V-Húnavatnssýsla

Hrefna ráðin sviðstjóri skógarþjónustu

Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur á Silfrastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, hefur verið ráðin í stöðu sviðstjóra skógarþjónustu hjá Skógræktinni. Tekur hún við stöðunni 1. desember. Á heimasíðu Skógræktarinnar kemur fram að tíu umsóknir hafi borist í starfið, sem auglýst var í liðnum mánuði.
Meira

Hvorki frumleg né óumdeilanleg hugmynd að nýrri hugsun, segir Haraldur Benediktsson um nýja nálgun í vegagerð

Fundur um nýja nálgun í vegagerð var haldinn á Hvammstanga sl. þriðjudagskvöld en þar kynnti Haraldur Benediktsson, alþingismaður, tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes. Auk erindis Haraldar, fjallaði Gísli Gíslason, nýsköpunarsetrinu Breið á Akranesi og fv. stjórnarformaður Spalar, um samstarf um samgönguframkvæmdir.
Meira

Norskir fyrirlesarar kynna á Hólum rannsókn sína um hross í umferð og hættur á vegum

Á morgun, fimmtudaginn 6. október, verður haldinn fyrirlestur heima á Hólum þar sem norskt rannsóknarfólk mun kynna niðurstöður sínar úr rannsókn sem það gerði vegna hesta og öryggi knapa í umferðinni. Einnig verða tryggingamál og reglur sem gilda fyrir umferðarslys í tengslum við hesta og önnur dýr.
Meira

Gul veðurviðvörun í kortunum

Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra en þar ríkir allhvöss norðanátt samfara mikilli rigningu á láglendi en slyddu eða snjókomu á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum og á það t.d. við um Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Þá má búast við vexti í ám og lækjum og auknum líkum á skriðuföllum og grjóthruni þar sem það á við. Á vef Vegagerðarinnar segir að krapi sé á Holtavörðuheiði, snjóþekja á Þverárfjalli og hálkublettir á Öxnadalsheiði og Vatnsskarði.
Meira

Háskólinn á Hólum eykur samstarf við aðra háskóla

Sem lítill, en framsækinn háskóli hefur Háskólinn á Hólum beitt sér fyrir auknu samstarfi við aðra háskóla. Með því er hægt að samnýta styrki skólanna og minnka kostnað beggja aðila. Fyrsta samstarfsverkefnið í þessari umferð var á sviði mannauðsráðgjafar. Þar sáu bæði Háskólinn á Hólum og Listaháskóli Íslands möguleika á að bæta þjónustu til starfsmanna sinna með samstarfi á milli skólanna. Því ákváðu skólarnir að ráða í nýja stöðu, þar sem skólarnir deila mannauðsráðgjafa.
Meira

Fundur á Hvammstanga um nýja nálgun í vegagerð

Á vef Húnaþings vestra er sagt frá því að boðað er til opins fundar um nýja nálgun í vegagerð í Félagsheimilinu Hvammstanga í dag, þriðjudaginn 4. október kl. 20.30. Á fundinum mun Haraldur Benediktsson alþingismaður kynna tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes.
Meira

Brúðuleikhús er hreint alls ekki bara fyrir börn :: Alþjóðlega brúðulistahátíðin á Hvammstanga

Um næstu helgi fer fram alþjóðlega brúðulistahátíðin HIP Fest (Hvammstangi International Puppetry Festival). Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin fer fram en hún hefst föstudaginn 7. október og stendur fram á sunnudag 9. október. Mikilvægt að mynda góð tengsl við þessa erlendu listamenn upp á framtíðar samvinnu, segir Greta Clough.
Meira

Bjarni væntir þess að sem flestir þingmenn NV kjördæmis leggist á árarnar í varaflugvallarmálinu

„Það er vaxandi stuðningur við varaflugvöll á Sauðárkróki, bæði í samfélaginu og meðal þingmanna,“ segir Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, í samtali við Feyki en hann lagði á dögunum fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að gerð verði ítarleg athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, er meðflutningsmaður.
Meira

Ljúffengir fiskréttir - hugmyndir fyrir kvöldmatinn í kvöld

Það er sunnudagur í dag og þá vill oftar en ekki vera eitthvað létt í matinn eftir mikið helgarát. Þá er tilvalið að leita uppi ljúffenga fiskrétti sem vonandi einhverjir geta nýtt sér við eldamennsku í kvöld.
Meira

Elska að kenna og búa til hluti

Ég er þriggja barna móðir og starfa sem grunnskólakennari í Árskóla þar sem ég kenni textílmennt og ensku. Ég elska að hjóla úti með hundinn minn og almennt alla hreyfingu en helst í náttúrunni þar sem ég er mikið náttúrubarn. Það gefur mér mikið að geta starfað með börnum að skapa hluti, þó það sé með textílefnum, þá legg ég mikið upp úr endurvinnslu og endurnýtingu í saumastofunni sem sést kannski svolítið á því handverki sem krakkarnir eru að koma með heim úr skólanum. Ég hef nú búið hér í 20 ár, flutti hér Skagafjörðinn 2002 og er það honum Magga í Hestasport að þakka að ég er hér nú því hann var minn fyrsti vinnuveitandi í firðinum þar sem ég kynnti íslenska hestinn fyrir erlendum ferðamönnum.
Meira