V-Húnavatnssýsla

Skorað á sveitarstjórnarfólk að vanda orðræðu um kennara og skólastarf

Áskorun var send til sveitastjóra á Norðurlandi vestra frá fulltrúm kennara og stjórnenda þar sem skorað er á sveitarstjórnarfólk að vanda orðræðu sína um kennara og skólastarf, jafnt á opinberum vettvangi sem annars staðar, og leggi sig inn í skólamál og starfsumhverfi skólanna. 
Meira

Söfnun á lífrænum úrgangi frá landbúnaði | Einar E. Einarsson skrifar

Mig langar að setja á blað nokkur orð um þá þjónustu sem er í boði í Skagafirði á söfnun sjálfdauðra dýra frá búrekstri til að útskýra hvaða sjónarmið liggja að baki núverandi fyrirkomulagi og áformum um breytingar á því.
Meira

Hegðaði sér eins og einræðisherra | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar.
Meira

Er sumarið loksins komið?

Um síðustu helgi var skipt úr sumri yfir í vetur á almanakinu. Ríkjandi veðurguð virðist hins vegar hafa nokkuð gaman að því að fikta í styllingum, eins og barn sem fær að sitja frammí í fyrsta skipti, þannig að eftir frekar kalda viku er nú skipt yfir í sunnanátt og rigningu – í það minnsta í dag og reyndar gerir Veðurstofan ráð fyrir sæmilegasta hita út vikuna miðað við árstíma.
Meira

Syndum saman í kringum Ísland

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1.-30. nóvember 2024. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þeir sem eiga notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn.
Meira

Eyjólfur Ármannsson í oddvitasæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi

Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður og lögfræðingur, mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrum alþingismaður, skipar 2. sæti listans og Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, skipar 3. sætið.
Meira

Nú skiptir Feykir.is yfir í læstar fréttir

Eins og nefnt var í leiðara Feykis í síðustu viku þá hefur verið ákveðið að loka fyrir ókeypis aðgang að megninu af fréttum og öðru efni sem hingað til hefur staðið öllum opið á Feykir.is. Eru lesendur hvattir til að styrkja útgáfuna og gerast rafrænir áskrifendur.
Meira

Framsókn í farsæld | Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Nú eftir dramatísk stjórnarslit er blásið til kosninga til Alþingis eftir þriggja ára kjörtímabil. Við í Framsókn göngum til kosninga af jákvæðni og bjartsýni. Jákvæð af því að við höfum góða sögu að segja. Bjartsýn því við sjáum að við erum á réttri leið út úr efnahagslægð síðustu missera og áfalla. Við höldum áfram og segjum „þetta er allt að koma!“ Það er vegna þess að við höfum verkfæri og hæfni til að standa við þau orð.
Meira

Mjög skiljanleg umræða um EES | Hjörtur J. Guðmundsson

Vaxandi umræða um það hvort rétt sé fyrir okkur Íslendinga að vera áfram aðilar að EES-samningnum er afar skiljanleg þó Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, telji hana óskiljanlega samanber pistill hennar í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún hélt því enn fremur meðal annars fram að án samningsins færum við aftur í torfkofana. Eða eins og hún kaus að orða það: „Eins og það sé einhver glóra í því fyrir þjóð sem á allt sitt undir viðskiptum við önnur lönd að forða sér aftur inn í torfkofana.“
Meira

„Skemmtilegast finnst mér að setja saman mynstur og gera eins og mér hentar“

Una Aldís býr á Hólaveginum á Króknum, er gift Stefáni Guðmundssyni og eiga þau þrjá syni. Tveir eru farnir suður í háskóla en sá yngsti enn heima. Una vinnur hjá KPMG, spilar blak með Krækjum og mætir eldsnemma í ræktina 550 með hinum morgunhönunum.
Meira