V-Húnavatnssýsla

Grillað lambakonfekt og creme brulée

Matgæðingar vikunnar í tbl 21 í fyrra voru Óli Viðar Andrésson og Sigrún Baldursdóttir. Þau búa í Brekkutúninu á Sauðárkróki og eiga þau þrjú börn, Valdísi Ósk 26 ára, Katrínu Evu, að verða 21 ára og Baldur Elí 14 ára en svo skemmtilega vill til að hann fermdist núna á Pálmasunnudag.
Meira

Gleðilega páska

Páskarnir, mesta og elsta hátíð kristinna manna, er önnur stórhátíð kirkjuársins og þá er dauða og upprisu Jesú minnst. Fyrir páskahátíðina er undirbúningstími eins og fyrir jólahátíðina, og fasta eða langafasta og stendur í 40 daga. Á vef Menntamálastofnunar er fróðleik að finna um páskadagana og aðra daga tengdum atburðum þeirra og fer hér á eftir.
Meira

Aco ráðinn aðstoðarþjálfari Kormáks/Hvatar

Lið Kormáks/Hvatar hefur tilkynnt um ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara en það er enginn annar en Aco Pandurevic sem mun aðstoða Ingva Rafns Ingvarsson á komandi keppnistímabili. „Aco, sem áður hefur þjálfað Kormák Hvöt, leggur nú lokahönd á UEFA A þjálfaragráðu sína og kemur fullur af eldmóði og þekkingu inn í tímabilið í 2. deild,“ segir í tilkynningu á Aðdáendasíðu Kormáks.
Meira

Íbúar beðnir um að velja slagorð fyrir Húnaþing vestra

Nú geta íbúar Húnaþings vestra tekið þátt í netkönnun um val á slagirði fyrir sveitarfélagið sem er fremst á Norðurlandi. Á haustdögum 2023 var framkvæmd íbúakönnun á vegum Háskólans á Bifröst en í könnuninni var fólk m.a. beðið um að koma með hugmynd að slagorði fyrir Húnaþing vestra sem lýsti kjarna samfélagsins og hægt væri að nota í kynningarskyni.
Meira

Box master og Oreo skyrterta

Matgæðingar vikunnar í tbl 20 í fyrra voru Erna Rut Kristjánsdóttir og Sigurður Snorri Gunnarsson eigendur Króksfit ehf. á Sauðárkróki. Þau fengu áskorun frá systur hans Sigga, Gunnhildi Dís. Þau eru eins og 97% fólks hér í landi, með alltof marga bolta á lofti í einu og hafa sjaldan tíma til að eyða löngum tíma í matseldina. En þau segja að það sé samt skemmtilegt þegar það tekst!
Meira

HEITASTA GJÖFIN - „Það var sólríkur og fallegur dagur í Blönduhlíðinni eins og svo oft áður“

Jóhannes Björn Þorleifsson er frá Þorleifsstöðum í Akrahreppi en býr í B24 í 560 Varmahlíð með Margréti sinni og tveimur dætrum þeirra, Emmu og Áróru. Jóki eins og hann er gjarnan kallaður, vinnur í Flokku á Sauðárkróki og Förgu í Varmahlíð. Við fengum Jóka til að rifja upp sitthvað um ferminguna sína.
Meira

Húnvetningar styrkja hópinn

Lið Kormáks/Hvatar hefur spilað fjóra leiki í Lengjubikarnum og á einn leik eftir sem fara átti fram um síðustu helgi á Greifavellinum á Akureyri en var frestað. Í þeim fjórum leikjum sem búnir eru hefur liðið krækt í tvö jafntefli en tapað tveimur leikjum og er því á botni 4 riðils í B-deild keppninnar.
Meira

Endurreisn þjóðmenningarstaðar

Í febrúar kom út skýrsla um frumhönnun endurreisnar þjóðmenningarstaðarins Hóla í Hjaltadal. Höfundur skýrslunnar er Arna Björg Bjarnadóttir en skýrslan er unnin fyrir Hólastað með stuðningi frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Feykir tók tal af þeim Hólmfríði Sveinsdóttur, rektor Háskólans á Hólum, sr. Gísla Gunnarssyni vígslubiskupi Hólastiftis, Magnúsi Barðdal verkefnastjóra hjá SSNV og Örnu Björgu Bjarnadóttur verkefnastjóra verkefnisins Hólar í Hjaltadal – Endurreisn þjóðmenningarstaðar í tilefni af útgáfu skýrslunnar og var birt í tlb 9.
Meira

Nýi kaupfélagsstjórinn hjá KVH á Hvammstanga

Í byrjun janúar tók Þórunn Ýr Elíasdóttir við starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Vestur-Húnvetninga en forveri hennar var Björn Líndal Traustason. Þórunn Ýr kemur frá Reykjavík, var ættleidd frá Kóreu, og ólst upp í Breiðholtinu. Eiginmaður hennar heitir Guðni Már Egilsson og eiga þau sex börn, þrjú tengdabörn og átta barnabörn. Þegar Þórunn Ýr kláraði framhaldsskóla lagði hún stund á nám við Háskólann í Reykjavík þar sem hún útskrifaðist með diplómu í fjármálum og rekstri.
Meira

„Ég held reyndar að ég hafi fæðst prjónandi“

Sigurlaug Guðmundsdóttir, oftast kölluð Silla kemur frá Keflavík, þar er hún fædd og uppalin. Eins og margir aðrir byrjaði Silla sína vinnu í fiski og starfaði líka lengi í mötuneyti hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Síðan í mötuneyti á Reyðarfirði, Þeistareykjum og á Húsavík. Silla flutti á Hofsós 2017 og býr með manni sínum, Kristjáni Jónssyni frá Óslandi. Á Hofsósi finnst þeim yndislegt að vera. Silla starfar í sundlauginni á Hofsósi og hefur einnig tekið að sér afleysingar í mötuneyti í Grunnskóla austan Vatna og Leikskólanum Tröllaborg.
Meira