V-Húnavatnssýsla

Opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd á morgun

Opið hús verður hjá Nes listamiðstöð að Fjörubraut 8 á Skagaströnd á morgun, 27. september. Tíu listamenn víða að úr heiminum hafa stundað list sína á Skagaströnd undanfarið og bjóða öllum sem vilja að kíkja á hvað búið er að skapa í norðrinu.
Meira

„Algert lykilatriði að vera í samstarfi“

2. flokkur kvenna Tindastóls/Hvatar/Kormáks spilaði við Reykjanesúrvalið (RKVG) á Sauðárlróksvelli síðastliðinn föstudag. Leikurinn var hress og skemmtilegur á að horfa og fór fram við fínar aðstæður. Tvívegis náði heimaliðið forystunni en gestirnir jöfnuðu og stálu svo stigunum, sem í boði voru, undir lok leiksins. Lokatölur því 2-3.
Meira

Almannavarnir vara við vonskuveðri

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við væntanlegu óveðri á svæðinu. Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra sem tók gildi nú síðdegis og gildir fram á morgundaginn.
Meira

Stundum verða stökur til … :: Séra Hjálmar gefur út ljóðabók

Séra Hjálmar Jónsson þarf vart að kynna fyrir lesendum Feykis, þekktur fyrir prestsstörf og þingmennsku og ekki síst fyrir skemmtilegar og landsfrægar vísur. Margar þeirra hafa fengið vængi en nú er loksins hægt að nálgast kviðlinga Hjálmars í nýútgefinni bók sem ber nafnið Stundum verða stökur til … og er hluti af tækifærisvísu sem hann orti á góðri stund, eins og segir á bókarkápu.
Meira

Hæðir og lægðir í laxveiðinni

Endasprettur laxveiðimanna stendur nú yfir í helstu ám landsins en þær loka á næstu dögum. Þá skýrist hvernig til hefur tekist í laxveiðinni í sumar. Miðfjarðará lokar á morgun en hún er aflamest húnvetnsku laxveiðiánna með 1.474 laxa samkvæmt tölum frá 21. september síðastliðnum. Í umfjöllun Húnahornsins um laxveiðina kemur fram að í fyrra endaði Miðfjarðará í 1.796 löxum þannig að það er ljóst að sú tala verður ekki toppuð í ár.
Meira

Hugleiðing um skóla- og vegamál :: Áskorandapenninn Leó Örn Þorleifsson - Hvammstanga

Við sem búum á Norðurlandi vestra þekkjum það vel að stór hluti grunnskólabarna á svæðinu þarf að ferðast um langan veg daglega með skólabílum til að sækja skóla í sínu sveitarfélagi. Oft á tíðum eru þessi ferðalög um óttalegar vegleysur sem er engum bjóðandi og þá allra síst ungum börnum. Til viðbótar löngum ferðatíma og slæmum vegum bætist svo íslenska veðráttan.
Meira

Borgari á launum :: Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er í smíðum er að minnsta kosti 15 stiga hiti úti og líklega besta veður sumarsins hingað til. Það er nú ekki fallegt að bölva góðu veðri en ég nefndi það við prentarann að þetta væri alveg glatað að sitja inni á skrifstofu og rembast við að klára blaðið þegar hægt væri að vera á borgaralaunum eins og Píratar hafa hafa gert að tillögu sinni og lagt fram þingsályktun á Alþingi og notið blíðunnar úti.
Meira

Bæði körfubolti og fótbolti á Króknum í kvöld

Fyrsti körfuboltaleikur tímabilsins á Króknum fer fram í kvöld en þá mætast lið Tindastóls og Breiðablik b í 1. deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna og styðja Stólastúlkur til sigurs. Þá spilar 2. flokkur kvenna Tindastóls/Hvatar/Kormáks við Reykjanesúrvalið og hefst sá leikur stundarfjórðungi síðar.
Meira

Umhverfisviðurkenningar veittar í Húnaþingi vestra

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra fyrir árið 2022 voru veittar í miðri vikunni við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga. Viðurkenningarnar hafa verið veittar árlega frá árinu 1999 og hafa í allt um 70 eignir eða aðilar fengið viðurkenningu. Að þessu sinni voru þrjár viðurkenningar.
Meira

Pálina Fanney ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Pálína Fanney Skúladóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra og tekur við starfinu 1. október. Áheimasíðu Húnaþings vestra segir að Pálína var skipuð tímabundið í starfið í haust en ráðin til frambúðar á fundi sveitarstjórnar þann 8. september sl. Pálína er heimamönnum að góðu kunn en hún hefur um langt árabil verið organisti í héraðinu, stjórnað kórum, kennt tónmennt við Grunnskóla Húnaþings vestra auk þess að hafa um árabil starfað sem kennari við tónlistarskólann. Hún þekkir því starf skólans vel.
Meira