V-Húnavatnssýsla

Húnaþing vestra áformar að ljósleiðaravæða þéttbýli sveitarfélagsins

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að sveitarfélagið áformi að taka tilboði háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytis um að ljósleiðaravæða þau heimili í þéttbýli sveitarfélagsins sem eru ekki nú þegar komin með ljósleiðaratengingu. Sjá nánar hér. En áður en framkvæmdir hefjast á grundvelli styrks frá sjóðnum þá þarf sveitarfélagið að kanna eftirfarandi atriði:
Meira

Rúður brotnar og tæki skemmd

Eignaspjöll voru unnin í Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Rúður voru meðal annars brotnar í nýja hluta skólans þar sem eldhúsið er og skemmdir unnar á tækjum. Líklega er um milljóna króna tjóna að ræða. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra fer með rannsókn málsins og óskar eftir ábendingum um mannaferðir við grunnskólann frá klukkan 15 í gær til klukkan sjö í morgun, segir á huni.is.
Meira

Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga á morgun

Veðurstofan hefur smellt gulri veðurviðvörun á Strandi og Norðurland vestra frá miðnætti og fram yfir miðjan dag á morgun. Spáð er norðaustan hvassviðri vestantil á svæðinu og spáin gerir sömuleiðis ráð fyrir vondu veðri á annesjum. Skaglegra veður ætti að verða inn til landsins þar sem reiknað er með að vindur verði um eða undir 10 m/sek og hitinn alla jafna á bilinu 10-15 gráður.
Meira

Ásdís Aþena gefur út lagið Adriana

Það er alltaf fjör á Spotify og þá ekki hvað síst á föstudögum þegar ný lög festast á Spottann. Í gær kom út nýtt lag með hæfileikabúntinu Ásdísi Aþenu frá Hvammstanga en lagið kallast Adriana og er hressilegt og grípandi.
Meira

Kaffihlaðborð í Hamarsbúð á Vatnsnesi um helgina

Húsfreyjur á Vatnsnesi láta hendur standa fram úr ermum og skella í gómsætt og fjölbreytt kaffihlaðborð í Hamarsbúð um verslunarmannahelgina. Þeir sem hyggjast gera vel við bragðlauka sína geta gefið þeim lausan tauminn laugardaginn 3. ágúst og sunnudaginn 4. ágúst en tekið verður á móti gestum á milli kl. 13 og 17 báða dagana.
Meira

Haukar sýndu Húnvetningum harla litla gestrisni

Aðdáendur Kormáks/Hvatar þráðu sæta hefnd í Hafnarfirði þegar Húnvetningar heimsóttu Hauka sl. miðvikudagskvöld. Þeim fannst Haukar ekki hafa átt skilið jafntefli í fyrri leik liðanna á Blönduósi og nú átti að leiðrétta. Hvort óskirnar hafi ekki skilað sér til leikmanna skal ósagt látið en niðurstaðan varð sú að Hafnfirðingar sýndu litla gestrisni og sendu Húnvetninga heim með 5-1 tap á bakinu.
Meira

Framkvæmdir við Félagsheimilið Hvammstanga

Nú standa yfir umfangsmiklar framkvæmdir við Félagsheimilið á Hvammstanga. Um er að ræða viðgerð á þaki sem er löngu tímabær. Pappi hefur verið rifinn af þakinu, verið er að smíða grind sem á verða lagðar yleiningar. Í framhaldinu er til skoðunar að ráðast í viðgerðir á ytra byrði hússins á næsta ári en steypuskemmdir á húsinu eru nokkrar. Nú stendur yfir vinna við gerð verk- og kostnaðaráætlunar fyrir það verk í samræmi við úttekt á ástandi hússins sem unnin var fyrir nokkrum árum.
Meira

Hafnarvogarhúsið á Hvammstanga komið í listrænan búning

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að á síðasta ári fékk sveitarfélagið styrk úr styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótar Íslands til að setja upp myndavænt auðkenni fyrir sveitarfélagið. Markmið verkefnisins er fegrun umhverfisins en um leið að stuðla að því að gestir taki myndir sem deilt er á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á svæðinu.
Meira

Nína Júlía vann sinn flokk á Unglingalandsmótinu

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Unglingalandsmótið í ár er haldið í Borgarnesi og verður setningarathöfnin haldin í kvöld. Dagskrá mótsins er afar fjölbreytt og keppt er í 18 keppnisgreinum. Ýmiss konar afþreyingar er einnig í boði og skemmtun fyrir alla fjölskylduna en um 1000 ungmenni eru á svæðinu og eru 40 þátttakendur frá UMSS skráðir til leiks og 24 keppendur fyrir hönd USAH. Keppni hófst í golfi í gærkvöldi í frábæru veðri á Hamarsvelli og voru þrír þátttakendur mættir frá UMSS. Fyrsti keppandi mótsins fyrir hönd UMSS gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk og var hin brosmilda og káta Nína Júlía Þórðardóttir þar á ferðinni, frábær árangur hjá henni. 
Meira

Halla Tómasdóttir sett í embætti forseta í dag

Halla Tómasdóttir sór drengskapareið að stjórnarskránni og var sett í embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Embættistakan hófst með helgistund í Dómkirkjunni en að henni lokinni var gengið til athafnar í Alþingishúsinu. Þar lýsti formaður landskjörstjórnar, Kristín Edwald, forsetakjöri áður en drengskaparheit var unnið.
Meira