V-Húnavatnssýsla

Skattaskil til 14. mars

Á vefnum skatturinn.is segir að opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2025, vegna tekna 2024, á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 14. mars. Allar helstu upplýsingar eru foráritaðar inn á framtalið og því fljótlegt og auðvelt að yfirfara upplýsingar, bæta við ef eitthvað vantar og staðfesta að lokum.
Meira

Glitrum saman – nýsköpun í heilbrigðisþjónustu fyrir einstök börn á landsbyggðinni | Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir skrifar

Dagur einstakra barna minnir okkur á mikilvægi þess að skapa jöfn tækifæri fyrir öll börn, óháð búsetu. Málefnið er mér sérstaklega hugleikið þar sem ég á sjálf einstaka stelpu sem hefur kennt mér ómetanlega mikið og gefið mér tækifæri til að sjá lífið frá nýju sjónarhorni.
Meira

Endurgerð Skjólsins á Blönduósi kostaði tæpar 56 milljónir

Á fréttavefnum Húni.is segir að endurgerð á Skjólinu, sem fram fór á síðasta ári, kostaði tæpar 56 milljónir króna, samkvæmt samantekt sem lögð var fram á fundi byggðarráðs Húnabyggðar þann 26. febrúar. Skjólið er félagsmiðstöð fyrir ungmenni í Húnabyggð og er til húsa á efri hæðinni í Félagsheimilinu á Blönduósi. Öll efri hæðin var tekin í gegn og endurbygg, en þó er eftir er að skipta um glugga á vesturhlið hússins. Þá var lyfta sett í húsið til að tryggja aðgengi fyrir alla og þakið var einangrað að utan og klætt.
Meira

Opið fyrir umsóknir í Barnamenningarsjóð Íslands

Barnameningarsjóður Íslands er fyrir listafólk, félagasamtök og aðra lögaðila sem sinna menningarstarfi fyrir börn og ungmenni í samræmi við opinbera menningarstefnu. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru með virkri þátttöku barna og/eða fyrir börn. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 þann 4. apríl 2025.
Meira

Fimm boltaleikir á þremur dögum

Boltaíþróttafólk á Norðurlandi vestra stendur í stórræðum þessa helgi en meistaraflokkar liðanna spila fimm leiki og erum við þá að tala um fótbolta og körfubolta. Karlalið Tindastóls, sem trónir á toppi Bónus deildar karla í körfunni, hefur veisluna á Álftanesi í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður væntanlega gerð góð skil á Stöð2Sport.
Meira

Söfnin á Norðurlandi vestra fengu rúmar 17 milljónir í styrki frá Safnaráði

Úthlutun úr Safnasjóði fór fram í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands við hátíðlega athöfn þann 14. febrúar 2025 að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum. Byggðasafn Skagfirðinga, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna sem og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi fengu öll styrki en það var Logi Einarsson menningarráðherra með meiru sem ávarpaði gesti og úthlutaði 129 styrkjum.
Meira

Gul verðurviðvörun fyrir aðfaranótt föstudags

Veðrið hefur verið með besta móti síðustu tvær vikur með örfáum undantekningum sem vart eru þess virði að ástæða sé til að minnast á. Veðurstofan hefur nú skellt gulri veðurviðvörun á Strandir og Norðurland vestra frá og með miðnætti. Í dag verður veðrið að mestu stillt og gott, hiti í kringum frostmark, en þegar líður að miðnætti eykst sunnanáttinn, fyrst vestast á svæðinu en færist síðan austur yfir þegar líður á nóttina.
Meira

Króksbíó sýnir myndina SIGURVILJI... í kvöld

Sigurvilji er íslensk heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara og verður hún sýnd í kvöld, fimmtudaginn 26. febrúar, í Króksbíói kl. 20:00. Þeir sem vilja panta miða á myndina er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðunni Króksbíós.
Meira

Ráðherra í hlekkjum hugarfarsins | Gunnlaugur Sighvatsson skrifar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra skrifaði pistil í Morgunblaðið fyrir stuttu þar sem hún tilkynnti að hún muni á næstunni leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða í því skyni að auka á gagnsæi eigna- og stjórnunartengsla í sjávarútvegi, breyta reglum um hámarkshlutdeild og þrengja skilgreiningar um yfirráð og tengda aðila. Hún byrjaði grein sína á að vitna til sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar og gat maður ekki skilið þann inngang öðruvísi en að þar væru komin helstu rökin fyrir að grípa þyrfti til aðgerða
Meira

Bíósýningar vikunnar í Króksbíói

Það geta ekki öll bæjarfélög státað sig af því að boðið sé upp á bíósýningar nokkrum sinnum í viku en það er hinsvegar reyndin á Króknum. Alla jafna birtast bíóauglýsingarnar í Sjónhorni vikunnar sem kemur út alla miðvikudaga. En því miður uðru þau leiðu mistök þessa vikuna að auglýsingin fyrir bíóið birtist ekki í prentútgáfu Sjónhornsins en er í rafræna eintakinu.
Meira