V-Húnavatnssýsla

Árnar þagna sýnd á Blönduósi í kvöld

Í kvöld verður ný heimildarmynd Króksarans Óskars Páls Sveinssonar, Árnar þagna, sýnd á Blönduósi. Myndin fjallar um áhrif sjókvíaeldis á lax og lífríki „og afkomu fjölskyldna í sveitum Íslands og Noregs sem hafa byggt lífsafkomu sína á hlunnindum af sjálfbærum stangveiðum í margar kynslóðir,“ segir í tilkynningu frá framleiðendum. Eftir sýningu verða umræður með frambjóðendum og kjósendum um efni myndarinnar.
Meira

Samgöngur eru heilbrigðismál | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för. Fyrsta hjálp getur skipt sköpum. Fyrir fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt öruggum samgöngum, traustum fjarskiptum og fjölbreyttum atvinnutækifærum grundvallaratriði.
Meira

SSNV leitar að verkefnastjóra farsældar á Norðurlandi vestra.

Auglýst er til umsóknar nýtt starf verkefnastjóra farsældar á Norðurlandi vestra. Um er að ræða starf til tveggja ára sem ætlað er að vinna að markmiðum samnings SSNV við ráðuneyti mennta- og barnamála.
Meira

Ný glæsileg aðstaða AST tekin í notkun á Sauðárkróki

Föstudaginn 8. nóvember opnaði lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, í samvinnu við almannavarnanefndir Húnavatnssýslna og Skagafjarðar, formlega nýja aðgerðastjórnstöð almannavarna (AST ) að Borgarflöt 1 á Sauðárkróki.
Meira

Vilja miklu stærra bákn

Mjög sérstakt er að sjá forystumenn Viðreisnar og aðra frambjóðendur flokksins gagnrýna umfang íslenzku stjórnsýslunnar og segjast vilja minnka báknið á sama tíma og helzta stefnumál flokksins, sem öll önnur stefnumál hans taka í raun mið af, er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem telur stjórnsýsluna hér á landi þvert á móti allt of litla til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja inngöngu í sambandið. Þá er ekki beinlínis hægt að segja að áralöng vera Viðreisnar í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hafi leitt til þess að dregið hafi verið út bákninu þar á bæ. Þvert á móti hefur mikil útþensla átt sér stað.
Meira

Beint millilandaflug til Norðurlands: Lykill að fjölbreyttari og stöðugri ferðaþjónustu

Nýlega komu fyrstu flug easyJet frá London annars vegar og Manchester hinsvegar beint á Akureyrarflugvöll, flogið verður tvisvar í viku út mars. Þetta skiptir ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu gríðarlegu máli. Skagafjörður hefur alla möguleiki á að vera vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn, hér eru fjölbreyttir útivistarmöguleikar, mikil saga og menning, fjöldi safna og sýninga, og náttúrufegurð allan ársins hring.
Meira

Ert þú með hugmynd að áhersluverkefni fyrir árið 2025?

SSNV auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2025. Áhersluverkefni eru hluti af Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2025-2029 og eru skv. samningi um sóknaráætlanir: „verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna“.
Meira

Fyrsta vél easyJet frá Manchester lenti á Akureyri

Í morgun hófst áætlunarflug easyJet frá Manchester til Akureyrar, en flogið verður tvisvar í viku út mars 2025. Þrátt fyrir hvassviðri tókst flugmönnum easyJet að lenda vélinni örugglega, og það sama má segja um flugmenn easyJet sem stýrðu vélinni sem kom frá London eftir hádegi. Umsvif easyJet á Akureyrarflugvelli hafa tvöfaldast með tilkomu flugferða frá Manchester frá því sem var síðasta vetur, þegar flugfélagið bauð upp á ferðir frá London í fyrsta sinn.
Meira

Aukinn stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði | Hannes S. Jónsson skrifar

Frá árinu 2007 hefur ferðasjóður íþróttafélaga fengið framlag á fjárlögum Alþingis og er ljóst að ferðasjóðurinn þarf að fá verulega hækkun á fjárlögum á næstu árum. Framlag ríkisins í ferðasjóðinn er beinn fjárhagslegur stuðningur við iðkendur í íþróttum og fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega íbúa landsbyggðarinnnar sem þurfa að fara um langan veg mörgum sinnum á ári til að taka þátt í keppni í skipulögðu íþróttastarfi. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands-ÍSÍ sér um úthlutun sjóðsins fyrir hönd ríkisins.
Meira

Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS

Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst. Við fjölskyldan erum nefnilega nýlega flutt á Sauðárkrók, en hingað komum við 1. maí.
Meira