróki stendur fyrir nýung í tónleikahaldi á Sauðárkróki í komandi Sæluviku, nánar tiltekið þriðjudaginn 30. apríl. Um er að ræða svokallaða heimatónleika, tónleika sem fara fram í heimahúsum eða á öðrum óhefðbundnum tónleikastöðum. Fyrirkomulagið er þannig að 6-8 flytjendur halda 12 stutta tónleika á 6 stöðum á einu kvöldi. Gestum býðst að kaupa einn aðgöngumiða sem gildir á alla þessa tónleika sem munu hefjast á mismunandi tímum til að gefa gestum kost á að sjá sem flesta. Í lok kvöldsins sameinast svo allt listafólkið á einn stað á lokatónleikum. Um er að ræða tónleikaform sem er mjög þekkt erlendis og hefur verið prófað hérlendis undanfarin ár, m.a. í Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akranesi. Og nú er komið að Sauðárkróki.
Meira

Tilkynning frá lögreglunni á Norðurlandi vestra

Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að búið sé að loka þjóðveginum um Holtavörðuheiði vegna ófærðar og óveðurs. Ekki er reiknað með að opnað verði fyrir umferð fyrr en í fyrramálið, miðvikudaginn 20. mars. Vegurinn um Laxárdalsheiði er fær en tvísynt er um færð yfir Bröttubrekku. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með á vefjum Vegagerðarinnar.
Meira

Leikflokkur Húnaþings vestra er framúrskarandi verkefni á sviði menningar 2023

Í byrjun janúar á þessu ári óskaði SSNV eftir tilnefningum í framúrskarandi verkefni á árinu 2023 á Norðurlandi vestra í tveimur flokkum. Á sviði atvinnu og nýsköpunar hlaut Kaffibrennslan Korg í Skagafirði viðurkenninguna en á sviði menningar var það Leikflokkur Húnaþings vestra sem hlaut viðurkenninguna að þessu sinni fyrir leikritið Himinn og Jörð. Leikflokkurinn hefur getið af sér gott orðspor við uppsetningu á verkefnum og er árangurinn eftir því.
Meira

Út er komin skýrslan Leiðir að Byggðafestu

Á vef SSNV segir að út sé komin skýrslan Leiðir að Byggðafestu eftir Hlédísi Sveinsdóttur og Björn Bjarnason. Skýrslan er unnin á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV), Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).
Meira

Leikdagur og Bikarstóllinn er kominn út

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki karla á móti Álftanesi í VÍS bikarnum og ekki seinna vænna en að fara að gíra sig upp fyrir átökin því leikurinn byrjar á slaginu 17:15 í Laugardalshöllinni. Þeir sem ætla á leikinn eru vonandi farnir af stað frá Króknum en við hin sem þurfum að vinna fylgjumst með í gegnum TV-ið, ekki satt! Þeir sem geta hins vegar ekki unnið af spenningi geta gluggað í gegnum nýja BikarStólinn sem Körfuknattleiksdeildin gaf úr í morgun en þar er margt skemmtilegt eins og t.d. viðtöl við nokkra leikmenn og fólkið bak við tjöldin. Þá er Ágúst Ingi Ágústsson með smá innslag um fyrsta körfuboltaleik Tindastóls og margt margt fleira.
Meira

Ert þú tilbúin í stærsta skíða- og snjóbrettaviðburð Skagafjarðar frá upphafi?

Tindastuð 2024 verður haldið í fjórða skiptið, næstkomandi laugardag 23. mars. Hér er á ferðinni einstök skíða- og snjóbretta upplifun, sem engin ætti að láta framhjá sér fara.
Meira

Stella í Orlofi aftur á svið

Gleðifréttir fyrir þau ykkar sem misstuð af Stellu í Orlofi í uppsetningu unglingastigs Grunnskólans austan Vatna. Því miðvikudaginn 20. mars kl. 20:00 gefst ykkur tækifæri til að sjá þessa frábæru uppsetningu. 
Meira

Lulla fer í leikhús..

Síðastliðið föstudagskvöld brá ég mér í leikhús og sá uppfærslu Leikfélags Fjallabyggðar á farsanum Beint í æð eftir konung farsanna Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Gestir streymdu inn í salinn og greina mátti tilhlökkun gesta og á móti manni tók stílhrein og flott leikmynd. Eina sem mér fannst mögulega vanta upp á var að hafa smá tónlist í salnum áður en sýningin hófst.
Meira

Frábært veður fyrir Tækjamótið sl. helgi

Hið árlega Tækjamót Slysavarnarfélags Landsbjargar var haldið á laugardaginn í Skagafirði og nágrenni af sveitum á svæði 9 og 10 sem eru björgunarsveitirnar í Húnavatnssýslu og í Skagafirði. Um 260 manns voru skráðir á mótið og gríðarmagn af tækjum fylgdi þeim. Veðrið var frábært og ekki skemmdi fyrir að vel bætti í snjóinn á föstudeginum.
Meira