V-Húnavatnssýsla

Ísland spilar í Póllandi á EuroBasket í haust

Körfuknattleikssambönd Íslands og Póllands hafa náð samkomulagi um að Ísland spili í Póllandi á EuroBasket í haust og hefur FIBA Europe samþykkt það samkomulag. EuroBasket í haust fer fram í fjórum löndum Póllandi, Lettlandi, Finnlandi og Kýpur en löndin eru samtals 24 sem keppa á EuroBasket á fjögurra ára fresti. Þessi lönd gátu svo samið við eina þjóð um að vera með þeim í riðli áður en dregið verður í riðla 27. mars. Finnland samdi við Litháen, Lettland við Eistland og Kýpur við Grikkland.
Meira

SSNV fékk fulltrúa stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál í heimsókn

Miðvikudaginn 26. febrúar síðastliðinn heimsóttu fulltrúar stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál ásamt fulltrúum Byggðastofnunar starfsmenn SSNV á Hvammstanga. Fundurinn var gagnlegur og var fjallað um margvísleg málefni sem tengjast uppbyggingu og þróun svæðisins.
Meira

Níu umferðarslys tilkynnt til lögreglu í febrúar

Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði í nógu að snúast í febrúar eins og í janúar og var málafjöldi þessara mánaða áþekkur eða á fimmta hundrað mál. Veður hafði nokkur áhrif á verkefni lögreglunnar að þessu sinni enda nokkuð byljótt tíðin. Þá var bæði tilkynnt um foktjón sem og ófærð víða.
Meira

Anna Hulda djákni ráðin í hlutastarf í Skagafjarðarprestakalli

Á Facebook-síðunni Kirkjan í Skagafirði segir að Anna Hulda Júlíusdóttir hafi verið ráðin í hlutastarf í Skagafjarðarprestakalli. Anna Hulda hefur víðtæka reynslu af kirkjustarfi og sálgæslu. Hún er mörgum Skagfirðingum af góðu kunn eftir að hafa starfað á Löngumýri, þar sem hún m.a. veitti orlofsbúðum eldri borgara forstöðu. Hún var vígð til þjónustu við orlofsbúðirnar á Löngumýri þann 1. mars árið 2020. Síðasta ár vann hún í sálgæsluteymi Landsspítala háskólasjúkrahúss.
Meira

Fimm verkefni á Norðurlandi vestra fengu styrki úr Lýðheilsusjóði

Alma B. Möller heilbrigðisráðherra úthlutaði sl. föstudag styrkjum úr Lýðheilsussjóði fyrir árið 2025. Alls voru 98 milljónir til úthlutunar sem öll miða að því að efla lýðheilsu. Fimm verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki, fjögur þeirra í Húnaþingi vestra og eitt í Skagafirði.
Meira

Dansskóli Menningarfélags Húnaþings vestra á heimsmeistaramót í dansi

Dansskóli Menningarfélags Húnaþings vestra átti glæsilega frammistöðu í undankeppni Dance World Cup sem haldin var á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu helgina 21.-23. febrúar. Danshópur skólans hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki, sem tryggir hópnum sæti á heimsmeistaramótinu í dansi, Dance World Cup, sem fram fer á Spáni í byrjun júlí, segir á vef ssnv.is. 
Meira

Takk fyrir okkur Norðurland vestra | María Rut Kristinsdóttir skrifar

Vetur konungur fer brátt að kveðja þó að snjó kyngi enn niður og hylur holur í vegum víða um land. Við urðum þess vör í liðinni viku þegar nýr og stærri þingflokkur Viðreisnar lagði land undir fót í rútu um Norðvesturkjördæmi. Við höfðum það að leiðarljósi að hlusta á landsmenn, eiga samtal í augnhæð og kynnast því sem liggur fólki á hjarta.
Meira

Engin sláturtíð og 23 sagt upp hjá SAH afurðum á Blönduósi

Á vef SAH Afurða segir að engu sauðfé verði slátrað í sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi næsta haust. Ákvörðunin tengist nauðsynlegri hagræðingu í rekstri Kjarnafæðis Norðlenska. Þar segir að rekstur félagsins hafi verið þungur árið 2024, meðal annars vegna mikilla kostnaðarhækkana. Rík þörf sé á hagræðingu ef hægt eigi að vera að halda áfram á þeirri vegferð að bjóða neytendum vörur á samkeppnishæfu verði á sama tíma og verð til bænda þróist með ásættanlegum hætti. 
Meira

Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum?

Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
Meira

Hvaða framúrskarandi menningarverkefni hlýtur Eyrarrósina 2025?

Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair auglýsa nú í nítjánda sinn eftir umsóknum um Eyrarrósina, viðurkenningu sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni í landsbyggðunum. Horft er til þess að verkefnið hafi fest sig í sessi, verið starfrækt í yfir þrjú ár og hafi áhrif á menningarlíf á sínu landssvæði. Umsóknarfrestur um Eyrarrósina og hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar er til kl. 16:00 mánudaginn 24. mars
Meira