V-Húnavatnssýsla

Ostaplötu lasagne og sjónvarpskaka

Már Nikulás Ágústsson var matgæðingur vikunnar í tbl 11 í ár en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og býr þar með kærustunni sinni, Evu Rós Runólfsdóttur, og strákunum þeirra tveimur, Aroni Mána (5) og Mikael Mána (3). Már vinnur hjá Tengli og er einnig í helgarnámi í rafvirkjun við FNV. Eva Rós starfar á N1 sem vaktstjóri.
Meira

Jafntefli í Hveragerði þegar Húnvetningar heimsóttu geðhrærða Hamarsmenn

Fyrri umferð í undanúrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fór fram nú í kvöld. Eftir að hafa lagt lið Álftaness að velli í átta liða úrslitum fengu liðsmenn Kormáks Hvatar það verkefni að mæta Hvergerðingum í Hamri. Leikið var í Hveragerði og endaði leikurinn 1-1 eftir að heimamenn jöfnuðu í uppbótartíma. Þegar Feykir leitaði frétta af leiknum barst fréttatilkynning frá stuðningsliðinu skömmu síðar og birtist hún hér á eftir í heild sinni.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir eftir tilnefningum

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsir í dag eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins um þá aðila sem þeir telja eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín eða störf í þágu samfélags okkar. Í frétt á heimasíðu sveitarfélagsins segir að allir komi til greina, jafnt einstaklingar, fyrirtæki sem og félagasamtök, sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum góð fyrirmynd.
Meira

Land tækifæranna – fyrir hverja?

Er Ísland land tækifæranna fyrir.. ....unga fólkið sem þarf að borga fimmfalda húsnæðisvexti miðað við jafnaldra sína í Evrópu, þau fötluðu ungmenni sem fá ekki pláss í framhaldsskóla, þá 700 nemendur sem fá ekki skólavist í Tækniskólanum í haust, þá frumkvöðla sem komast ekki að í sjávarútvegi og landbúnaði sem eru lokaðar fyrir nýliðun?
Meira

Framtíð íslensks landbúnaðar

Nú þegar hyllir undir að þjóðin sé að komast út úr kófinu eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar er tímabært að fara huga að stóru málunum. Stóru málunum sem núverandi ríkisstjórn gleymdi meðan faraldurinn stóð sem hæst.
Meira

Vel heppnaðir nýnemadagar á Hólum

Í frétt á vef Háskólans á Hólum er sagt frá því að tekið var á móti nýjum nemendum frá öllum deildum á nýnemadögum, sem voru dagana 30. ágúst til 1. september. Farið var yfir verklag í háskólanámi og gefið yfirlit um störf og samfélag skólans.
Meira

Auður Ingólfsdóttir ráðin verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar MN með starfstöð á Sauðárkróki

Í sumar auglýsti Markaðsstofa Norðurlands eftir umsóknum í starf verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar, með starfsstöð á Norðurlandi vestra. Auður Ingólfsdóttir hefur verið ráðin í starfið og kemur inn í teymi MN í lok september, en hún mun starfa á Sauðárkróki. Á vef Markaðsstofu Norðurlands kemur fram að starfið feli í sér náið samstarf við ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og uppbyggingu áfangastaðarins.
Meira

Öruggt húsnæði fyrir alla

Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri. Á nýliðnum landsfundi VG voru húsnæðismál áberandi og samþykkt stjórnmálaályktun þar sem lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu félagslegs húsnæðis, bæta þurfi í stofnframlög til uppbyggingar almennra íbúða og efla það kerfi til framtíðar. Efla þurfi og stækka leigufélagið Bríeti sem er í eigu ríkisins og ætlað er að koma á öflugum og sanngjörnum leigumarkaði um land allt. Jafnframt eigi að bæta réttindi leigjenda og bjóða upp á öfluga upplýsingagjöf til þeirra á mörgum tungumálum.
Meira

Nokkur orð um Samband stjórnendafélaga, STF

Ég hef rekið mig á það að margt hefur breyst í verkalýðs- og hagsmunamálum á Íslandi síðustu áratugi. Þegar ég var að alast upp var Guðmundur Jaki áberandi persóna á sjónarsviðinu og sjálfsagt ekki að ósekju. Það var annar taktur í þjóðfélaginu þá. Atvinnuleysi og verðbólga algengt fyrirbæri sem lagðist helst á hina vinnandi stétt. Það var verkalýðurinn í landinu sem borgaði yfirleitt brúsann að lokum.
Meira

Kormákur/Hvöt áfram í fjögurra liða úrslit

Seinni leikirnir í átta liða úrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fóru fram í kvöld. Lið Kormáks/Hvatar hafði unnið fyrri leikinn gegn liði Álftaness 1-0 sl. föstudag og þurfti því helst að ná jafntefli eða sigra á Álftanesi í kvöld til að tryggja sætið í fjögurra liða úrslitum. Það gekk eftir því leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli og eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Húnvetningar þurfa að skreppa í Hveragerði á föstudaginn þar sem Hamarsmenn bíða eftir þeim.
Meira