Kúrsinn stilltur fyrir Norðurland vestra sem áfangastað
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.09.2022
kl. 09.04
SSNV hefur gert samning við Saltworks, ráðgjafafyrirtæki Hjartar Smárasonar, um gerð stöðugreiningar og stefnumótunar fyrir Norðurland vestra sem áfangastaðar. Í frétt á vef SSNV segir að verkefninu sé ætlað „...að greina stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu og vinna að tillögum hvernig styrkja megi ímynd svæðisins sem áfangastaðar ferðafólks á heildrænan hátt þar sem einnig er horft til þeirra þátta sem gera svæðið að álitlegum búsetukosti og góðum valmöguleika til uppbyggingar atvinnutækifæra og fjárfestinga.“
Meira