Bláir kossar Árna Gunnarssonar komnir út
„Diskurinn Bláir kossar er kominn út, loksins. Við erum búin að vera að vinna að þessu í rólegheitum í tvö ár núna,“ segir Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðar- og tónlistarmaður á Sauðárkróki. Diskurinn er gefinn út á netinu í gegnum efnisveituna Tune Core, sem dreifir honum áfram til efnisveitna eins og Spotify, Youtube og Apple Store. Að sögn Árna verður síðar framleitt lítið upplag af diskinum fyrir búðir.
Árni segir að útgáfutónleikum, sem til stóð að yrðu á Sauðárkróki og í Reykjavík, var frestað vegna samkomubannsins. Hann segir að Bláir kossar hafi upphaflega átt að innihalda átta lög, en vegna tæknilegra mistaka varð eitt þeitta útundan þegar diskurinn var sendur til Tune Core og þess vegna verður að gefa það lag út sem „single“. „Ég var með virkilega gott fólk með mér við upptökur, hljóðfæraleik og söng,“ segir Árni.
Feðginin Áróra og Árni syngja saman Þar sem vegurinn endar.
Upptaka og hljóðfæraleikur fór fram í stúdíói Sigfús Arnar Benediktsson, bassaleikur í Rós í sandinum og Til Svölu var í höndum dr. Úlfars Inga Haraldssonar, fiðluleikur í Til Svölu Kristín Halla Bergsdóttir. Söngur í Þar sem vegurinn endar og Rós í sandinum Áróra Árnadóttir, söngur í Þú verður engill Ellert H Johannsson, söngur í Kvæðið um Önnu Helena Erla Árnadóttir, söngur í Til Svölu og Í síðasta sinn, Sandra Dögg Þorsteinsdóttir, söngur í Talað við Drottinn Sigurlaug Vordis Eysteinsdottir. Fákar teknir upp af Sorin M Lazar árið 2006 í flutningi Ægis og Söndru, og Árni sjálfur í bakröddum, fengu að fljóta með sem aukalag. Forsíðumynd Blárra kossa er eftir Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Davíð Már Sigurðsson.
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast Bláa kossa:
Bláir kossar á Spotify
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.