Viljinn getur framkvæmt hið ómögulega
Halló, ég heiti Najib, frá borginni Rastan í Homs héraði í Sýrlandi. Ég fæddist inn í fábrotna fjölskyldu sem hafði það í meðallagi gott. Ég stundaði nám á rafmagnsbraut og lauk stúdentsprófi.
Þegar ég var ungur sá ég myndir af líkamsræktarmönnum á æfingunum og mér líkaði það vel. Íþróttin heillaði mig strax og mig dreymdi um að verða eins og þeir í framtíðinni, taka þátt í keppnum og skarta stæltum og vöðvamiklum líkama. Og þegar ég var 17 ára skráði ég mig í líkamsræktarstöð í borginni minni, það var einföld stöð með fáum tækjum og tólum en ég æfði þar í tvö ár líkamsstyrk og lyftingar.
Ég tók þátt í keppnum, og vann fyrstu verðlaun á héraðsmóti og þriðja sætinu náði ég á landsvísu sýrlenska lýðveldisins.
Árið 2011 hófst stríðið í Sýrlandi og öllum líkamsræktarstöðvum var lokað og ég varð að hætta þjálfun vegna þess og flutti til bræðralands sem heitir Líbanon. Þetta var á árunum frá 2011 til 2019 og ég hætti að æfa á þessu tímabili.
Þegar við fjölskyldan komum til Íslands, konan mín og börnin, fluttum við til lítils, yndislegs, bæjar sem heitir Hvammstangi. Ég byrjaði fljótt að hreyfa mig þegar ég komst að því að þar væri líkamsræktarstöð, og satt best að segja er það lítill salur og engar vélar og tæki í honum eins og eru í öðrum líkamsræktarstöðvum í stærri bæjum á Íslandi, en þetta var að mínu mati það fallegasta sem ég fann hérna þannig að ég elska líkamsræktaríþróttina. Ég æfði í fjóra mánuði og tók þátt í fyrstu líkamsræktarkeppninni minni árið 2019 og vann 3. sætið á þeim tíma og var mjög ánægður. Og svo gerði ég meira til að vera eins og atvinnumaður í líkamsbyggingu. Ég vil vera „macho“!
Stefnir á fyrsta sætið
Kórónufaraldurinn kom og landið lokaðist og samkomutakmarkanir settar á á sérhverju tímabili og ekki í skemmri tíma en þrjá mánuði og stundum fjóra í senn.
Ég varð andlega þreyttur á þessu ástandi, var ekki ánægður, en ég hafði það hugfast að þegar örin færi af stað á ný flygi hún hratt. Og þegar líkamsræktarstöðvarnar opnuðu á ný í lok árs 2021 var hægt að byrja að æfa aftur. Ég var í sambandi við frábæran íslenskan vin og hann sagði mér frá keppninni 22. apríl. Ég æfði í um sex mánuði, lagði hart að mér og hreyfinga- og næringaráætlanir reyndu á en það var markmið mitt að vera með í keppninni.
Ég skráði mig, fór til höfuðborgarinnar, þar sem keppnin var haldin, steig á svið með hæfileikaríku fólki, sem er með frábæra líkama, og náði fjórða sæti.
Ég var mjög ánægður því ég byggði upp dásamlegan og fallegan líkama í einfaldri og lítilli líkamsræktarstöð og núna dreymir mig um og hlakka til fyrsta sætisins. Ekkert er ómögulegt! Ég mun gera allt til að byggja upp og móta líkamann.
Með þessari sögu vildi ég segja ykkur að ekkert er ómögulegt, ég vildi gera ykkur það ljóst að viljinn getur framkvæmt hið ómögulega. Ég mun taka þátt í öllum keppnum sem haldnar verða á Íslandi og stefni líka á að taka þátt á mótum um alla Evrópu.
Áður birst í 16. tbl. Feykir 2022.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.