Skáknámskeið fyrir 6-15 ára krakka í Húnabyggð 18. og 19. nóvember
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.11.2023
kl. 12.31
Húnabyggð stendur fyrir skáknámskeiði helgina 18. og 19. nóvember fyrir krakka á aldrinum 6-15 ára. Allir krakkar, ekki bara úr Húnabyggð, eru velkomnir á þetta námskeið svo lengi sem það er pláss og kostar 5000 kr. Skráning fer fram með því að senda nafn og aldur þátttakanda á netfangið kristin@hunabyggd.is fyrir morgundaginn, þriðjudaginn 14. nóvember.
Meira