V-Húnavatnssýsla

Matgæðingar í tbl 27 - Heimagerðar kjötbollur og djöflakaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 27, 2022, voru Freyja Fannberg Þórsdóttir og Páll Ísak Lárusson og búa þau á Ytra-Skörðugili 1. Þau hafa búið í Skagafirði í rúm tvö ár en í ágúst, í fyrra, fluttu þau í nýja húsið sitt.
Meira

Tindastóli og Keflavík spáð efstu sætum Subway deildarinnar

Á kynningarfundi Subway deildar karla sem haldinn var í Laugardalshöll nú í hádeginu voru kynntar annars vegar spár formanna, þjálfara og fyrirliða í liðum Subway deildarinnar og 1. deild karla, og hins vegar spá fjölmiðla fyrir Subway deild karla. Lið Tindastóls skoraði hátt og er spáð tveimur efstu sætunum.
Meira

Tæpar 23 milljónir úr Framkvæmdasjóði aldraðra á Skagaströnd

Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað rúmum 650 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra í samræmi við tillögur stjórnar sjóðsins. Á heimasíðu Stjórnarráðsins kemur fram að hersla hafi verið lögð á verkefni sem bæta aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum, úrbætur sem tengjast aðgengismálum og öryggismálum og ýmsum stærri viðhaldsverkefnum.
Meira

Rabb-a-babb 212: Jóhann Fönix

Nafn: Jóhann Frímann K Arinbjarnarson. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Ólst upp á fjölskylduóðalinu Brekkulæk í Miðfirði. Faðir minn er Arinbjörn Jóhannsson ferðaþjónustubóndi og móðir mín er Gudrun M. H. Kloes þýðandi. Besta bíómyndin? Svo margar. Held mikið uppá Star Wars, James Bond og Tomorrow, When the War began. Ef ég þarf að velja bara eina langar mig að nefna Fail-Safe frá 1964. Sennilega engin önnur mynd sem túlkar óttann við kjarnorkustyrjöld á jafn mannlegan hátt. Hvernig er eggið best? Spælt og innan í þykkri samloku.
Meira

Það er leikur að læra

Nú fyrir síðustu helgi fengu nemendur í vali í framreiðslu við Grunnskóla Húnaþings vestra kennslu í blómaskreytingum. Á heimasíðu skólans kemur fram að margar fallegar skreytingar hafi litið dagsins ljós og skólinn þvíí kjölfarið fallega skreyttur með lifandi blómum. Ekki minnkar fjörið á morgun því þá er Valgreinadagur á Hvammstanga hjá 8., 9. og 10. bekk skólanna í Austur og Vestur-Húnavatnssýslum.
Meira

Það væri gaman að sjá þig, en ekki koma samt! Leiðari Feykis

Við lifum á skrýtnum tímum og maður er stundum alveg ruglaður um það hvað má og hvað ekki og er ég þá ekki að vísa í nýtt lag sem slegið hefur í gegn á öldum ljósvakans. Ég varð bara dapur yfir þeim fréttum, sem reyndar eru ekki nýjar af nálinni, að heimsókn frá grunnskólabörnum í Laugarneskirkju verði afþökkuð á komandi aðventu. Ekki það að ég eigi einhverra hagsmuna að gæta um kirkjuheimsóknir um landið heldur hitt að mér finnst það ekki samræmast gildum samfélagsins að sá sem ekki vill þiggja boðið skemmir fyrir hinum sem vilja.
Meira

Áttatíu stunda nám í fiskeldi við Háskólann á Hólum

Fjallað var um þá miklu aukningu sem orðið hefur í nemendafjölda í fiskeldi við Háskólann á Hólum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en þar stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Háskólinn á Hólum í forystuhlutverki, segir í frétt á heimasíðu skólans.
Meira

Þekkir þú krakka í 6. og 7. bekk?

Þá væri gaman að kanna hvort þeir hafi ekki áhuga á að taka þátt í Krakkakviss því Stöð 2 leitar nú að krökkum á aldrinum 11 og 12 ára (6. og 7. bekk) til að taka þátt í nýrri þáttaröð.
Meira

Tíu nýsköpunarteymi á Norðurlandi valin í Vaxtarrými

Tíu kraftmikil nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 3. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðanátt*.
Meira

Ertu með hugmynd? Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki í þrjá flokka vegna ársins 2023: Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrki, verkefnastyrki á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrki á menningarsviði. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þriðjudaginn 1. nóv. nk.
Meira