Verkfallsbroti mótmælt við leikskólann Ársali á Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
29.10.2024
kl. 10.15
Á miðnætti hófust verkföll í níu skólum á landinu en kennarar eiga nú í samningaviðræðum við samninganefnd sveitarfélaganna um bætt kjör en þar hefur lítið þokast að því er virðist. Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki er einn þessara níu skóla en það var ljóst í gær að sveitarfélagið Skagafjörður ætlaði ekki að virða viðmiðunarreglur KÍ þegar gefið var út að Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki ætti að vera opinn og lágmarksstarfsemi ætti að vera í leikskólanum. Leikskólakennarar í Ársölum, kennarar í Lundaskóla á Akureyri og Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, voru mætt fyrir utan Ársali í morgun til að mótmæla því að leikskólinn yrði opinn.
Meira