Nóg um að vera sl. viku á Hlíðarendavelli
Það hefur verið nóg um að vera á golfvellinum á Króknum sl. viku en Opna Steinullarmótið fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 3. ágúst, 8. Hard Wok háforgjafarmótið var haldið á þriðjudaginn og Esju mótaröðin var haldin í gær, miðvikudag. Það er svo ekkert lát á því í dag fer fram styrktarmót fyrir Önnu Karen og svo er Norðurlandsmótaröðin fyrir ungu kylfingana á sunnudaginn.
á Opna Steinullarmotinu var þátttakan afar góð, 64 kylfingar skráðir til leiks svo uppselt var í mótið. Keppt var í þremur flokkum, með og án forgjafar. Í opnum flokki, punktakeppni með forgjöf voru veitt verðlaun fyrir efstu 10 sætin og röðuðust þau þannig:
-
Hlynur Freyr Einarsson GSS, 40 punktar.
-
Guðmundur Ragnar Sverrisson, Golfklúbbi Brautarholts, 39 pkt.
-
Guðmundur Ragnarsson GSS, 37 punktar
-
Tómas Bjarki Guðmundsson GSS, 36 punktar
-
Dagbjört Sísí EinarsdóttirGSS, 36 punktar
-
Rafn Ingi Rafnsson GSS, 36 punktar
-
Halldóra Andrésdóttir Cuyler GSS, 36 punktar
-
Friðjón Bjarnason GSS, 35 punktar
-
Hafdís Skarphéðinsdóttir GSS, 35 punktar
-
Arnar Skúli Atlason GSS, 35 punktar.
-
Hlynur Freyr Einarsson GSS, 34 punktar
-
Ólafur Auðunn Gylfason GA, 33 punktar
-
Brynjar Örn Guðmundsson GSS, 31 punkt.
-
Dagbjört Sísí Einarsdóttir GSS, 27 punktar
-
Una Karen Guðmundsdóttir GSS, 26 punktar
-
Árný Lilja Árnadóttir GSS, 26 punktar.
Þá var 8. Hard Wok háforgjafarmót haldið á þriðjudaginn í ágætis golfverðri. Þar tóku 25 einstaklingar þátt og voru átta einstaklingar með 20 punkta eða fleiri. Sigurvegari mótsins var Guðlaugur Skúlason með 28 punkta. Við óskum honum til hamingju með sigurinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.