V-Húnavatnssýsla

Það er aðeins innanbúðar titringur hjá einu merkasta stórveldi knattspyrnunnar, en ekkert til að hafa áhyggjur af :: Liðið mitt – Jón Örn Stefánsson

Hilmar Þór Ívarsson, framleiðslustjóri Dögunar rækjuvinnslu skoraði á samstarfsfélaga sinn, gæða og öryggisstjórann Jón Örn Stefánsson að svara spurningum í Liðið mitt hér í Feyki. Jón Örn býr á Blönduósi ásamt eiginkonu sinni Þórdísi Erlu Björnsdóttir, hársnyrtimeistara og þremur drengjum, þeim Birni Ívari, Stefáni Frey og Guðjóni Óla.
Meira

Tilkynning til íbúa Húnavatnssýsla um skerðingu á þjónustu við heyrnarskerta íbúa

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þykir leitt að tilkynna að stofnunin er knúin til að leggja niður þá móttöku heyrnarsviðs sem staðið hefur til boða á Blönduósi mánaðarlega síðustu ár. Síðasti afgreiðsludagur að sinni hjá Sofiu Dalman, heyrnarfræðingi HTÍ, er mánudaginn 12.júní n.k.
Meira

Ný reglugerð um starfsleyfi þriðjaríkisborgara til að starfa sem heilbrigðisstarfsmenn

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur sett heildarreglugerð sem kveður á um meðferð umsókna þriðjaríkisborgara, þ.e. ríkisborgara utan Evrópska efnahagssvæðisins og Sviss sem vilja starfa hér á landi sem heilbrigðisstarfsmenn. Markmið reglugerðarinnar er að einfalda og skýra kröfur til slíkra umsókna og stuðla að aukinni skilvirkni við meðferð þeirra.
Meira

EasyJet flýgur beint frá London til Akureyrar

Eitt stærsta flugfélag Evrópu, easyJet, mun fljúga beint frá Gatwick í London til Akureyrar næsta vetur í áætlunarflugi. Flugfélagið hefur nú þegar opnað fyrir bókanir, en fyrsta flugferðin verður 31. október. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024.
Meira

Stólastelpur lögðu Stjörnuna í Bestu deildinni í gær

Stelpurnar í Tindastól sýndu það í gær að ekkert aðkomulið getur bókað stig á Króknum í Bestu deildinni í fótbolta þegar þær gerður sér lítið fyrir og sigruðu Stjörnuna sem íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáði að myndi enda í 1. sæti deildarinnar. Með sigrinum lyftu Stólar sér af botninum og komu sér fram fyrir FH og Selfoss á stigatöflunni með 5 stig eftir einn sigur og tvö jafntefli.
Meira

Fegurðin í körfuboltanum :: Leiðari Feykis

Það hafa verið sannkallaðir sæludagar í Skagafirði undanfarið eins og glöggt má sjá í Feyki vikunnar. Eftir langan og erfiðan vetur voraði vel hjá körfuboltaunnendum og uppskeran, eftirsóttasti bikar Körfuknattleikssambands Íslands, komin í hús.
Meira

Ingvi Rafn stýrir Kormák/Hvöt út tímabilið

Ingvi Rafn Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar og mun stýra liðinu út leiktímabilið. Hann tekur við af Aco Pandurevic sem lét af störfum síðastliðna helgi.
Meira

Starfsmann vantar í Fab Lab

Fab Lab Sauðárkrókur leitar nú að starfsmanni til að hanna og skrá (github) verkefni á sviði KiCad rafrásahönnunar og forritunar. Verkefnin verða síðar notuð til kennslu í grunn- framhalds- og háskólum eins og hentar hverju sinni. Í tilkynningu frá Labbinu er gerð krafa um íslensku og/eða ensku kunnáttu.
Meira

Ashouri í bann eftir olnbogaskot í andlit Hugrúnar

Það er ekki bara Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður FH, sem þarf að þola það að vera settur í bann fyrir fólskubrot í fótboltanum því Shaina Faiena Ashouri, leikmaður FH í Bestu deild kvenna, hefur einnig verið úrskurður í eins leiks bann eftir atvik sem varð í leik Tindastóls og FH þann 7. maí síðastliðinn er hún gaf Hugrúnu olnbogaskot í andlitið.
Meira

„Betri vinnutími“

Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Síðustu ár hefur stytting vinnuvikunnar komið í ríkari mæli inn í kjarasamninga og þá um leið án þess að laun skerðist á móti og er það vel.
Meira