V-Húnavatnssýsla

Sýslumaður Íslands verður á Húsavík

Morgunblaðið greinir frá því í dag að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra sé búinn að ákveða hvar sýslumaður Íslands verði staðsettur eftir boðaða sameiningu allra sýslumannsembætta landsins undir eina stjórn. Er ákvörðun ráðherra m.a. byggð á greiningu Byggðastofnunar.
Meira

Sjöundi tapleikur Kormáks/Hvatar í röð kom í Árbænum

Lið Húnvetninga spilaði tuttugasta leik sinn í 3. deildinni sl. miðvikudagskvöld en lið Kormáks/Hvatar hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið. Þeir mættu til leiks með nokkuð laskaðan hóp í Árbæinn þar sem lið Elliða beiða eftir þeim en Árbæingarnir voru aðeins með stigi meira en gestirnir og mátti því búast við jöfnum leik. Svo fór ekki því heimamenn náðu fljótt yfirhöndinni og unnu að lokum 4-1 sigur.
Meira

Upphafsfundur rammasamnings með sveitarfélögum um aukið framboð á húsnæði

Næstkomandi mánudag 12. september kl.12.00 verður haldinn upphafsfundur um rammasamning á milli ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða á árunum 2023-2032. Fundurinn verður haldinn hjá HMS í Borgartúni 21 en honum verður jafnframt streymt í gegnum Teams.
Meira

Stelpurnar í 4. flokki lutu í gras eftir vítaspyrnukeppni

Það var hörkuleikur á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi þegar Tindastóll/Hvöt/Kormákur og Stjarnan/Álftanes mættust í undanúrslitum Íslandsmótsins í 4. flokki kvenna. Fjórða flokk skipa leikmenn sem eru 14 ára og yngri og er óhætt að fullyrða að stelpurnar gáfu allt í leikinn sem fór bæði í framlengingu og að lokum vítaspyrnukeppni þar sem gestirnir að sunnan höfðu á endanum betur og tryggðu sig í úrslitaleik gegn liði FH. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 en liðunum tókst ekki að reka smiðshöggið í framlengingu.
Meira

Ljósmyndasýning Richard Nürnberger á Skagaströnd

Þýski ljósmyndarinn Richard Nürnberger mun opna ljósmyndasýningu sína í Salthúsi gistiheimili á Skagaströnd nk. laugardag 10. september. Allir velkomnir.
Meira

Vonir standa til að það náist að steypa brúardekkið fyrir veturinn

Vel gengur með uppbyggingu Þverárfjallsvegar í Refasveit og Skagastrandarvegar um Laxá en þar leggja Skagfirskir verktakar um 12 km veg auk þess að byggja 14 metra háa og rúmlega hundrað metra langa brú.
Meira

Kristinn Hugason til Ísteka

Kristinn Hugason, sem áður starfaði sem forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal, hefur verið ráðinn samskiptastjóri líftæknifyrirtækisins Ísteka. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 og sérhæfir sig í að vinna lyfjaefni úr hryssublóði.
Meira

Námskeið í tölvu- og miðlalæsi fyrir 60 ára og eldri

Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, býður upp á námskeið í tölvu- og miðlalæsi fyrir 60 ára og eldri þar sem m.a. eru tekin fyrir tölvulæsi á snjalltæki, þ.e. þekkingu og færni í notkun rafrænna skilríkja og vefsíðna sem nauðsynlegt er að geta nýtt, s.s. heimabanka, netverslun, samfélagsmiðla, efnisveitur og notkun á tölvupóstum og öðrum rafrænum samskiptum:
Meira

Vistvænar orkugeymslur í sjálfbær íbúðarhús

BRC ehf. undir merkjum BlueRock Eco Housing og nýsköpunarfyrirtækið Alor ehf. hafa gert með sér samning um forpöntun á 3200 vistvænum orkugeymslum Alor. Rannsóknir og þróun á hinni vistvænu álrafhlöðutækni hefur farið fram síðustu níu árin af framúrskarandi vísindamönnum samstarfsfyrirtækisins Albufera Energy Storage og er áætlað að vöruþróun hefjist á næstu mánuðum. Vörurnar verða endurvinnanlegar og með lítið umhverfisfótspor.
Meira

„Margir yngri flokka okkar í hópi þeirra bestu“

Feykir hafði samband við Þórólf Sveinsson (Tóta), yfirþjálfara yngri flokka Tindastóls, og fékk hann til að segja aðeins frá starfinu og gengi yngri flokka félagsins í ár. Þess má geta að Tindastóll, Hvöt og Kormákur tefla fram sameiginlegum liðum í 3. og 4. flokki drengja og stúlkna og raunar í 2. flokki líka – en 2. flokkur karla og kvenna er ekki á borði Tóta svo sagt verður frá afrekum þeirra síðar.
Meira