Eldur í Húnaþingi er eins og Hawaii pizza

Magnús Eðvaldsson ætlar að taka Eld í Húnaþingi með trompi. AÐSEND MYND
Magnús Eðvaldsson ætlar að taka Eld í Húnaþingi með trompi. AÐSEND MYND

Magnús Eðvaldsson býr á Hvammstanga, er að dunda sér við að vera í sumarfríi, en hann stefnir ótrauður á virka þátttöku í Eldi á Húnaþingi. Það er eins gott að hann sé í toppformi því hann ætlar að taka hátíðina með trukki og dýfu!

Hvað ætlar þú að gera á Eldi í Húnaþingi í ár? „Ég ætla að vera virkur þátttakandi í ár eins og undanfarin ár. Byrja á því að keppa á pílumóti á þriðjudaginn, síðan mætir maður í tónlistarbingó á miðvikudaginn. Fimmtudaginn er ég síðan að sjá um stórmót í borðtennis og einnig er ég með brennómót en þetta eru árlegar keppnir þar sem stemmingin er alltaf mikil. Þegar ég verð búinn að stjórna þessu ætla ég á kokteilanámskeið og enda daginn á Melló músika og strengjatríóinu Skófar. Á föstudaginn ætla ég að keppa í liðakeppni í þríþraut, syngja síðan hástöfum í brekkusöngnum og fara á tónleika með Dimmu. Laugardagurinn er sannkallaður stórhátíðarfjölskyldudagur sem hefst við Félagsheimilið en svo er það knattspyrnuveisla sem hefst með fanzone og heldur áfram með stórleik í 2. deildinni hjá Kormáki/Hvöt. Um kvöldið fara allir á ball með Stuðlabandinu.“

Ef Eldur í Húnaþingi hátíðin væri pizza, hvernig pizza væri hún? „Hawaii vegna einmuna veðurblíðu sem verður á hátíðinni í ár eins og undanfarin ár.“

Hvað hefur þér þótt eftirminnilegast á Eldi í Húnaþingi í gegnum árin? „Tónleikarnar í Borgarvirki og svakalegir tónleikar með Jet Black Joe sem voru fyrir nokkrum árum í Félagsheimilinu á Hvammstanga.“

Hvernig lýsirðu hátíðinni í fimm orðum? „Þvílík hamingja og bullandi gleði.“ /óab

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir