V-Húnavatnssýsla

Breyting á talmeinaþjónustu í Húnaþingi vestra

Þann 1. apríl 2025 verður breyting á talmeinaþjónustu í Húnaþingi vestra, þetta kemur fram á vef þeirra hunathing.is. Hingað til hefur Tappa séð um fjarþjónustu í gegnum tölvu en eftir 1. apríl mun Brynhildur Þöll Steinarsdóttir talmeinafræðingur sjá um þjónustu, greiningar og gerð þjálfunaráætlana fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra.
Meira

Katrín segir upp sem framkvæmdastjóri SSNV

Í fundargerð SSNV frá 11. mars síðastliðnum kemur fram að Katrín M Guðjónsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri SSNV í um það bil tvö og hálft ár, hefur lagt fram uppsögn á starfi sínu með ósk um að láta að störfum hið fyrsta. Stjórn SSNV þakkaði Katrínu fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna og samfélagsins alls og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
Meira

Stólastúlkur með sigur í síðustu umferð Lengjubikarsins

„Við erum mjög ánægð með leikinn í gær heilt yfir. Fylkir féll í fyrra og hefur misst nokkra öfluga leikmenn en voru þó með hörku leikmenn i gær og úr varð mjög flottur leikur,“ sagði Donni þjálfari Sigurðsson þegar Feykir spurði hann hvað honum hefði fundist um leikinn en lið Tindastóls bar sigurorð af Fylki í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikarsins á sunnudaginn. Lokatölur 2-0.
Meira

Það er sjö stiga hiti í veðurkortunum

Það er ekki ólíklegt að flestir aðrir en skíðavinir gleðjist yfir veðurspánni næstu daga. Það eru vorhlýindi í kortunum og stöðugleikinn svo einstakur að sumir gætu jafnvel haldið að vefur Veðurstofunnar væri bilaður – þannig er til dæmis spáð sjö stiga hita á hádegi á Sauðárkróki næstu fimm daga eða alveg fram á fimmtudag hið minnsta.
Meira

Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni framundan

Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni verður haldið í Svaðastaðahöllinni 22.mars næstkomandi kl 10:00. Keppt verður í Tölti og skeiði.
Meira

Selaskoðun í sýndarveruleika

Brátt verður hægt að skoða íslenska seli í sínum náttúrulegu heimkynnum í sýndarveruleikagleraugum. Frá þessu er sagt í frétt á Rúv.is en Selasetur Íslands á Hvammstanga vill auka sjálfbærni í selaskoðun og minnka áreiti fyrir dýrin.
Meira

Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna á Hólum 2026

Stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer að Hólum í Hjaltadal í 5.-12. júlí 2026, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins.
Meira

Auglýst eftir umsóknum í Hátíðarpottinn

Hátíðapotturinn er stuðningur fyrir íslenskar tónlistarhátíðir til þess að bjóða erlendum blaðamönnum til landsins með það að markmiði að koma íslenskum tónlistarhátíðum og tónlist á framfæri og efla alþjóðleg tengsl. Auk blaðamanna geta hátíðir einnig sótt um fyrir þátttöku listrænna stjórnenda eða annarra lykilaðila ef það þjónar því markmiði að koma íslenskri tónlistarmenningu á framfæri.
Meira

Húnaþing vestra úthlutar úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði

Á 1237. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sem haldinn var 10. febrúar sl. var úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði. Alls bárust sex umsóknir og sótt var um alls kr. 8.470.000. Til úthlutunar voru kr. 2.500.000 sem er hækkun um 500 þúsund frá fyrra ári.
Meira

Sláturhús | Guðrún Lárusdóttir bóndi skrifar

Þessa dagana er deilt um hvort eigi og megi hagræða í slátrun sauðfjár og nautgripa á Íslandi. Síðustu ár hefur verið rekin slátrun fyrir sauðfé í fimm sláturhúsum á Norðurlandi og nautgripum slátrað í fjórum sláturhúsum. Það er því augljóst að tækifæri eru fyrir hendi til að hagræða í slátrun á svæðinu, bændum og neytendum til hagsbóta.
Meira