V-Húnavatnssýsla

Stefnir í fróðlega og skemmtilega samkomu í Kakalaskála

Flugumýrarbrenna og hefnd Gissurar kallast viðburður helgaður Sturlungu sem fram mun fara í Kakalaskála í Skagafirði laugardaginn 29. október og hefst kl. 14:00. Í eldlínunni verða miklir kappar og sérfræðingar í Sturlungatímum; Óttar Guðmundsson geðlæknir, Einar Kárason rithöfundur og Sigurður Hansen staðarhaldari.
Meira

Ný færanleg hraðamyndavél tekin í notkun hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra

Embætti lögreglunnar á Norðurlandi vestra hefur tekið í notkun nýtt tæki sem auðvelda mun starf lögreglunnar við umferðareftirlit. Tækið er færanleg hraðamyndavél, auðveld í meðförum, sem hægt er að staðsetja nánast hvar sem segja þeir Ívar Björn Sandholt Guðmundsson lögregluþjónn, og Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn.
Meira

Garðfuglakönnun fyrir alla - landið allt

Hin árlega garðfuglakönnun Fuglaverndar hefst nk. sunnudag, 30. október, en tilgangur könnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina og að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi.
Meira

Fjármálaráðherra skilur ekki skilmála íbúðabréfanna

Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum.
Meira

Sviðamessa til styrktar fyrstu vegasjoppunni á Íslandi

Boðað hefur verið til sviðamessu nk. laugardag, 29. október, í Félagsheimilinu á Hvammstanga og mun allur ágóði viðburðarins mun renna til endurbyggingar Norðurbrautar, fyrstu vegasjoppunnar, sem hugmyndir eru um að komið verði fyrir á lóð Verslunarminjasafnsins ásamt Bangsabát.
Meira

Einelti er dauðans alvara :: Leiðari Feykis

Það er alltaf sami hausverkurinn að finna hvað skuli skrifa um í leiðara og oftar en ekki snarsnýst efnið í höndum skrifara áður en skrifum er lokið. Einhverjir kunna að halda að efnið sem tekið er fyrir hverju sinni sé útpælt og djúpt kafað í málin en hér verður mikið leyndarmál dregið fram úr skúmaskoti. Oftast nær er leiðarinn það síðasta sem ritað er í blaðið og ætíð undir tímapressu þar sem dauðalínan, eða „dead line“ upp á ástkæru enskuna, er nánast undir iljum skrifara.
Meira

Svandís kallar eftir upplýsingum frá Matvælastofnun

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur leikur á að umráðamenn séu ekki að uppfylla ákvæði laga, hvort sem um er að ræða almennt eftirlit eða samkvæmt ábendingum sem berast stofnuninni.
Meira

Nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að útbúa Halloween kökur

Sá þessar sniðugu hugmyndir þar sem notaðar eru bollakökur og svo er kremið smurt ofan á.
Meira

Uppbyggingasjóður SSNV auglýsir eftir umsóknum

Enn er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð SSNV, sem ætlaður er einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum, stofnunum eða sveitarfélögum með lögheimili á Norðurlandi vestra.
Meira

Fuglaflensa í skúmum og svartbökum – enn smithætta fyrir alifugla

Skæð fuglaflensa greinist enn í villtum fuglum hér á landi og telur Matvælastofnun því ekki óhætt að aflétta þeim varúðarráðstöfunum sem fyrirskipaðar voru í mars á þessu ári. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að faraldurinn sé einnig viðvarandi annars staðar í Evrópu og víðar. Enn er mikilvægt að fólk tilkynni um veika og dauða fugla til MAST.
Meira