V-Húnavatnssýsla

Áfram hlýtt næstu daga

Veðurstofan gerir ráð fyrir hlýju veðri næstu daga þó hitastigunum sé nú talsvert misskipt milli landshluta eins og vanalega. Mestu hlýindin eru fyrir austan þar sem hitastigið hefur daðrað við 25 gráðurnar. Hér á Norðurlandi vestra fór hitinn yfir 20 gráðurnar í gær, og talsvert hærra á vinalegustu mælitækjunum, en talsverður vindur fylgdi í kaupbæti. Spáin gerir ráð fyrir í kringum 15 stiga hita í dag og fram að helgi en heldur skríða hitatölurnar niður um helgina og nær 10 gráðunum. Svo hitnar væntanlega aftur.
Meira

USVH fagnar 90 ára afmæli

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga, USVH, fagnaði 90 ára afmæli sínu í gær í Kirkjuhvammi á Hvammstanga.
Meira

Bólusetningar í þessari viku hjá HSN á Sauðárkróki

HSN á Sauðárkróki er að bólusetja á miðvikudag seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu Astra 29.apríl eða fyrr. Einnig verður seinni bólusetning hjá þeim sem fengu Pfizer 9.júní eða fyrr. Send hafa verið út boð á þá sem eiga að mæta. Einnig verður bólusett með Jansen þá sem eru 18 ára og eldri, þeir panta sér tíma í síma 432-4236, mikilvægt að þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu, panti sér tíma.
Meira

Sigurlaug Gísladóttir er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi

Uppstillingarnefnd Frjálslynda lýðræðisflokksins hefur skipað tvo nýja oddvita, þau: Sigurlaugu Gísladóttur, verslunarmann í Norðvesturkjördæmi og Guðlaug Hermannsson, framkvæmdastjóra í Suðvesturkjördæmi.
Meira

Haraldur kemur undan feldi og þiggur annað sætið

„Ef einhver vill vita. Annars er verið að slá í dag.“ skrifar Haraldur Benediktsson á Facebook-síðu sína í dag og deilir frétt Skessuhorns um að hann ætli að þiggja 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar sem fram fara í haust. Eins og áður hefur komið fram laut Haraldur í lægra haldi fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur um efsta sæti listans og tók hann sér nokkra daga til að íhuga hvort hann sætti sig við sætaskiptin.
Meira

Stórsigur Húnvetninga á Eyfirðingum og toppsætinu náð

Kormákur/Hvöt tók á móti liði Samherja úr Eyjafirði í gær í sjöundu umferð D-riðils fjórðu deildar karla. Eyfirðingar sáu aldrei til sólar í leiknum og sigruðu Húnvetningar leikinn með sjö mörkum gegn engu.
Meira

Allar Covid-19 samkomutakmarkanir falla úr gildi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að allar takmarkanir á samkomum innanlands falli úr gildi á miðnætti í kvöld. Í því felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana.
Meira

5,8 milljónir til viðhalds afrétta- og fjallvega í Húnaþingi vestra

Vegagerðin hefur samþykkt að úthluta svf. Húnaþingi vestra 4.000.000 króna til viðhalds á styrkvegum í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið hafði áður samþykkt að veita 1.800.000 krónur til styrkvega og eru því 5.800.000 krónur til úthlutunar fyrir árið 2021.
Meira

Rýkur upp með suðvestan stormi eða roki

Búist er við vaxandi hvassviðri á Norðurlandi og Vestfjörðum í kvöld og nótt og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun vegna þess fyrir morgundaginn og fram á laugardagsmorgun. Í athugasemd veðurfræðings segir að ekkert ferðaveður verði fyrir ferðahýsi eða húsbíla og einnig geti verið mjög erfitt að vera í tjaldi í slíkum vindi.
Meira

Byggðastofnun tekur við eftirliti með póstþjónustu

Alþingi samþykkti á dögunum breytingar á lögum til að færa eftirlit með póstþjónustu til Byggðastofnunar með það að markmiði að tryggja skilvirka þjónustu um allt land. Byggðastofnun tekur formlega við málaflokknum 1. nóvember nk.
Meira