Loksins eftirhermur - Páskatúr Sóla Hólm
Þeir fara víða skemmtikraftarnir þessa dagana og svo er um Sóla Hólm sem hefur sinn (engan veginn) árvissa páskatúr á Króknum í kvöld. Sýningin Loksins eftirhermur hefur gengið fyrir fullu húsi í Bæjarbíói í Hafnarfirði í vetur en nú verður hann í Háa salnum á Gránu á Sauðárkróki og segir Áskell Heiðar, framkvæmdastjóri 1238, að nokkrir miðar séu enn til.
Húsið opnar kl. 20 og grínið hefst um kl. 20:30. Miðar eru í sölu á tix.is en verða einnig við innganginn á meðan húsrúm leyfir. Í sýningunni, sem hefur hlotið stórkostlegar viðtökur, gerir Sóli meðal annars upp lífið sem sviðslistamaður í heimsfaraldri meðan hann bregður sér um leið í líki þjóðþekktra Íslendinga eins og honum einum er lagið.
Páskatúrinn teygir sig fram yfir sumardaginn fyrsta þetta árið og er sem hér segir:
- apríl - Grána á Sauðárkróki
- apríl - Græni hatturinn á Akureyri (miðasala á Graenihatturinn.is)
- apríl - Kaffi Rauðka á Siglufirði
- apríl - Valaskjálf á Egilsstöðum
22. apríl - Félagsheimilið á Blönduósi
23. apríl - Félagsheimilið á Hvammstanga
Áskell Heiðar segir að opið verði alla daga á Gránu og 1238 frá 11-16 nema föstudaginn langa og páskadag en þá verði að sjálfsögðu lokað. Boðið er upp á léttar veitingar, vefjur, salöt og súpu í hádeginu, kaffi, kökur og nýbakaðar vöfflur allan daginn. Gjafavörubúðin og upplýsingamiðstöðin eru opin á sama tíma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.