V-Húnavatnssýsla

Myndasyrpa frá Smábæjarleikunum 2021

Smábæjarleikarnir á Blönduósi fóru fram um liðna helgi. Á mótið voru skráðir um 400 krakkar í rúmlega 50 liðum úr 12 félögum, alls staðar af landinu. Mótið tókst afbragðsvel og sáust mikil tilþrif hjá fótboltastjörnum framtíðarinnar.
Meira

Húnvetningar og Skagfirðingar öflugir á Fjórðungsmóti

Í gær lauk flottu Fjórðungsmóti Vesturlands sem haldið var samhliða landssýningu kynbótahrossa í Borgarnesi. Mótið var vel sótt af Húnvetningum og Skagfirðingum sem gerðu gott mót.
Meira

Þjóðleiðir Íslands

Í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikið verið rætt um vegamál og framkvæmdir við þjóðvegi landsins. Þar hefur líklega farið fremstur í flokki háttvirtur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem hreykir sér af þeim framkvæmdum sem í gangi eru í vegakerfi landsins. Ekki hvarflar að mér að draga úr nauðsyn þeirra framkvæmda sem hafnar eru eða ákveðið hefur verið að ráðast í. Hinsvegar eru það þær nauðsynlegu framkvæmdir sem EKKI er verið að sinna sem mig langar að benda á.
Meira

Húnvetningar lutu í gras í uppgjöri toppliðanna

Toppliðin í D-riðli 4. deildar, Vængir Júpiters og Kormákur/Hvöt mættust á Fjölnisvelli í dag en liðin voru jöfn að stigum að loknum átta umferðum í riðlinum. Það var hart barist en eftir að tveir Húnvetningar litu rautt spjald fór svo á endanum að Vængirnir höfðu betur, unnu leikinn 3-2, og tróna nú einir á toppi riðilsins.
Meira

Framboðslisti Miðflokksins í Norðvestur

Miðflokkurinn hefur samþykkt framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi en farið var í uppstillingu. Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson leiða listann en þeir eru sitjandi þingmenn fyrir Miðflokkinn. Fanney Anita Thelmudóttir, lagenemi í Reykjavík er í þriðja sætinu, Ílóna Sif Ásgeirsdóttir, starfsmaður við frístund á Skagastörnd skipar fjórða sætið. 
Meira

Samsýning listamanna í Listakoti Dóru

Í sumar verður önnur samsýning listamanna á Norðurlandi vestra, 13 listamenn úr Skagafirði, Húnavatnshreppi, Reykjavík og Bandaríkjunum. Í fyrra var tekin fyrir þjóðsagan Stúlkan og hrafninn sem er byggð á atburðum sem urðu þegar Skíðastaðaskriða féll 1545. Í ár verður tekin fyrir fæðing fyrsta innfædda Húnvetningsins sem hlaut nafnið Þórdís. Hún fæddist sunnan við Vatnsdalshólana og er svæðið kennt við hana. Hún var dóttir Ingimundar gamla sem nam land í Vatnsdal og saga þeirra er rakin í Vatnsdælu. Svo skemmtilega vill til að einn af listamönnunum á afmæli 26.11 og það eru núna í ár 1126 ár síðan Þórdís fæddist. Listamennirnir nota alls konar tækni og málningu við listköpun sína. Það er gaman að geta þess að það eru þrjú pör af mæðgum í hópnum.
Meira

Fjórðungsmót Vesturlands hefst í vikunni

Fjórðungsmót Vesturlands og Landssýning kynbótahrossa fer fram í Borgarnesi í vikunni sem er að byrja, 7.-11. júlí. Keppt verður í gæðingakeppni, opnum töltkeppnum og 100 metra flugskeiði. Þáttökurétt í gæðingakeppni eiga knapar og hesteigendur af Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Einnig fer fram kynbótasýning á mótinu fyrir hesta af þessu svæði og síðan verður Landssýning Kynbótahrossa þar sem kynbótahross af öllu landinu verða verðlaunuð. Mótið hefst á miðvikudaginn á forkeppnum og síðan verða úrslitin riðin um helgina.
Meira

Siggi Aadnegard með þrennu fyrir toppliðið

Húnvetningar hafa verið á flugi í 4. deildinni og eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum hafa þeir unnið alla leiki síðan. Liðið sem lagði Kormák Hvöt í gras í byrjun tímabils var lið Léttis úr Breiðholti og þeir mættu einmitt á Blönduósvöll í gær í fyrsta leik síðari umferðar D-riðilsins. Húnvetningar voru ekki á þeim buxunum að fella flugið niður því þeir náðu forystunni snemma leiks og sigruðu örugglega 4-1.
Meira

Rafmagnslaust verður í Hrútafirði og Miðfirði fimmtudaginn 01.07.2021 kl 14:00 - 15:00

Rafmagnslaust verður í Hrútafirði milli Reykjarskóla og Laugarbakka á morgunn fimmtudaginn 01.07.2021 frá kl 14:00 til 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528-9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Meira

Íslandsmótið í hestaíþróttum hafið á Hólum

Nú rétt í þessu hófst Íslandsmót ungmenna- og fullorðinna í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal á forkeppni í fjórgangi. Það verður nóg um að vera á Hólum næstu daga þar sem að bestu hestar og knapar landsins munu etja kappi.
Meira