V-Húnavatnssýsla

Kúrsinn stilltur fyrir Norðurland vestra sem áfangastað

SSNV hefur gert samning við Saltworks, ráðgjafafyrirtæki Hjartar Smárasonar, um gerð stöðugreiningar og stefnumótunar fyrir Norðurland vestra sem áfangastaðar. Í frétt á vef SSNV segir að verkefninu sé ætlað „...að greina stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu og vinna að tillögum hvernig styrkja megi ímynd svæðisins sem áfangastaðar ferðafólks á heildrænan hátt þar sem einnig er horft til þeirra þátta sem gera svæðið að álitlegum búsetukosti og góðum valmöguleika til uppbyggingar atvinnutækifæra og fjárfestinga.“
Meira

Lokað hjá sýslumönnum á föstudaginn

Lokað verður hjá sýslumönnum um land allt föstudaginn 9. september vegna starfsdags.
Meira

Samtalið hafið um aðlögun sveitarfélaga að breyttum heimi

Loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á íslenskt samfélag og lífríki bæði með beinum og afleiddum hætti og byggja þarf upp þekkingu á því hver möguleg áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið á byggðir landsins. Þetta var meðal umræðuefna á fundinum Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið, sem haldin var á Grand hótel í gær.
Meira

Hver er fugl ársins að þínu mati?

Kosningin á Fugli ársins er hafin og stendur til 12. september nk. Það er Fuglavernd sem stendur að keppninni og að þessu sinni eru það auðnutittlingur, himbrimi, hrafn, hrossagaukur, jaðrakan, kría og maríuerla sem keppa um að verma hæstu fuglaþúfuna 2022.
Meira

Unnur Valborg tekin við sem sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Kosið var til sveitarstjórna um allt land í byrjun sumars og eins og gengur urðu alls konar hrókeringar varðandi sveitarstjóra. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sem gegndi starfi sveitarstjóra í Húnaþingi vestra, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa og í framhaldinu var Unnur Valborg Hilmarsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri SSNV, ráðin sveitarstjóri og tók hún til starfa nú í byrjun september.
Meira

Íbúum fjölgar í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.168 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. september 2022 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 533 íbúa, samkvæmt samantekt Þjóðskrár. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 209 íbúa og í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.219 íbúa eða um 6,0%. Íbúum Seltjarnarnesbæjar fækkaði hins vegar um 20 eða 0,4%.
Meira

Alþjóðlega brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppetry Festival fer fram 7.-9. október

Alþjóðlega brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppetry Festival – HIP Fest – fer fram í annað sinn dagana 7.-9. október nk. Á hátíðina kemur fjöldi erlendra listamanna og brúðuleikhópa sem bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmyndasýninga með umræðum við listamennina á eftir, á meðan á hátíðinni stendur.
Meira

Garðbæingar gerðu fjögur mörk í síðari hálfleik á Blönduósi

Það var spilað í 3. deild karla í knattspyrnu í gær og á Blönduósvelli tók lið Kormáks/Hvatar á móti sprækum Garðbæingum í liði KFG. Gestirnir eygja enn möguleika á að næla í sæti í 2. deild og leikurinn því mikilvægur fyrir þá. Heimamenn geta tæknilega séð enn fallið í 4. deild en þá þurfa svo óvæntir hlutir að gerast að það yrði rannsóknarefni ef svo færi. Markalaust var í hálfleik en lið KFG fann mark heimamanna fjórum sinnum í síðari hálfleik og fór því heim með stigin þrjú. Lokatölur 0-4.
Meira

Fjár- og stóðréttir á Norðurlandi vestra

Bændablaðið hefur tekið saman fjár- og stóðréttadaga á landinu öllu en réttarstörf verða nú með hefðbundnum brag á ný en eins og margir muna voru fjöldatakmarkanir í réttum tvö síðustu haust vegna kórónuveirufaraldursins. Á Norðurlandi vestra hefst fjörið strax á morgun þegar dregið verður í Hrútatungurétt í Hrútafirði, Hvammsrétt í Langadal, Miðfjarðarrétt í Miðfirði og Rugludalsrétt í Blöndudal.
Meira

Fyrsta vika Skólabúðanna á Reykjum að ljúka

Stutt er síðan samningar voru undirritaðir um það að UMFÍ tæki við rekstri Skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði. Fyrstu hóparnir komu á mánudaginn og er mikil ánægja með aðstöðuna en allt var sett á fullt í endurbætur á húsnæðinu þar sem UMFÍ og starfsmenn á vegum sveitarfélagsins Húnaþings vestra staðið í ströngu síðustu vikur. Búið er að mála allt, skipta út nær öllu innbúi og húsgögnum og ráða í allar stöður.
Meira