V-Húnavatnssýsla

Króksbíó sýnir myndina CAPTAIN AMERICA - Brave new world í kvöld

CAPTAIN AMERICA: Brave new world verður sýnd í kvöld mánudaginn 3. mars, í Króksbíói kl. 20:00. Þeir sem vilja panta miða á myndina er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðu Króksbíós.
Meira

Deildarfundir hjá Kaupfélagi Skagfirðinga

Deildarfundir eftirtalinna félagsdeilda Kaupfélags Skagfirðinga verða haldnir sem hér segir:
Meira

Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins er einn fjórði Húnvetningur

Sjálfstæðismenn halda nú sinn 45. landsfund í Laugardalshöllinni í Reykjavík og þar lauk í hádeginu formannskjöri flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr formaður Sjálfstæðisflokksins en hún hafði betur í hnífjafnri kosningu gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Aðeins munaði 19 atkvæðum á þeim stöllum en alls skiluðu 1.858 manns atkvæðaseðli í kosningunni.
Meira

Ekkert ferðaveður í kortunum

Það gengur á með éljum á Norðurlandi vestra og veðurspáin gerir ráð fyrir vetrarveðri með snjókomu og stífum vindi næstu tvo sólarhringana eða svo. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra frá kl. 23 í kvöld sem stendur til kl. 6 í fyrramálið en þá tekur við gul viðvörun eitthvað fram eftir morgni. Holtavörðuheiði er lokuð sem stendur og óvíst hvenær hún verður opnuð aftur..
Meira

Króksbíó sýnir myndina ÞEGAR JÖRÐIN SPRAKK Í LOFT UPP í dag

ÞEGAR JÖRÐIN SPRAKK Í LOFT UPP verður sýnd í dag, sunnudaginn 2. mars, í Króksbíói kl. 15:00 með Íslensku tali. Þeir sem vilja panta miða á myndina er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðu Króksbíós.
Meira

Lið Húnvetninga reyndist rjómabollan sem lið KV gleypti í dag

Það var tímamótaleikur í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem lið KV og Kormáks/Hvatar leiddu sína gæðinga saman í fyrsta skipti á KR-vellinum. Svo virðist sem vallaraðstæður og heimavöllurinn hafi hentað liði Knattspyrnufélags Vesturbæjar betur en norðanmönnum því leikurinn endaði 8-1.
Meira

Höskuldur með lægsta númerið hjá lögreglunni

Í dag, 1. mars 2025, verða þau merku tímamót að Blönduósingurinn Höskuldur B. Erlingsson, aðalvarðstjóri Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, er sá lögreglumaður á Íslandi sem er með lægsta lögreglunúmerið en hann er númer 8203. Sagt er frá þessu á Facebook-síður LNV.
Meira

HVAR ER BEST AÐ BÚA?| Hugleiðing Arnars Más forstjóra Byggðastofnunar

Ég hef heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og kynnst ágætlega fjölbreytileika þeirra. Flestir telja sig eiga besta bakarí á Íslandi, allmargir bestu sundlaugina og allir fallegustu sveitina. Líklega hafa allir rétt fyrir sér, enda þykir hverjum sinn fugl fagur. Það er hins vegar áhugavert að rýna þetta aðeins nánar. Hvar er virkilega best að búa og hvernig getum við mælt það?
Meira

„Vildi alltaf vera meira með pabba úti að stússast í kringum kindurnar“

Henný Rósa Aðalsteinsdóttir býr á Blönduósi með sambýlismanni og þrem köttum. Henný á tvo drengi sem búa í Keflavík með pabba sínum. Henný er fædd og uppalin á Jökuldal fyrir austan og var í skóla í Skjöldólfsstaðaskóla. Henný vinnur við félagsstarf aldraðra og öryrkja og fer í einstaka heimsóknir fyrir félagsþjónustu til að rjúfa félagslega einangrun hjá fólki.
Meira

Digur- og látúnsbarkar | Leiðari 8. tbl. Feykis

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Donald John Trump hefur að nýju tekið við völdum í Bandaríkjunum enda virðist það vera eitt helsta markmið hans að allir, hvort sem það eru nú andstæðingar hans í Demókrataflokknum, stríðshrjáðir Úkraínumenn, allir þeir sem ekki telja sig karl eða konu að ógleymd-um Grænlendingum, viti að það er kominn nýr sópur í Hvíta húsið og hann gerir það sem honum dettur í hug – sama hversu fjarstæðukennt, ólýðræðislegt og grunnhyggið það er.
Meira