V-Húnavatnssýsla

Ragnhildur sigraði Söngkeppnina á Menningarkvöldi NFNV

Menningarkvöld NFNV var haldið sl. föstudagskvöld í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mikill metnaður var settur í að gera kvöldið sem allra flottast. Ekki verður hægt að segja að veðrið hafi verið með nemendum í liði þetta kvöld, því veturinn skall á með látum og víða óveður og vetrarfæri sem setti þó ekki meira strik í reikninginn en það að rétt tæplega tvöhundruð manns létu veðrið ekki stoppa sig.
Meira

Börn á Íslandi, best í heimi!

Ef marka má tímann sem fer í samfélagsumræðu fullorðins fólks um aðstæður, líf og framtíð barna og ungmenna mætti ætla að börn hefðu aldrei haft það betra og að það að vinna með börnum og ungmennum séu mikilvægustu störf þjóðarinnar. Að vera foreldri og sinna fjölskyldulífi með börnum og ungmennum sé sannkallað virðingarhlutverk en ekki baggi á atvinnulífinu sem þurfi að leysa á sem ódýrastan hátt.
Meira

Íbúar voru duglegir að taka þátt í að móta nýja Sóknaráætlun

Á Haustþingi SSNV var kynnt til sögunnar ný Sóknaráætlun Norðurlands vestra og hún samþykkt af fundarmönnum. Feykir forvitnaðist um nýja sóknaráætlun hjá Katrínu M. Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra SSNV og byrjaði á því að spyrja hvað sóknaráætlun sé og hvernig hún gagnist svæðinu.
Meira

Heilbrigðisþjónusta – þéttum raðirnar og þjónustuna | Frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins

Norðvesturkjördæmi er víðfeðmt og aðstæður ólíkar eftir svæðum, legu og íbúafjölda. Um allt kjördæmi er heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir starf sitt og geislar af metnaði og fagmennsku. En það eru holur í heilbrigðiskerfinu í kjördæminu okkar líkt og í vegakerfinu og heilbrigðisþjónustuna þarf að reyna að jafna eftir megni þannig að íbúar og þeir sem á viðkomandi svæði dvelja um lengri eða skemmri tíma upplifi sig öruggari.
Meira

Lögum grunninn | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálumþar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu.
Meira

Búsetutengd mismunun í heilbrigðisþjónustu, í boði einkavæðingar og heilbrigðisráðherra Framsóknar

Búsetutengdur munur á notkun þjónustu sérgreinalækna er mjög mikill. Íbúar dreifbýlis nota þjónustuna mun minna en höfuðborgarbúar og íbúar Vestfjarða og Austfjarða minnst allra, nefnilega þrisvar sinnum minna en höfuðborgarbúar. Lýðheilsuvísar benda ekki til þess að íbúar í dreifbýli séu heilsubetri en höfuðborgarbúar. Nærtæk skýring á þessum mun er að kaupandi þjónustunnar, ríkið, lætur sig engu varða hvar þjónustan er veitt og hún hefur nær öll byggst upp í Reykjavík.
Meira

Átt þú mynd sem færi fallega á forsíðu JólaFeykis?

Það styttist í að JólaFeykir komi út og nú auglýsum við eftir mynd á forsíðu líkt og í fyrra. Ljósmyndarar þurfa að hafa snör handtök því það er aðeins vika til stefnu. Við leitum að mynd sem tengja má jólum, aðventu eða bara fallegri vetrarstemningu.
Meira

Súsanna Guðlaug valin í unglingalandsliðið í frjálsum

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt nýtt unglingalandslið 15-19 ára fyrir tímabilið 2024-2025 og hafa 60 einstaklingar náð þessum frábæra árangri. Unglingalandsliðið er valið út frá árangri á utanhúss tímabilinu 2024 og eru skilgreind lágmörk í hverri grein og aldursflokki. Einn Skagfirðingur er kominn inn í unglingalandsliðið í ár en það er hún Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir, með árangurinn 1,57 m í hástökki og 12.90 sek. í 80m grind.
Meira

easyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í gær að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust.
Meira

Vetrarveður ríkir á Norðurlandi vestra

Enn er leiðinda vetrarveður, éljagangur og stífur norðanvindur á Sauðárkróki. Veðurstofan gefur reyndar til kynna að nú sé norðvestan 1 m/sek á Alexandersflugvelli en það er nú í það minnsta 10 m/sek á Króknum en það er vel þekkt að norðvestanáttin er leiðinleg hérna megin Tindastólsins. Gert er ráð fyrir því að vindur snúist í norðaustan eftir hádegi og þá vænkast væntanlega veðurhagur Króksara í það minnsta.
Meira