V-Húnavatnssýsla

Sparibaukur ríkisins gildnaði á föstudaginn

Lögreglan á Norðurlandi vestra var á glannaveiðum nú á föstudaginn og fiskaði betur en vonir stóðu til. Í færslu á Facebook-síðu LNV segir að í Húnavatnssýslum einum hafi verið höfð afskipti af 30 ökumönnum vegna hraðaksturs en algengur hraði var 110-120. Þó nokkrir mældust á 130 eða hraðar.
Meira

Þegar Jörðin sprakk í loft upp...

Feykir óskar konum til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er einmitt í dag, 8. mars. Ætli það séu einhverjir karlar sem hugsa með eftirsjá til eldri tíma þegar karlar röðuðu sér í öll helstu embætti þjóða heimsins? Vonandi eru þeir ekki margir en ekki verður annað sagt en að nú er þessu öfugt farið, í það minnsta hér á Íslandi.
Meira

Ákvörðun um lokun á Blönduósi er endanleg

Húnahornið segir frá því að ákvörðun um lokun sláturhúss Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi sé endanleg og að henni verði ekki snúið við. Fram kemur að starfseminni í núverandi mynd verðu hætt en að það muni taka einhvern tíma að leggja hana niður endanlega.
Meira

Lóan er komin! segir á vef SSNV

Því miður þá erum við ekki að tala um lóu fuglinn heldur er búið að opna fyrir umsóknir í Lóu sjóðinn sem er nýsköpunarstyrkur fyrir landsbyggðina. Þessi styrkur hefur það hlutverk að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Styrkjunum er aðeins úthlutað til verkefna utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.
Meira

Benni hættir með kvennalandsliðið

Á heimasíðu kki.is segir að Benedikt Guðmundsson hefur lokið störfum sem aðalþjálfari A landsliðs kvenna. Benedikt tók við landsliðinu í mars 2019 og á þessum tíma stýrði hann liðinu í 27 leikjum og unnust sex af þeim. Á þessum tíma fór liðið í gegnum kynslóðaskipti og gerði Benedikt virkilega vel í að setja saman spennandi hóp sem fór vaxandi með hverjum leiknum.
Meira

Grásleppan úr kvóta! | Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir þá grásleppusjómenn sem hafa verið að fjárfesta í greininni undanfarin ár. Ætla sér að stunda veiðar til framtíðar en ekki braska með veiðiheimildir og selja sig út úr greininni.
Meira

Kjarnafæði Norðlenska og KS fengu bréf frá Samkeppniseftirlitinu

Samkeppniseftirlitið hefur í kjölfar uppsagna 23 starfsmanna SAH Afurða á Blönduósi sent Kjarnafæði Norðlenska og Kaupfélagi Skagfirðinga bréf þar sem velt er upp hvort uppsagnirnar séu liður í samruna félaganna. Lögin sem gerðu KS kleift að kaupa Kjarnafæði Norðlenska voru í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd ólögleg í nóvember sl., og setti það söluna í uppnám, en í framhaldi af því beindi Samkeppniseftirlitið því til afurðastöðva að stöðva aðgerðir sem tengdust m.a. samrunum.
Meira

Stöndum með Blönduósi | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Það voru alvarleg tíðindi sem bárust út atvinnulífi Blönduós og nærsveita fyrir helgi þar sem Kjarnafæði Norðlenska tilkynnti að ekki yrði slátrað á Blönduósi næsta haust og að 23 af 28 starfsmönnum fyrirtækisins hefði verið sagt upp.
Meira

Líf og fjör á öskudegi

Dagarnir sem lýsa upp skammdegið eru senn á enda. Við erum að sjálfsögðu að tala um bolludag, sprengidag og öskudag. Það verður reyndar að viðurkennast að það er til fólk sem er bara alls ekki hrifið af þessum dögum. En yngstu kynslóðirnar eru nú jafnan nokkuð sáttar við öskudaginn og hann var einmitt í dag.
Meira

Yfirlýsing Húnabyggðar í kjölfar uppsagna hjá Kjarnafæði Norðlenska

Í kjölfar þess að Kjarnafæði Norðlenska hafa ákveðið að segja upp 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni hjá SAH-afurðum á Blönduósi hefur sveitarstjórn Húnabyggðar sent frá sér yfirlýsingu. Þar segir m.a. að ábyrgð sveitarstjórnar snúi að íbúum sveitarfélagsins og þeirra vellíðan. „...og ef það er eitthvað sem við getum gert þá munum [við] reyna hvað við getum til að finna lausnir og aðferðir til að hjálpa því fólki sem misst hefur vinnuna.“
Meira