V-Húnavatnssýsla

Högni Elfar tók sæti sem varaþingmaður á Alþingi í gær

Högni Elfar Gylfason, bóndi á Korná í Skagafirði, tók sæti á Alþingi í gær sem varaþingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Bergþór Ólason í Miðflokknum. Þar flutti hann m.a. jómfrúarræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnartíma um aðgerðir í þágu kolefnishlutleysis og spurði forsætisráðherra m.a. út í landbúnaðarmál í því sambandi. Feykir hafði samband við Högna og spurði hann út í upplifun sína af fyrsta þingmannsdeginum.
Meira

Öryggisbrestir í fjarskiptum – hvað er til ráða?

Bjarni Jónsson alþingismaður skrifar grein í Feyki 12. nóvember sl. um alvarlegan öryggisbrest í fjarskiptum á Skagaströnd. Brestur sem nútíma samfélag á ekki að þurfa að þola og því rétt að taka undir áhyggjur þingmannsins. Hér verður aðeins lagt inn í þessa umræðu.
Meira

Fjölgar í tveimur sveitarfélögum af fimm á Norðurlandi vestra

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. nóvember 2022. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 6,2% sem er fjölgun um 1.793 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 4,0% á tímabilinu eða um 1.303 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 10.220 frá 1. desember 2021 sem er um 3,1%. Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 0,3%.
Meira

Rokkkórinn með tónleika á Hvammstanga og söngleikur í vor - Ingibjörg Jónsdóttir tekin tali

Þann 19. nóvember nk. mun Rokkkórinn á Hvammstanga halda tónleika þar sem flutt verða níu lög við undirspil fimm manna hljómsveitar. Einhverjir kórmeðlimir munu einnig syngja einsöng en einn gestasöngvari kemur fram og syngur á móðurmáli sínu, portúgölsku. Rokkkór er eitthvað sem ekki hefur áður verið starfandi í Húnaþingi og því lá vel við að spyrja kórstjórann hvernig í málinu liggur.
Meira

Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum

Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. Þennan tíma var ekki hægt að hringja í neyðarlínuna 112 eða eiga samskipti fólks í milli vegna aðstæðna eða atvika sem kynnu að kalla á neyðaraðstoð.
Meira

Bætt bráðaþjónusta á heilsugæslustöðvum

Mikil þörf er á því að endurnýja og bæta tækjakost til bráðaþjónustu á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. Öllu getur skipt að þær séu betur tækjum búnar til greiningar bráðavanda og slysa. Þá verður að vera til staðar vel þjálfað starfsfólk til að sinna fyrstu viðbrögðum.
Meira

Bjartmar treður upp í Sjávarborg

Það er ekki ólíklegt að skellt verði í einn Kótilettukarl eða Sumarliða þegar Bjartmar Guðlaugsson treður upp í Sjávarborg á Hvammstanga laugardagskvöldið 12. nóvember.
Meira

Ábyrgð dýravelferðar liggur ávallt hjá eiganda

Vegna umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um velferð búfjár á tilteknum bæ í Borgarfirði, hefur Matvælastofnun sent út fréttatilkynningu til að árétta að stofnunin sé með málið til meðferðar. Þar kemur fram að á meðan vinnslu málsins stendur mun stofnunin sjá til þess að allir gripir búsins hafi aðgang að nægu heyi og vatni.
Meira

Hungurdiskar á Skagaheiði :: Sjaldgæft heiti á vel þekktu fyrirbrigði

Það var fallegt um að litast á Skagaheiðinni um helgina er Guðmundur Sveinsson, rjúpnaskytta á Sauðárkróki, fór þar um í veiðihug. Vildi hann lítið gefa upp um feng eða nákvæma staðsetningu þegar Feykir falaðist eftir mynd, sem hann setti á Facebook-síðu sína, til að birta í blaðinu.
Meira

Fullnýttur hælisleitendaleiðari :: Leiðari Feykis

Enn á ný standa öll spjót á ríkisstjórn Íslands varðandi brottvikningu egypskrar fjölskyldu af landinu í dag. Málið hefur vakið mikla athygli undanfarna daga og sitt sýnist hverjum. Þannig hafa margir þá skoðun að einungis sé verið að fara eftir settum lögum og reglum, sem ég tel líklegt, meðan aðrir telja jafnvel að um hreina illsku sé að ræða eða í næst versta falli af hluttektarleysi valdhafa.
Meira