V-Húnavatnssýsla

Feykir mælir með þessum partýkræsingum

Ef þú ætlar að halda upp á partý í kvöld þá eru þessar kræsingar eitthvað sem þú ættir að bjóða upp á.
Meira

Heilsueflandi samfélag :: Áskorendapenninn - Liljana Milenkoska Hvammstanga

Í nútímasamfélögum lifir fólk lengur á meðan hlutfall fæðinga minnkar. Það felur í sér alls konar áskoranir fyrir stjórnvöld, heilbrigðisþjónustuna og samfélagið. Að viðhalda og bæta heilsu og færni fólks á öllum æviskeiðum hefur fjölþætt gildi fyrir ríki, sveitarfélög, einstaklinga og aðra hagsmunaaðila. Til þess að viðhalda heilsu íbúa verða stjórnvöld og samfélög að velja hagkvæmar leiðir, eins og markvisst lýðheilsustarf, sem byggir á bestu þekkingu á hverjum tíma. Lýðheilsa felur í sér markvissar aðgerðir hins opinbera og annarra sem miða að því að bæta heilsu, líðan og lífsgæði þjóða og þjóðfélagshópa (WHO, 1998).
Meira

Viktor Smári ánægður með lífið í Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Þessa dagana fer fram Hæfileikamótun N1 og KSÍ drengja í Miðgarði í Garðabæ en lokahnykkurinn fer fram á Laugardalsvelli í dag. Drengirnir eru allir fæddir 2008 og eiga því að vera að spila með 4. flokki. Einn leikmaður úr liði Tindastóls/Hvatar/Kormáks er í 60 manna úrtakinu en það er Króksarinn Viktor Smári Davíðsson. Feykir hafði samband við kappann og spurði hann aðeins út í Hæfileikamótunina og fótboltann.
Meira

Úthlutunarferli Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2023

Opnað verður fyrir umsóknir í úthlutunarferli Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2023 mánudaginn 26. september nk. Í tilkynningu á vef SSNV segir að umsóknarfrestur sé til kl. 16:00 þriðjudaginn 1. nóvember 2022. Veittir eru styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarstarfs og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs.
Meira

Pétur Jóhann óhæfur á Skagaströnd og Hvammstanga

Skagfirðingurinn grínaktugi, Pétur Jóhann Sigfússon, fer léttan rúnt á Norðurlandi vestra þessa dagana. Kappinn treður upp með uppistand sitt, Pétur Jóhann óhæfur, á Skagaströnd í kvöld og kvöldið eftir mætir hann jafnvel enn hressari á Hvammstanga.
Meira

Maríuerla er Fugl ársins 2022

Þetta árið kepptu sjö fuglategundir um titilinn Fugl ársins í keppni sem Fuglavernd stóð nú fyrir annað árið í röð. Fimm fuglanna höfðu kosningastjóra sem unnu ötult og óeigingjarnt kynningarstarf fyrir sína smávini. Maríuerlan kynnti sig þó sjálf með hlýlegri nærveru sinni um allt land og þurfti ekki talsmann til að sigra keppnina með yfirburðum og 21% atkvæða. Í öðru og þriðja sæti lentu hinir ólíku en glæsilegu fuglar, himbrimi og auðnutittlingur, með 14% atkvæða hvor um sig. Alls kusu 2100 manns um fugl ársins 2022.
Meira

Hilmar Þór markahæstur og bestur í liði Kormáks/Hvatar

Aðdáendasíða Kormáks (og sennilega Hvatar líka) bíður ekki boðanna og hefur nú þegar tilkynnt val aðdáenda Kormáks/Hvatar á leikmanni, efnilegasta leikmanni og stuðningsmanni ársins 2022, þrátt fyrir að enn eigi liðið eftir að spila einn leik í 3. deildinni. Leikmaður ársins er Hilmar Þór Kárason sem hefur verið duglegur að setj'ann í sumar.
Meira

Hvert stefnir þjóðkirkjan? Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar

Það eru breytingar að verða í þjóðkirkjunni, sem ekki fara framhjá neinum, ekki heldur fyrrv. sveitpresti, komnum á eftirlaun, sem bregður í brún og finnst erfitt að átta sig á ýmsu, sem þar er að gerast. Stjórnsýslu kirkjunnar hefur verið skipt upp í tvö aðgreind svið, frá síðustu áramótum, sem kann að vera til bóta. Prestaköll sameinuð samkv. ákvörðunum kirkjuþings og biskupafundar
Meira

Nýprent fékk rekstarstuðning vegna Feykis

Í frétt á RÚV segir af því að 25 einkareknir fjölmiðlar hafi fengið rekstrarstuðning árið 2022. Úthlutunarnefnd veitti þremur fjölmiðlaveitum; Árvakri, Sýn og Torgi, hæstu úthlutunarupphæðina, tæplega 67 milljónir. Þessar þrjár veitur hlutu því rúmlega 200 milljónir af þeim tæpu 381 milljón sem úthlutað var. Nýprent á Sauðárkróki, sem gefur út Feyki og heldur úti Feykir.is, fær stuðning sem nemur 4.249.793 kr.
Meira

Vatnsnesvegur :: Erindi umboðsmanns barna tekið til umfjöllunar

Í kjölfar ábendinga um ástand Vatnsnesvegar, sem þjónar meðal annars skólaakstri, sendi Salvör Nordal, umboðsmaður barna, þann 24. ágúst, bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, þar sem meðal annars var bent á mikilvægi þess að stjórnvöld forgangsraði fjármagni til verkefna sem varða réttindi og hagsmuni barna með beinum hætti. Er ráðherra hvattur til að „bregðast við því ófremdarástandi sem myndast hefur á Vatnsnesvegi og standa við fyrirheit um uppbyggingu öruggra og barnvænna samgönguinnviða um land allt.
Meira