VALDIS sendir frá sér sitt fyrsta lag
Það verður vart þverfótað fyrir ungum sem öldnum Skagfirðingum sem eru að senda frá sér tónlist þessa dagana. Nú nýverið sendi tónlistarkonan VALDIS frá sér sitt fyrsta lag Hold On To Our Love í samstarfi við upptakarann og lagahöfundinn Anton Ísak Óskarsson sem einnig er þekktur sem Future Lion. Lagið má finna á Spotify.
Á netsíðunni Albumm segir að lagið fjalli um fjarsamband tveggja aðila sem hafa verið aðskilin og sakna hvers annars. VALDIS, sem er dóttir Önnu Sigríðar Stefánsdóttur og Valbjörns Geirmundssonar, hefur sungið frá unga aldri og tekið þátt í alls konar verkefnum, meðal annars Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2018 þar sem hún sigraði símakosninguna. Hún er nýútskrifuð úr söngskólanum Complete Vocal Institute sem er staðsettur í Kaupmannahöfn.
„Valdís valdi þetta lag úr nokkrum demóum sem að ég var búinn að undirbúa fyrir fyrsta sessionið okkar og textinn varð til það sama kvöld,” segir Anton við Albumm. Valdís segir að samstarfið hafi gengið vel. „Og þetta er bara byrjunin” segir hún en reikna má með að acoustic útgáfa af laginu verði komin á streymisveitur fyrr en síðar.
Hér er hlekkur á lagið Hold On To Our Love sem er hið snotrasta RogB popp >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.