Samvinna er lykillinn að góðri útkomu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
17.04.2024
kl. 14.01
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra stefna á hópslysaæfingu þann 11. maí næstkomandi. Í gær hittist hluti hópsins í húsnæði Krútt á Blönduósi og æfði viðbragð annars vegar við flugslysi og hins vegar rútuslysi þar sem settar voru upp tvær borðæfingar. Frá því segir á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra að æfingar gærdagsins hafi verið undirbúningur fyrir stóru æfinguna í maí en samvinna er að sjálfsögðu lykilinn að góðri útkomu. „Samhæft viðbragð skilar betri þjónustu til borgaranna,“ segir í færslunni. Feykir forvitnaðist aðeins um æfinguna hjá Ásdísi Ýr Arnardóttur, sérfræðingi hjá LNV.
Meira