V-Húnavatnssýsla

Fríar máltíðir grunnskólabarna – merkur samfélagslegur áfangi | Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að í nýjum kjarapakka er kveðið á um gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum. Sitt sýnist hverjum og rétt að grunnskólinn er á forræði sveitarfélaga svo hvers vegna er ríkið á þáttast um og leggja áherslu á að nemendum á grunnskólaaldri standi til boða hádegsimatur þeim að kostnaðarlausu? Mitt svar er að þar sem hverju barni er skylt að sækja grunnskóla er einboðið að grunnskóladvöl þeirra sé heimilum algerlega að kostnaðarlausu.
Meira

Dagskrá fyrstu daga FNV nú á haustönn

Nú á næstu dögum fara skólarnir að byrja og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er búinn að gefa út upphaf haustannarinnar á heimasíðu sinni fnv.is. Hér að neðan er hægt að nálgast allar upplýsingarnar.
Meira

Veðurspáin full af gráma næstu dagana

Ekki er útlit fyrir að Veðurstofan splæsi á okkur Norðvestlendinga fallegu sumarveðri næstu daga. Það kólnar nokkuð og reikna má með vætutíð en við getum þó huggað okkur við að vindur verður í rólegri kantinum. Miðað við spár þá gæti sést til sólar upp úr miðri viku og þá gæti hitinn farið yfir tíu stig en það verður sennilega skammgóður vermir.
Meira

Nýr verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands

Á vef Markaðsstofu Norðurlands segir að Elín Aradóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands, en starfið var auglýst í sumar. Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Hún kemur til starfa hjá MN um miðjan september.
Meira

Fótboltavöllurinn á leikskólanum Ársölum fær yfirhalningu

Það var orðið löngu tímabært að laga litla fótboltavöllinn á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki því krakkarnir sem þar eru eru mjög duglegir að nota völlinn. Þarna hafa margir ungir og efnilegir krakkar sparkað í sinn fyrsta fótbolta og þó hann fái reglulegt viðhald þá verður hann fljótt holóttur og ljótur þegar blautt er í veðri.
Meira

Ungir og efnilegir félagar úr GSS á Íslandsmóti í höggleik sem byrjar í dag

Gaman er að segja frá því að um helgina eru nokkrir ungir golfiðkendur frá GSS að keppa á Íslandsmóti unglinga í höggleik. Keppt er í nokkrum flokkum og í flokki 12 ára og yngri, sem fram fer á Nesvelli hjá Nesklúbbnum í Reykjavík, keppa þeir Sigurbjörn Darri Pétursson og Brynjar Morgan Brynjarsson og hefja báðir leik nú í morgunsárið. Þeir spila níu holur í dag, laugardag og sunnudag. Þá er Gígja Rós Bjarnadóttir í flokki 13-14 ára stúlkna og mun hefja leik í hádeginu í dag, föstudag, og spilar 18 holur, föstudag, laugardag og sunnudag.
Meira

Þeir fiska sem róa

Á heimasíðunni aflafrettir.is segir að þó að Hafdís SK 4 sé ekki stærsti dragnótabáturinn sem var að róa í júlí þá hafi þeir félagar um borð farið mjög oft út á sjó eða 30 róðra og enduðu þar með aflahæstir þann mánuðinn.
Meira

Úrslit í áttunda móti Esju mótaraðarinnar

Það var óvanalega gott veður sem lék við kylfinga á áttunda móti Esju mótaraðarinnar sem fram fór í gær, miðvikudag, á Hlíðarendavelli. Úrslit mótsins voru þau að í kvennaflokki vann Halldóra Andrésdóttir Cuyler með 33 punkta og í karlaflokki vann Brynjar Morgan Brynjarsson með 39 punkta. Í opna flokknum án forgjafar sigraði svo Anna Karen Hjartardóttir með 33 punkta.
Meira

Bertel Benóný vann Hard Wok mótið sl. þriðjudag

Á þriðjudaginn var fór fram næst síðasta Hard Wok háforgjafarmótið á Hlíðarendavelli í frábæru golfveðri. Þátttakendur voru 24 talsins og þar af voru tíu konur og 14 karlmenn. Sex af þeim sem tóku þátt náðu 19 punktum eða meira sem er frábær árangur.
Meira

„Við erum með fleiri góða íslenska leikmenn“

„ Heilt yfir hef ég verið sáttur. Við höfum átt góðar frammistöður í mörgum leikjum í sumar. Auðvitað hafa einnig komið leikir sem við höfum ekki átt okkar dag eins og gengur og gerist. Stigasöfnunin hefur verið fín en okkur finnst samt að við ættum vera með fleiri stig,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar í 2. deildinni í knattspyrnu. Í spjalli við Feyki segir hann að sem nýliðar í deildinni séu Húnvetningar hinsvegar nokkuð sáttir eins og staðan er núna. „Við þurfum að halda áfram að safna stigum í þeim leikjum sem eftir eru.“
Meira